Spyrja sig að því hvernig NFL-stórstjarna gat fengið kalsár á fætur um mitt sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. ágúst 2019 12:30 Antonio Brown er sérstök týpa. Getty/Don Juan Moor Óvæntasta fréttamál ameríska fótboltans síðustu daga snýst um fæturna á einum besta útherja NFL-deildarinnar. Oakland Radiers fékk Antonio Brown frá Pittsburg Steelers og hann átti að verða stærsta stjarna liðsins á komandi tímabili. Það styttist í tímabilið en liðsfélagarnir hafa séð lítið af Antonio Brown inn á æfingavellinum. Antonio Brown er nú frá æfingum og keppni hjá Oakland Raiders vegna slæms ástands á fótunum hans eða réttara satt vega blöðrumyndunar og sýkingar undir iljum hans. Þessi frábæri leikmaður verður eitthvað áfram frá keppni á meðan læknalið Raiders leitar ráða til að laga á honum fæturna.The Raiders have no timetable on Antonio Brown after he was found with extreme frostbite on his feet from cryotherapy. Wow. SalPal reporting just now on SportsCenter. — Michele Steele (@ESPNMichele) August 7, 2019 Brown setti sjálfur mynd af fótum sínum á netið og fólk trúði því ekki hvernig fætur á heimsklassa íþróttamanni gætu litið svona út. Í fyrstu vissi enginn hvernig þetta gat gerst. Svo var gefin út sú skýring að hann hefði fengið kalsár í kæliklefa þar sem hann hefði verið berfættur í klefanum. Brown átti að hafa mætt í kæliklefann í blautum sokkum og það hafi aukið á kælinguna í klefanum.It all finally makes sense now!@AB84 macerated feet, infection and cold injury explained.https://t.co/g2KLfdBKYu — David J. Chao (@ProFootballDoc) August 7, 2019 Þessu tóku þeir ekki alveg trúanlegu sem þekkja til kæliklefa og frostskemmda. Kælimeðferð tekur aðeins örfáar mínútur en frostbruni er eitthvað sem gerist á löngum tíma. Þeir sem þekkja til sveppasýkinga og blöðrumyndanna á fótum eins og hjá Antonio Brown rekja þetta miklu frekar til raka og bleytu. Kælimeðferðin var að þeirra mati ekki ástæðan heldur aðeins það sem gerði illt verra. Allir eru samt sammála um að þetta sé mjög óvanalegt sem eykur um leið forvitni almennings. Antonio Brown og félagar í Oakland Radiers eru í Hard Knocks þáttunum í ár en fyrsti þátturinn verður sýndur á Stöð 2 Sport í næstu viku. Þar verður þetta furðulega mál örugglega í aðalhlutverki. NFL Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Vélmennið leiðir Opna breska Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Reyndi allt til að koma kúlunni niður Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Sjá meira
Óvæntasta fréttamál ameríska fótboltans síðustu daga snýst um fæturna á einum besta útherja NFL-deildarinnar. Oakland Radiers fékk Antonio Brown frá Pittsburg Steelers og hann átti að verða stærsta stjarna liðsins á komandi tímabili. Það styttist í tímabilið en liðsfélagarnir hafa séð lítið af Antonio Brown inn á æfingavellinum. Antonio Brown er nú frá æfingum og keppni hjá Oakland Raiders vegna slæms ástands á fótunum hans eða réttara satt vega blöðrumyndunar og sýkingar undir iljum hans. Þessi frábæri leikmaður verður eitthvað áfram frá keppni á meðan læknalið Raiders leitar ráða til að laga á honum fæturna.The Raiders have no timetable on Antonio Brown after he was found with extreme frostbite on his feet from cryotherapy. Wow. SalPal reporting just now on SportsCenter. — Michele Steele (@ESPNMichele) August 7, 2019 Brown setti sjálfur mynd af fótum sínum á netið og fólk trúði því ekki hvernig fætur á heimsklassa íþróttamanni gætu litið svona út. Í fyrstu vissi enginn hvernig þetta gat gerst. Svo var gefin út sú skýring að hann hefði fengið kalsár í kæliklefa þar sem hann hefði verið berfættur í klefanum. Brown átti að hafa mætt í kæliklefann í blautum sokkum og það hafi aukið á kælinguna í klefanum.It all finally makes sense now!@AB84 macerated feet, infection and cold injury explained.https://t.co/g2KLfdBKYu — David J. Chao (@ProFootballDoc) August 7, 2019 Þessu tóku þeir ekki alveg trúanlegu sem þekkja til kæliklefa og frostskemmda. Kælimeðferð tekur aðeins örfáar mínútur en frostbruni er eitthvað sem gerist á löngum tíma. Þeir sem þekkja til sveppasýkinga og blöðrumyndanna á fótum eins og hjá Antonio Brown rekja þetta miklu frekar til raka og bleytu. Kælimeðferðin var að þeirra mati ekki ástæðan heldur aðeins það sem gerði illt verra. Allir eru samt sammála um að þetta sé mjög óvanalegt sem eykur um leið forvitni almennings. Antonio Brown og félagar í Oakland Radiers eru í Hard Knocks þáttunum í ár en fyrsti þátturinn verður sýndur á Stöð 2 Sport í næstu viku. Þar verður þetta furðulega mál örugglega í aðalhlutverki.
NFL Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Vélmennið leiðir Opna breska Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Reyndi allt til að koma kúlunni niður Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Sjá meira