Gerði tæknibrellur í Thor og Blade Runner Sólrún Freyja Sen skrifar 9. ágúst 2019 07:30 Það er skemmtilegast að vinna við myndir þar sem tilgangur tæknibrellna er að hjálpa framvindu sögunnar. Kvikmyndabransinn á Íslandi hefur tekið stakkaskiptum síðustu ár og vægi tæknibrellna verður æ meira. Elfar Smári Sverrisson er lærður í því sem kallast á ensku „compositing“, á íslensku þýðist það best sem stafræn samsetning en meðal kollega er starfsheitið einfaldlega kompari. Það sem kompari gerir er að setja saman vinnu mismunandi deilda við tæknibrellur. Á meðan ein deild hannar þrívíddarmódel, önnur hannar áferðina á módelinu og enn önnur býr til hreyfingu á því, sér komparinn um að setja alla þessu vinnu saman í eitt skot. Áhuginn á þessari vinnu kviknaði þegar Elfar var í Margmiðlunarskólanum. „Ég skráði mig í Margmiðlunarskólann árið 2009. Það var rétt eftir hrun og ég vissi ekki alveg hvað mig langaði að gera, en þarna kynnist ég heimi tæknibrellna.“ Elfar segir að áður en hann fór í Margmiðlunarskólinn hafi áhuginn á kvikmyndum ekki verið meiri en hjá næsta manni.Örlögin réðu starfsvalinu Eftir að hann kynntist þessum heimi fór hann að sjá kvikmyndir í öðru ljósi og möguleikinn á að vinna sjálfur í kvikmyndum opnaðist. Hann telur reyndar að örlögin hafi ráðið því að hann valdi þetta starf. „Ég er umkringdur kvikmyndafólki. Konan mín er kvikmyndagerðarmaður, allir mínir bestu vinir hafa endað í kvikmyndabransanum, þannig að mér líður eins og mér hafi verið ætlað að fara í þessa átt.“Blade Runner 2049 hlaut Óskarsverðlaun fyrir tæknibrellur og kvikmyndun.Næst fór Elfar út til Svíþjóðar í Campus i12 háskólann í Jönköping og sérhæfði sig í sínu starfi. Elfar segir að flestir samnemendur hans hafi farið beint í bransann eftir skóla eða jafnvel fyrr. Hins vegar eru sífellt fleiri í dag sem læra allt í gegnum internetið. „Það eru rosalega margir sem sækja sér þekkingu á netinu og ótrúlega mikið af efni þar sem kennir manni undirstöðuatriðin. Ef maður hefur tímann og áhugann þá er hægt að læra þetta allt á netinu.“ Sjálfur notar Elfar netið óspart til að uppfæra og auka við eigin þekkingu. „Ég nýti internetið á hverjum degi þegar kemur að því að leysa vandamál sem ég stend frammi fyrir. Það er klárlega ómissandi þáttur í vinnunni.“Everest mótaði hann Eftir námið hélt hann í starfsnám hjá sænska fyrirtækinu Filmgate. Þar vann hann fyrst og fremst við sænskar kvikmyndir en líka í breskri framleiðslu á myndinni Diana sem fjallar um Díönu prinsessu. Eftir að hafa unnið hjá Filmgate í eitt og hálft ár ákvað Elfar að tími væri kominn til að flytja heim. „Ég byrja að vinna hjá RVX Studios sem sá um tæknibrellurnar fyrir Everest og Ófærð 1.“ Elfar vann hjá RVX í tvö ár og segir að mest allan tímann hafi hann unnið við Everest. „Það var risastórt verkefni fyrir okkur. Það mótaði mig mikið sem kompara. Þetta er klárlega eitt erfiðasta og lengsta verkefni sem ég hef tekið þátt í.“ Vinnan við Everest tók eitt og hálft ár. Elfar segir að vinnan hafi meðal annars falist í heimildavinnu til að kynna sér aðstæðurnar á toppi Everest. „Við fengum til okkar Íslending sem fór á Everest, til að vita hvernig væri að vera þarna. Það hjálpaði okkur að búa til kuldann og aðstæðurnar. Það var gaman að fá alvöru innsæi.“ Þó að námið hafi verið mikilvægt upp á að læra reglurnar og aðferðirnar segist Elfar læra best af reynslunni sjálfri. „Maður lærir rosalega hratt á að gera hlutina og með því að vera í kringum fólk sem hefur unnið við þetta í mörg ár.“Kompari setur saman vinnu mismunandi deilda tæknibrellugeirans.Alien Covenant og Mary Poppins tóku við Eftir að Elfar lauk vinnu sinni við Everest og Ófærð 1 var lítið að gera heima á Íslandi. „Ég tók þá ákvörðun að leita út fyrir landsteinana og sótti um alls staðar í heiminum.“ Að lokum leist honum best á að fara til Kanada þar sem hann bjó að tengslum í Framestore-stúdíóinu, einu stærsta tæknibrellufyrirtæki heims. „Tæknibrellugeirinn í Kanada er orðinn risastór.“ Þar er vænlegt fyrir slík fyrirtæki að eiga aðsetur vegna ýmissa skattaívilnana en mörg stærstu fyrirtækin í þessum bransa eru búin að opna stúdíó þar. Fyrir Framestore vann Elfar meðal annars við gerð Alien Covenant, Blade Runner 2049, Thor Ragnarök, Mowgli og Mary Poppins Returns áður en hann flutti aftur heim til Íslands. Hann segir að það sé skemmtilegast að vinna við myndir þar sem tilgangur tæknibrellna sé að hjálpa framvindu sögunnar en ekki einungis að sýna flottar tæknibrellur. „Mér finnst langskemmtilegast að vinna í brellum sem sjást ekki.“ Elfar segir að það séu alls konar tæknibrellur notaðar í til dæmis íslenskum kvikmyndum sem áhorfendur taka ekki eftir. „Mér finnst meira spennandi að vinna í þessum földu brellum sem hjálpa leikstjóranum og kvikmyndagerðarfólkinu að segja söguna. Í sumum myndum gleymist að segja söguna og allt snýst um að gera flottustu brellurnar.“Frásögn Íslendings sem fór á Everest hjálpaði til við að búa til aðstæðurnar.Færri brellur þurfa ekki að þýða minni gæði kvikmyndar Í Blade Runner 2049 er notast við mikið af tæknibrellum en þær yfirtaka þó ekki söguþráðinn að sögn Elfars. Myndin hlaut Óskarsverðlaun fyrir bæði tæknibrellur og kvikmyndun. „Blade Runner er örugglega fallegasta myndin sem ég hef unnið í. Rammarnir og skotin í myndinni eru ótrúlega falleg. Það er töluvert auðveldara að búa til flottar tæknibrellur fyrir myndir sem eru gerðar vel frá upphafi, en að reyna að bjarga einhverjum myndum sem er ekki búið að setja jafn mikið púður í.“ Elfar fékk að vera hluti af fjölmennum hóp sem kom að gerð Blade Runner og segir að vinnan við myndina hafi verið einstaklega skemmtileg. Í dag er Elfar að vinna í því að víkka eigin sjóndeildarhring og auka færni sína á ýmsum sviðum tæknibrellugeirans. Fyrst og fremst er Elfar að vinna í smáum verkefnum á borð við auglýsingar og stuttmyndir. „Tæknibrelluheimurinn hér á Íslandi er ekkert voðalega stór. Ég var orðinn frekar sérhæfður úti í Framestore, maður verður það þegar svona margir vinna með manni. En hér heima þá er bransinn töluvert minni og mér finnst það spennandi hugmynd að fara að gera meira af öðru sjálfur.“Eitt lærdómsríkasta verkefni Elfars var vinnan við Everest.Elfar var með yfirumsjón með tæknibrellum á setti myndarinnar Hvítur, hvítur dagur sem er nýjasta mynd Hlyns Pálmasonar. Myndin var sýnd í maí á Critics’ Week, einni af hliðardagskrám kvikmyndahátíðarinnar í Cannes, og verður frumsýnd 6. september á Íslandi. Elfar sá svo um tæknibrellurnar í nýrri stuttmynd Uglu Hauksdóttur, Selshamnum, en Ugla leikstýrði nokkrum þáttum í Ófærð 2. „Einnig sá ég, ásamt Braga Brynjarssyni, um brellurnar í útskriftarmynd Erlends Sveinssonar úr Columbia University í New York. Sú mynd heitir Kanarí og það er hægt að sjá hana á Vimeo. Í dag er Elfar að leggja lokahönd á tæknibrellur og litaleiðréttingu í stuttmyndinni Island Living sem Viktor Sigurjónsson leikstýrir og Atli Óskar Fjalarsson framleiðir. „Svo var ég að koma úr tökum á annarri útskriftarmynd úr Columbia University, leikstýrðri af Brúsa Ólasyni. Þar var ég með yfirumsjón með brellum á setti og mun svo í framhaldinu sjá um allar brellurnar í myndinni. Það er greinilega nóg að gera hjá Elfari. Elfar sér ekki fyrir sér að tæknibrelluheimurinn hér á landi komist á sama stig og í til dæmis Kanada eða Hollywood á næstu árum, en hann er að stækka. „Það er ekki mikill peningur fyrir stórum brellum hér.“ Elfar er þó ekki að gera lítið úr tæknibrellum í íslenskum kvikmyndum, enda þurfa færri brellur af minni stærðargráðu ekki að þýða að kvikmyndirnar séu minni að gæðum. „En það verða kannski einhvern tímann í framtíðinni fleiri möguleikar hér heima.“ Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Hollywood Óskarinn Mest lesið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Lífið samstarf Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fleiri fréttir Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Kvikmyndabransinn á Íslandi hefur tekið stakkaskiptum síðustu ár og vægi tæknibrellna verður æ meira. Elfar Smári Sverrisson er lærður í því sem kallast á ensku „compositing“, á íslensku þýðist það best sem stafræn samsetning en meðal kollega er starfsheitið einfaldlega kompari. Það sem kompari gerir er að setja saman vinnu mismunandi deilda við tæknibrellur. Á meðan ein deild hannar þrívíddarmódel, önnur hannar áferðina á módelinu og enn önnur býr til hreyfingu á því, sér komparinn um að setja alla þessu vinnu saman í eitt skot. Áhuginn á þessari vinnu kviknaði þegar Elfar var í Margmiðlunarskólanum. „Ég skráði mig í Margmiðlunarskólann árið 2009. Það var rétt eftir hrun og ég vissi ekki alveg hvað mig langaði að gera, en þarna kynnist ég heimi tæknibrellna.“ Elfar segir að áður en hann fór í Margmiðlunarskólinn hafi áhuginn á kvikmyndum ekki verið meiri en hjá næsta manni.Örlögin réðu starfsvalinu Eftir að hann kynntist þessum heimi fór hann að sjá kvikmyndir í öðru ljósi og möguleikinn á að vinna sjálfur í kvikmyndum opnaðist. Hann telur reyndar að örlögin hafi ráðið því að hann valdi þetta starf. „Ég er umkringdur kvikmyndafólki. Konan mín er kvikmyndagerðarmaður, allir mínir bestu vinir hafa endað í kvikmyndabransanum, þannig að mér líður eins og mér hafi verið ætlað að fara í þessa átt.“Blade Runner 2049 hlaut Óskarsverðlaun fyrir tæknibrellur og kvikmyndun.Næst fór Elfar út til Svíþjóðar í Campus i12 háskólann í Jönköping og sérhæfði sig í sínu starfi. Elfar segir að flestir samnemendur hans hafi farið beint í bransann eftir skóla eða jafnvel fyrr. Hins vegar eru sífellt fleiri í dag sem læra allt í gegnum internetið. „Það eru rosalega margir sem sækja sér þekkingu á netinu og ótrúlega mikið af efni þar sem kennir manni undirstöðuatriðin. Ef maður hefur tímann og áhugann þá er hægt að læra þetta allt á netinu.“ Sjálfur notar Elfar netið óspart til að uppfæra og auka við eigin þekkingu. „Ég nýti internetið á hverjum degi þegar kemur að því að leysa vandamál sem ég stend frammi fyrir. Það er klárlega ómissandi þáttur í vinnunni.“Everest mótaði hann Eftir námið hélt hann í starfsnám hjá sænska fyrirtækinu Filmgate. Þar vann hann fyrst og fremst við sænskar kvikmyndir en líka í breskri framleiðslu á myndinni Diana sem fjallar um Díönu prinsessu. Eftir að hafa unnið hjá Filmgate í eitt og hálft ár ákvað Elfar að tími væri kominn til að flytja heim. „Ég byrja að vinna hjá RVX Studios sem sá um tæknibrellurnar fyrir Everest og Ófærð 1.“ Elfar vann hjá RVX í tvö ár og segir að mest allan tímann hafi hann unnið við Everest. „Það var risastórt verkefni fyrir okkur. Það mótaði mig mikið sem kompara. Þetta er klárlega eitt erfiðasta og lengsta verkefni sem ég hef tekið þátt í.“ Vinnan við Everest tók eitt og hálft ár. Elfar segir að vinnan hafi meðal annars falist í heimildavinnu til að kynna sér aðstæðurnar á toppi Everest. „Við fengum til okkar Íslending sem fór á Everest, til að vita hvernig væri að vera þarna. Það hjálpaði okkur að búa til kuldann og aðstæðurnar. Það var gaman að fá alvöru innsæi.“ Þó að námið hafi verið mikilvægt upp á að læra reglurnar og aðferðirnar segist Elfar læra best af reynslunni sjálfri. „Maður lærir rosalega hratt á að gera hlutina og með því að vera í kringum fólk sem hefur unnið við þetta í mörg ár.“Kompari setur saman vinnu mismunandi deilda tæknibrellugeirans.Alien Covenant og Mary Poppins tóku við Eftir að Elfar lauk vinnu sinni við Everest og Ófærð 1 var lítið að gera heima á Íslandi. „Ég tók þá ákvörðun að leita út fyrir landsteinana og sótti um alls staðar í heiminum.“ Að lokum leist honum best á að fara til Kanada þar sem hann bjó að tengslum í Framestore-stúdíóinu, einu stærsta tæknibrellufyrirtæki heims. „Tæknibrellugeirinn í Kanada er orðinn risastór.“ Þar er vænlegt fyrir slík fyrirtæki að eiga aðsetur vegna ýmissa skattaívilnana en mörg stærstu fyrirtækin í þessum bransa eru búin að opna stúdíó þar. Fyrir Framestore vann Elfar meðal annars við gerð Alien Covenant, Blade Runner 2049, Thor Ragnarök, Mowgli og Mary Poppins Returns áður en hann flutti aftur heim til Íslands. Hann segir að það sé skemmtilegast að vinna við myndir þar sem tilgangur tæknibrellna sé að hjálpa framvindu sögunnar en ekki einungis að sýna flottar tæknibrellur. „Mér finnst langskemmtilegast að vinna í brellum sem sjást ekki.“ Elfar segir að það séu alls konar tæknibrellur notaðar í til dæmis íslenskum kvikmyndum sem áhorfendur taka ekki eftir. „Mér finnst meira spennandi að vinna í þessum földu brellum sem hjálpa leikstjóranum og kvikmyndagerðarfólkinu að segja söguna. Í sumum myndum gleymist að segja söguna og allt snýst um að gera flottustu brellurnar.“Frásögn Íslendings sem fór á Everest hjálpaði til við að búa til aðstæðurnar.Færri brellur þurfa ekki að þýða minni gæði kvikmyndar Í Blade Runner 2049 er notast við mikið af tæknibrellum en þær yfirtaka þó ekki söguþráðinn að sögn Elfars. Myndin hlaut Óskarsverðlaun fyrir bæði tæknibrellur og kvikmyndun. „Blade Runner er örugglega fallegasta myndin sem ég hef unnið í. Rammarnir og skotin í myndinni eru ótrúlega falleg. Það er töluvert auðveldara að búa til flottar tæknibrellur fyrir myndir sem eru gerðar vel frá upphafi, en að reyna að bjarga einhverjum myndum sem er ekki búið að setja jafn mikið púður í.“ Elfar fékk að vera hluti af fjölmennum hóp sem kom að gerð Blade Runner og segir að vinnan við myndina hafi verið einstaklega skemmtileg. Í dag er Elfar að vinna í því að víkka eigin sjóndeildarhring og auka færni sína á ýmsum sviðum tæknibrellugeirans. Fyrst og fremst er Elfar að vinna í smáum verkefnum á borð við auglýsingar og stuttmyndir. „Tæknibrelluheimurinn hér á Íslandi er ekkert voðalega stór. Ég var orðinn frekar sérhæfður úti í Framestore, maður verður það þegar svona margir vinna með manni. En hér heima þá er bransinn töluvert minni og mér finnst það spennandi hugmynd að fara að gera meira af öðru sjálfur.“Eitt lærdómsríkasta verkefni Elfars var vinnan við Everest.Elfar var með yfirumsjón með tæknibrellum á setti myndarinnar Hvítur, hvítur dagur sem er nýjasta mynd Hlyns Pálmasonar. Myndin var sýnd í maí á Critics’ Week, einni af hliðardagskrám kvikmyndahátíðarinnar í Cannes, og verður frumsýnd 6. september á Íslandi. Elfar sá svo um tæknibrellurnar í nýrri stuttmynd Uglu Hauksdóttur, Selshamnum, en Ugla leikstýrði nokkrum þáttum í Ófærð 2. „Einnig sá ég, ásamt Braga Brynjarssyni, um brellurnar í útskriftarmynd Erlends Sveinssonar úr Columbia University í New York. Sú mynd heitir Kanarí og það er hægt að sjá hana á Vimeo. Í dag er Elfar að leggja lokahönd á tæknibrellur og litaleiðréttingu í stuttmyndinni Island Living sem Viktor Sigurjónsson leikstýrir og Atli Óskar Fjalarsson framleiðir. „Svo var ég að koma úr tökum á annarri útskriftarmynd úr Columbia University, leikstýrðri af Brúsa Ólasyni. Þar var ég með yfirumsjón með brellum á setti og mun svo í framhaldinu sjá um allar brellurnar í myndinni. Það er greinilega nóg að gera hjá Elfari. Elfar sér ekki fyrir sér að tæknibrelluheimurinn hér á landi komist á sama stig og í til dæmis Kanada eða Hollywood á næstu árum, en hann er að stækka. „Það er ekki mikill peningur fyrir stórum brellum hér.“ Elfar er þó ekki að gera lítið úr tæknibrellum í íslenskum kvikmyndum, enda þurfa færri brellur af minni stærðargráðu ekki að þýða að kvikmyndirnar séu minni að gæðum. „En það verða kannski einhvern tímann í framtíðinni fleiri möguleikar hér heima.“
Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Hollywood Óskarinn Mest lesið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Lífið samstarf Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fleiri fréttir Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira