Hefur áhyggjur af rassasvita liðsfélaga síns Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. ágúst 2019 15:00 Kirk Cousins í leik með Minnesota Vikings. Getty/Steven Ryan/ Leikstjórnendur í ameríska fótboltanum þurfa að hugsa um marga hluti í einu enda bæði að lesa varnir mótherjanna sem og að skipuleggja næstu sókn síns liðs. Það er því betra fyrir umrædda leikstjórnendur að þurfa ekki að hafa áhyggjur af öðrum hlutum eins og óvenjumikilli svitaframleiðslu liðsfélaga sinna. Leikmenn Minnesota Vikings hafa verið að undirbúa sig fyrir tímabilið í sumarhitanum í Bandaríkjunum og þar er einn nýliðinn ekki beint að slá í gegn hjá liðsfélögum sínum. Þarna erum við að tala senterinn og nýliðann Garrett Bradbury en hans leikstaða er akkerið í sóknarlínu liðsins og það er hann em lætur leikstjórnandann fá boltann þegar sóknin byrjar. Garrett Bradbury hefur nefnilega glímt við eitt vandamál í æfingabúðum Minnesota Vikings. Hann svitnar rosalega og buxurnar hans eru vanalega rennandi blautar. Leikstjórnandi liðsins, Kirk Cousins, þarf oft að vinna mjög náið með senternum þegar sóknirnar byrja og hann hefur áhyggjur af miklum rassasvita liðsfélaga síns.As if Kirk Cousins needed another thing to worry about https://t.co/m8lzaLapfc — New York Post Sports (@nypostsports) August 8, 2019Blaðamaður Minneapolis Star Tribune spurði Kirk Cousins út í þessar áhyggjur hans fyrir fyrsta leik liðsins á undirbúningstímabilinu. „Ég þarf að sjá hversu mikið hann svitnar í leikjum. Hann hefur lofað mér því að þetta sé ekki vandamál í leikjum en við eigum eftir að sjá það. Buxurnar hans á æfingu í dag voru gegnblautar. Hann segist ekki glíma við þetta í leikjum en við fáum reynslu á það á föstudagskvöldið,“ sagði Kirk Cousins. Kirk Cousins fagnar því að fyrsti leikurinn fer fram innanhúss í Superdome höllinni í New Orleans. „Þessar stóru hallir eru með góða loftræstingu og það hjálpar líka að vera með þessar stóru viftur á hliðarlínunni. Ég vona að þetta hjálpi eitthvað,“ sagði Cousins og bætti við. „Eitt af því stærsta sem ég mun taka frá þessum leik á föstudaginn er hversu erfitt það verður að ná gripi á boltanum eftir að hann lætur mig fá hann. Ef það verður erfitt þá mun ég taka við boltanum standandi allt tímabilið. Þjálfarnir [Gary] Kubiak og Kevin [Stefanski] væru örugglega ekki mjög hrifnir af því,“ sagði Kirk Cousins. NFL Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Gunnar tekur aftur við Haukum Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Sjá meira
Leikstjórnendur í ameríska fótboltanum þurfa að hugsa um marga hluti í einu enda bæði að lesa varnir mótherjanna sem og að skipuleggja næstu sókn síns liðs. Það er því betra fyrir umrædda leikstjórnendur að þurfa ekki að hafa áhyggjur af öðrum hlutum eins og óvenjumikilli svitaframleiðslu liðsfélaga sinna. Leikmenn Minnesota Vikings hafa verið að undirbúa sig fyrir tímabilið í sumarhitanum í Bandaríkjunum og þar er einn nýliðinn ekki beint að slá í gegn hjá liðsfélögum sínum. Þarna erum við að tala senterinn og nýliðann Garrett Bradbury en hans leikstaða er akkerið í sóknarlínu liðsins og það er hann em lætur leikstjórnandann fá boltann þegar sóknin byrjar. Garrett Bradbury hefur nefnilega glímt við eitt vandamál í æfingabúðum Minnesota Vikings. Hann svitnar rosalega og buxurnar hans eru vanalega rennandi blautar. Leikstjórnandi liðsins, Kirk Cousins, þarf oft að vinna mjög náið með senternum þegar sóknirnar byrja og hann hefur áhyggjur af miklum rassasvita liðsfélaga síns.As if Kirk Cousins needed another thing to worry about https://t.co/m8lzaLapfc — New York Post Sports (@nypostsports) August 8, 2019Blaðamaður Minneapolis Star Tribune spurði Kirk Cousins út í þessar áhyggjur hans fyrir fyrsta leik liðsins á undirbúningstímabilinu. „Ég þarf að sjá hversu mikið hann svitnar í leikjum. Hann hefur lofað mér því að þetta sé ekki vandamál í leikjum en við eigum eftir að sjá það. Buxurnar hans á æfingu í dag voru gegnblautar. Hann segist ekki glíma við þetta í leikjum en við fáum reynslu á það á föstudagskvöldið,“ sagði Kirk Cousins. Kirk Cousins fagnar því að fyrsti leikurinn fer fram innanhúss í Superdome höllinni í New Orleans. „Þessar stóru hallir eru með góða loftræstingu og það hjálpar líka að vera með þessar stóru viftur á hliðarlínunni. Ég vona að þetta hjálpi eitthvað,“ sagði Cousins og bætti við. „Eitt af því stærsta sem ég mun taka frá þessum leik á föstudaginn er hversu erfitt það verður að ná gripi á boltanum eftir að hann lætur mig fá hann. Ef það verður erfitt þá mun ég taka við boltanum standandi allt tímabilið. Þjálfarnir [Gary] Kubiak og Kevin [Stefanski] væru örugglega ekki mjög hrifnir af því,“ sagði Kirk Cousins.
NFL Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Gunnar tekur aftur við Haukum Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Sjá meira