Kostnaður Arion vegna starfsloka Höskuldar 150 milljónir króna Birgir Olgeirsson skrifar 9. ágúst 2019 14:23 Höskuldur Ólafsson, fyrrverandi bankastjóri Arion. Kostnaður Arion vegna starfsloka Höskuldar H. Ólafsonar nemur 150 milljónum króna. Greint er frá þessu í reikningsskilum Arion banka fyrir annan ársfjórðung árið 2019 en Mbl.is sagði fyrst frá. Höskuldur ákvað að segja starfi sínu lausu í apríl síðastliðnum en þá hafði hann stýrt bankanum í níu ár. Þegar Höskuldur sagði starfi sínu laus hafði Arion-banki tekið á sig þrjá skelli undanfarin misseri vegna gjaldþrota kísilversins United Silicon í janúar í fyrra, flugfélagsins Primera Air síðastliðið haust og WOW air síðastliðinn vetur. Lánveiting Arion vegna United Silicon nam átta milljörðum og tapaði bankinn um þremur milljörðum vegna Primera. Þá tók Arion á sig þó nokkuð tap vegna dóms Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Wikileaks gegn Valitor. Þegar Höskuldur hafði sagt starfi sínu lausu fór hann í viðtal við Ríkisútvarpið þar sem hann sagði útlánastarfsemi bankans hafa gengið vel undir hans stjórn. Bankinn hafi verið með 830 milljarða króna lánabók og höggið af WOW air hafi verið undir hálfu prósenti, eða undir 4,15 milljörðum miðað við það sem hann sagði í viðtalinu. Líkt og áður segir er kostnaður Arion vegna starfsloka Höskuldar 150 milljónir króna en ekki eru um að ræða eingreiðslu heldur greiðist sú upphæð yfir nokkurra mánaða tímabil og eru launatengd gjöld þar með talin. Ekki var gerður eiginlegur starfslokasamningur við Höskuld heldur stuðst við samning sem var gerður við hann árið 2017. Laun og árangurstengdar greiðslur til Höskuldar námu alls 71,2 milljónum árið 2017. Íslenskir bankar United Silicon WOW Air Mest lesið Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Viðskipti innlent Eigandinn hættir sem forstjóri Viðskipti erlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Sjá meira
Kostnaður Arion vegna starfsloka Höskuldar H. Ólafsonar nemur 150 milljónum króna. Greint er frá þessu í reikningsskilum Arion banka fyrir annan ársfjórðung árið 2019 en Mbl.is sagði fyrst frá. Höskuldur ákvað að segja starfi sínu lausu í apríl síðastliðnum en þá hafði hann stýrt bankanum í níu ár. Þegar Höskuldur sagði starfi sínu laus hafði Arion-banki tekið á sig þrjá skelli undanfarin misseri vegna gjaldþrota kísilversins United Silicon í janúar í fyrra, flugfélagsins Primera Air síðastliðið haust og WOW air síðastliðinn vetur. Lánveiting Arion vegna United Silicon nam átta milljörðum og tapaði bankinn um þremur milljörðum vegna Primera. Þá tók Arion á sig þó nokkuð tap vegna dóms Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Wikileaks gegn Valitor. Þegar Höskuldur hafði sagt starfi sínu lausu fór hann í viðtal við Ríkisútvarpið þar sem hann sagði útlánastarfsemi bankans hafa gengið vel undir hans stjórn. Bankinn hafi verið með 830 milljarða króna lánabók og höggið af WOW air hafi verið undir hálfu prósenti, eða undir 4,15 milljörðum miðað við það sem hann sagði í viðtalinu. Líkt og áður segir er kostnaður Arion vegna starfsloka Höskuldar 150 milljónir króna en ekki eru um að ræða eingreiðslu heldur greiðist sú upphæð yfir nokkurra mánaða tímabil og eru launatengd gjöld þar með talin. Ekki var gerður eiginlegur starfslokasamningur við Höskuld heldur stuðst við samning sem var gerður við hann árið 2017. Laun og árangurstengdar greiðslur til Höskuldar námu alls 71,2 milljónum árið 2017.
Íslenskir bankar United Silicon WOW Air Mest lesið Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Viðskipti innlent Eigandinn hættir sem forstjóri Viðskipti erlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Sjá meira