Ótrúleg saga körfuboltastjörnu sem kvaddi körfuboltann á besta aldri og gerðist nunna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. ágúst 2019 13:00 Körfuboltakonan og lífleg nunna. Myndin tengist fréttinni ekki. Samsett/Getty Shelly Pennefather átti magnaðan feril í bandaríska háskólakörfuboltanum og hún átti heldur betur framtíðina fyrir sér sem atvinnumaður í körfubolta þegar hún tók risastóra ákvörðun aðeins 25 ára gömul. Shelly kvaddi ekki aðeins körfuboltann þegar hún sagði skilið við hefðbundið líf sitt í júní 1991. Shelly Pennefather kvaddi fjölskyldu sína, skipti um nafn og gekk í eitt strangasta klaustur í Bandaríkjunum. Hún hét ekki lengur Shelly heldur Systir Rose Marie. ESPN fór af stað og reyndi að komast að því hvað kom fyrir körfuboltastjörnuna Shelly Pennefather sem hefur ekki sést síðan í þessum júnímánuði fyrir 28 árum síðan. Úr varð mjög merkileg grein sem fær þá sem lesa til að pæla mikið í því hvernig hægt sé að taka svo stóra ákvörðun. Shelly kvaddi þarna fjölskyldu sína og sex systkini og síðustu dagarnir fóru í það að eyða sem mestum tíma með þeim. Þú gerðu ýmislegt skemmtilegt saman vitandi það að þau myndu aldrei geta gert það aftur.Shelly Pennefather remains Villanova basketball’s all-time leading scorer among both men and women. She walked away from a $200K a year salary playing professional basketball for the cloistered life of a Poor Claire nun. https://t.co/6sUuwrdj41 — espnW (@espnW) August 3, 2019 Shelly Pennefather lék með Villanova háskólaliðinu frá 1983 til 1987 og er enn stigahæsti leikmaður skólans frá upphafi og þá skiptir engu máli um hvort við séum að tala um karlmenn eða konur. Pennefather skoraði 2408 stig fyrir skólann eða 20,6 stig að meðaltali í leik. Eftir að háskólanáminu lauk þá fór hún í atvinnumennsku í Japan og spilaði í þrjú tímabil með liði Nippon Express. Þegar hún tók þá ákvörðun að hætta í körfubolta þá var hún að hafna 200 þúsund dollara árslaunum sem atvinnumaður í japanska körfuboltanum.Former Villanova star Shelly Pennefather left her family, friends and basketball to live as a cloistered nun. More than two decades later, Sister Rose Marie reaffirms her choice of faith over fortune. https://t.co/wWxWFiaDSY — ESPN Women's Hoops (@ESPN_WomenHoop) August 3, 2019 Laugardagsmorgunn í júní 1991 keyrði hún bílinn í klaustrið í Alexandria í Virginia-fylki. Fimmtán nunnur biðu eftir henni og tóku á móti henni. Shelly snéri sér að fjölskyldu sinni og sagði: „Ég elska ykkur öll“ en eftir það gekk hún inn í klaustrið og líf þeirra allra var breytt. Shelly var ekki að ganga í hvaða klaustur sem er heldur í eitt það strangasta sem til er. Nunnurnar mega aldrei yfirgefa klaustrið aftur nema vegna bráðaveikinda. Hún má aldrei hringja heim eða senda skilaboð. Fjölskylda hennar má þó heimsækja hana tvisvar á árinu. Hún má reyndar faðma fjölskyldu sína en bara á 25 ára fresti. Hún má líka skrifa bréf en aðeins ef einhver skrifar henni fyrst. Nunnurnar sofa á dýnum gerðum úr stráum. Þær vakna klukkan hálffeitt á hverri nóttu til að biðja og mega aldrei sofa lengur en í fjóra tíma í senn. Þær þurfa líka að ganga berfættar 23 klukkutíma á hverjum sólarhring. Hér fyrir neðan má sjá myndbrot af sögu Shelly Pennefather í tengslum við greinina um hana í ESPN.ESPN is debuting a new feature over the weekend about Villanova women's basketball coach Harry Peritta and former standout Shelly Pennefather, who became a cloistered nun 25 years ago. pic.twitter.com/Qci8bkGjk3 — Rob Tornoe (@RobTornoe) August 2, 2019 Greinin um Shelly Pennefather og hvað varð um hana er merkileg lesning en það má finna hana alla hér. Bandaríkin Körfubolti Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Fleiri fréttir Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Sjá meira
Shelly Pennefather átti magnaðan feril í bandaríska háskólakörfuboltanum og hún átti heldur betur framtíðina fyrir sér sem atvinnumaður í körfubolta þegar hún tók risastóra ákvörðun aðeins 25 ára gömul. Shelly kvaddi ekki aðeins körfuboltann þegar hún sagði skilið við hefðbundið líf sitt í júní 1991. Shelly Pennefather kvaddi fjölskyldu sína, skipti um nafn og gekk í eitt strangasta klaustur í Bandaríkjunum. Hún hét ekki lengur Shelly heldur Systir Rose Marie. ESPN fór af stað og reyndi að komast að því hvað kom fyrir körfuboltastjörnuna Shelly Pennefather sem hefur ekki sést síðan í þessum júnímánuði fyrir 28 árum síðan. Úr varð mjög merkileg grein sem fær þá sem lesa til að pæla mikið í því hvernig hægt sé að taka svo stóra ákvörðun. Shelly kvaddi þarna fjölskyldu sína og sex systkini og síðustu dagarnir fóru í það að eyða sem mestum tíma með þeim. Þú gerðu ýmislegt skemmtilegt saman vitandi það að þau myndu aldrei geta gert það aftur.Shelly Pennefather remains Villanova basketball’s all-time leading scorer among both men and women. She walked away from a $200K a year salary playing professional basketball for the cloistered life of a Poor Claire nun. https://t.co/6sUuwrdj41 — espnW (@espnW) August 3, 2019 Shelly Pennefather lék með Villanova háskólaliðinu frá 1983 til 1987 og er enn stigahæsti leikmaður skólans frá upphafi og þá skiptir engu máli um hvort við séum að tala um karlmenn eða konur. Pennefather skoraði 2408 stig fyrir skólann eða 20,6 stig að meðaltali í leik. Eftir að háskólanáminu lauk þá fór hún í atvinnumennsku í Japan og spilaði í þrjú tímabil með liði Nippon Express. Þegar hún tók þá ákvörðun að hætta í körfubolta þá var hún að hafna 200 þúsund dollara árslaunum sem atvinnumaður í japanska körfuboltanum.Former Villanova star Shelly Pennefather left her family, friends and basketball to live as a cloistered nun. More than two decades later, Sister Rose Marie reaffirms her choice of faith over fortune. https://t.co/wWxWFiaDSY — ESPN Women's Hoops (@ESPN_WomenHoop) August 3, 2019 Laugardagsmorgunn í júní 1991 keyrði hún bílinn í klaustrið í Alexandria í Virginia-fylki. Fimmtán nunnur biðu eftir henni og tóku á móti henni. Shelly snéri sér að fjölskyldu sinni og sagði: „Ég elska ykkur öll“ en eftir það gekk hún inn í klaustrið og líf þeirra allra var breytt. Shelly var ekki að ganga í hvaða klaustur sem er heldur í eitt það strangasta sem til er. Nunnurnar mega aldrei yfirgefa klaustrið aftur nema vegna bráðaveikinda. Hún má aldrei hringja heim eða senda skilaboð. Fjölskylda hennar má þó heimsækja hana tvisvar á árinu. Hún má reyndar faðma fjölskyldu sína en bara á 25 ára fresti. Hún má líka skrifa bréf en aðeins ef einhver skrifar henni fyrst. Nunnurnar sofa á dýnum gerðum úr stráum. Þær vakna klukkan hálffeitt á hverri nóttu til að biðja og mega aldrei sofa lengur en í fjóra tíma í senn. Þær þurfa líka að ganga berfættar 23 klukkutíma á hverjum sólarhring. Hér fyrir neðan má sjá myndbrot af sögu Shelly Pennefather í tengslum við greinina um hana í ESPN.ESPN is debuting a new feature over the weekend about Villanova women's basketball coach Harry Peritta and former standout Shelly Pennefather, who became a cloistered nun 25 years ago. pic.twitter.com/Qci8bkGjk3 — Rob Tornoe (@RobTornoe) August 2, 2019 Greinin um Shelly Pennefather og hvað varð um hana er merkileg lesning en það má finna hana alla hér.
Bandaríkin Körfubolti Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Fleiri fréttir Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Sjá meira