Morðinginn í El Paso vildi drepa "Mexíkóa“ Kjartan Kjartansson skrifar 9. ágúst 2019 20:06 Íbúar El Paso hafa minnst fórnarlamba fjöldamorðsins með ýmsu móti. Maður límir upp spjald sem á er letrað El Paso sterk. AP/John Locher Rúmlega tvítugur karlmaður sem skaut 22 viðskiptavini stórmarkaðar í El Paso í Texas um síðustu helgi gekkst greiðlega við glæpnum þegar hann var handtekinn og sagði lögreglu að hann hefði vilja drepa „Mexíkóa“. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í greinargerð lögreglunnar í El Paso sem lögð var fram fyrir dómi í dag. Lögreglumenn stöðvuðu bifreið morðingjans skammt frá Walmart-versluninni þar sem hann skaut 22 til bana og særði fjölda annarra á laugardag. Hann á að hafa stigið út úr bílnum með hendur á lofti og sagt „Ég er byssumaðurinn“, að sögn New York Times. Maðurinn sagði lögreglu enn fremur að hann hefði notað AK-47-hríðskotariffil og verið með fjölda skotfæra með sér. Hann hafi ekið tíu til ellefu klukkustunda leið frá Dallen í Texas til El Paso í því skyni að skjóta „Mexíkóa“. Áður hafði lögreglan greint frá því að morðinginn skrifaði fjögurra blaðsíðna stefnuyfirlýsingu þar sem hann lýsti meðal annars stuðningi við fjöldamorðingjanna í Christchurch á Nýja-Sjálandi sem myrti tugi múslima í tveimur moskum í mars. Árásin væri svar hans við „rómanskri innrás í Texas“.Gæti átt yfir höfði sér dauðarefsingu Donald Trump forseta og ýmsum repúblikönum hafa ítrekað líkt straumi innflytjenda og hælisleitenda yfir suðurlandamærin að Mexíkó við innrás og dregið upp mynd af þeim sem hættulegum glæpamönnum. Árásin í El Paso hefur vakið upp spurningar hvort að forsetinn og hægrisinnaðir fjölmiðlar hafi átt þátt í að skapa andrúmsloft fyrir voðaverk af þessu tagi. Morðinginn hefur verið ákærður fyrir morð og gæti átt yfir höfði sér dauðarefsingu. Árásin er jafnframt rannsökuð sem hatursglæpur og hafa alríkislögreglumenn lýst henni sem hryðjuverki. Maðurinn hefur setið í fangelsi frá því að hann var handtekinn en lögreglan segir að hann hafi verið samvinnuþýður. Washington Post hefur eftir Greg Allen, lögreglustjóranum í El Paso, að morðinginn hafi ekki sýnt neina iðrun en að hann gæti verið í „áfalli“. Skömmu eftir fjöldamorðið í El Paso skaut vopnaður maður níu til bana fyrir utan skemmtistað í Dayton í Ohio. Alríkislögreglan FBI segir að sú árás sé rannsökuð sem hryðjuverk eftir að vísbendingar fundust um að árásarmaðurinn gæti hafa aðhyllst „ofbeldisfulla hugmyndafræði“. Þá er mannskæð skotárás á matarmarkað í Gilroy í Kaliforníu 28. júlí nú rannsökuð sem hryðjuverk. Bandaríkin Mexíkó Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Tala látinna í El Paso hækkar Fjöldi látinna er kominn upp í 21 eftir að eitt fórnarlamba skotárásarinnar lést á sjúkrahúsi í El Paso í dag. 5. ágúst 2019 16:05 Fórnarlömb í El Paso vildu ekki hitta Trump í umdeildri heimsókn Heimsóknir Trumps til El Paso og Dayton í Ohio ollu miklu fjaðrafoki meðal andstæðinga hans. 8. ágúst 2019 12:15 Árásarmaðurinn í Ohio sagður hafa haldið lista yfir þau sem hann vildi drepa eða nauðga Bekkjarfélagar Connor Betts, árásarmannsins sem sem drap níu manns og særði 27 í skotárás í Dayton í Ohio-ríki Bandaríkjunum um helgina, segja að hann hafi haldið lista yfir þau sem hann vildi drepa eða nauðga á meðan hann var nemandi í Bellbrook High School. 5. ágúst 2019 14:30 Varð fyrir skoti árásarmannsins þegar hún reyndi að bjarga ungabarni sínu Jordan Anchondo og eiginmaður hennar Andre voru að versla skólaföng í Walmart þegar maður hóf skothríð í versluninni í El Paso í Texasríki í gær. 4. ágúst 2019 23:43 Tuttugu látnir eftir skotárás í Walmart: Trump segir ekkert geta réttlætt dráp á saklausu fólki Skjáskot úr eftirlitsmyndavélum hafa verið sýnd í fjölmiðlum þar sem árásarmaðurinn sést í svörtum stuttermabol, með heyrnarhlífar og árásarriffil. 4. ágúst 2019 08:02 Mynd af skælbrosandi Trump með munaðarleysingja vekur reiði Myndin er tekin við heimsókn Donalds Trumps Bandaríkjaforseta á sjúkrahús í El Paso á miðvikudag. 9. ágúst 2019 15:13 Grobbaði sig af fjölda stuðningsmanna og níddi andstæðing við sjúkrahússstarfsfólk Bandaríkjaforseti montaði sig af aðsókn á baráttufund hans og kallaði pólitískan andstæðing klikkaðan þegar hann hitti heilbrigðisstarfsfólk í El Paso þar sem fjöldamorð var framið um helgina. 8. ágúst 2019 21:47 Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Sjá meira
Rúmlega tvítugur karlmaður sem skaut 22 viðskiptavini stórmarkaðar í El Paso í Texas um síðustu helgi gekkst greiðlega við glæpnum þegar hann var handtekinn og sagði lögreglu að hann hefði vilja drepa „Mexíkóa“. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í greinargerð lögreglunnar í El Paso sem lögð var fram fyrir dómi í dag. Lögreglumenn stöðvuðu bifreið morðingjans skammt frá Walmart-versluninni þar sem hann skaut 22 til bana og særði fjölda annarra á laugardag. Hann á að hafa stigið út úr bílnum með hendur á lofti og sagt „Ég er byssumaðurinn“, að sögn New York Times. Maðurinn sagði lögreglu enn fremur að hann hefði notað AK-47-hríðskotariffil og verið með fjölda skotfæra með sér. Hann hafi ekið tíu til ellefu klukkustunda leið frá Dallen í Texas til El Paso í því skyni að skjóta „Mexíkóa“. Áður hafði lögreglan greint frá því að morðinginn skrifaði fjögurra blaðsíðna stefnuyfirlýsingu þar sem hann lýsti meðal annars stuðningi við fjöldamorðingjanna í Christchurch á Nýja-Sjálandi sem myrti tugi múslima í tveimur moskum í mars. Árásin væri svar hans við „rómanskri innrás í Texas“.Gæti átt yfir höfði sér dauðarefsingu Donald Trump forseta og ýmsum repúblikönum hafa ítrekað líkt straumi innflytjenda og hælisleitenda yfir suðurlandamærin að Mexíkó við innrás og dregið upp mynd af þeim sem hættulegum glæpamönnum. Árásin í El Paso hefur vakið upp spurningar hvort að forsetinn og hægrisinnaðir fjölmiðlar hafi átt þátt í að skapa andrúmsloft fyrir voðaverk af þessu tagi. Morðinginn hefur verið ákærður fyrir morð og gæti átt yfir höfði sér dauðarefsingu. Árásin er jafnframt rannsökuð sem hatursglæpur og hafa alríkislögreglumenn lýst henni sem hryðjuverki. Maðurinn hefur setið í fangelsi frá því að hann var handtekinn en lögreglan segir að hann hafi verið samvinnuþýður. Washington Post hefur eftir Greg Allen, lögreglustjóranum í El Paso, að morðinginn hafi ekki sýnt neina iðrun en að hann gæti verið í „áfalli“. Skömmu eftir fjöldamorðið í El Paso skaut vopnaður maður níu til bana fyrir utan skemmtistað í Dayton í Ohio. Alríkislögreglan FBI segir að sú árás sé rannsökuð sem hryðjuverk eftir að vísbendingar fundust um að árásarmaðurinn gæti hafa aðhyllst „ofbeldisfulla hugmyndafræði“. Þá er mannskæð skotárás á matarmarkað í Gilroy í Kaliforníu 28. júlí nú rannsökuð sem hryðjuverk.
Bandaríkin Mexíkó Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Tala látinna í El Paso hækkar Fjöldi látinna er kominn upp í 21 eftir að eitt fórnarlamba skotárásarinnar lést á sjúkrahúsi í El Paso í dag. 5. ágúst 2019 16:05 Fórnarlömb í El Paso vildu ekki hitta Trump í umdeildri heimsókn Heimsóknir Trumps til El Paso og Dayton í Ohio ollu miklu fjaðrafoki meðal andstæðinga hans. 8. ágúst 2019 12:15 Árásarmaðurinn í Ohio sagður hafa haldið lista yfir þau sem hann vildi drepa eða nauðga Bekkjarfélagar Connor Betts, árásarmannsins sem sem drap níu manns og særði 27 í skotárás í Dayton í Ohio-ríki Bandaríkjunum um helgina, segja að hann hafi haldið lista yfir þau sem hann vildi drepa eða nauðga á meðan hann var nemandi í Bellbrook High School. 5. ágúst 2019 14:30 Varð fyrir skoti árásarmannsins þegar hún reyndi að bjarga ungabarni sínu Jordan Anchondo og eiginmaður hennar Andre voru að versla skólaföng í Walmart þegar maður hóf skothríð í versluninni í El Paso í Texasríki í gær. 4. ágúst 2019 23:43 Tuttugu látnir eftir skotárás í Walmart: Trump segir ekkert geta réttlætt dráp á saklausu fólki Skjáskot úr eftirlitsmyndavélum hafa verið sýnd í fjölmiðlum þar sem árásarmaðurinn sést í svörtum stuttermabol, með heyrnarhlífar og árásarriffil. 4. ágúst 2019 08:02 Mynd af skælbrosandi Trump með munaðarleysingja vekur reiði Myndin er tekin við heimsókn Donalds Trumps Bandaríkjaforseta á sjúkrahús í El Paso á miðvikudag. 9. ágúst 2019 15:13 Grobbaði sig af fjölda stuðningsmanna og níddi andstæðing við sjúkrahússstarfsfólk Bandaríkjaforseti montaði sig af aðsókn á baráttufund hans og kallaði pólitískan andstæðing klikkaðan þegar hann hitti heilbrigðisstarfsfólk í El Paso þar sem fjöldamorð var framið um helgina. 8. ágúst 2019 21:47 Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Sjá meira
Tala látinna í El Paso hækkar Fjöldi látinna er kominn upp í 21 eftir að eitt fórnarlamba skotárásarinnar lést á sjúkrahúsi í El Paso í dag. 5. ágúst 2019 16:05
Fórnarlömb í El Paso vildu ekki hitta Trump í umdeildri heimsókn Heimsóknir Trumps til El Paso og Dayton í Ohio ollu miklu fjaðrafoki meðal andstæðinga hans. 8. ágúst 2019 12:15
Árásarmaðurinn í Ohio sagður hafa haldið lista yfir þau sem hann vildi drepa eða nauðga Bekkjarfélagar Connor Betts, árásarmannsins sem sem drap níu manns og særði 27 í skotárás í Dayton í Ohio-ríki Bandaríkjunum um helgina, segja að hann hafi haldið lista yfir þau sem hann vildi drepa eða nauðga á meðan hann var nemandi í Bellbrook High School. 5. ágúst 2019 14:30
Varð fyrir skoti árásarmannsins þegar hún reyndi að bjarga ungabarni sínu Jordan Anchondo og eiginmaður hennar Andre voru að versla skólaföng í Walmart þegar maður hóf skothríð í versluninni í El Paso í Texasríki í gær. 4. ágúst 2019 23:43
Tuttugu látnir eftir skotárás í Walmart: Trump segir ekkert geta réttlætt dráp á saklausu fólki Skjáskot úr eftirlitsmyndavélum hafa verið sýnd í fjölmiðlum þar sem árásarmaðurinn sést í svörtum stuttermabol, með heyrnarhlífar og árásarriffil. 4. ágúst 2019 08:02
Mynd af skælbrosandi Trump með munaðarleysingja vekur reiði Myndin er tekin við heimsókn Donalds Trumps Bandaríkjaforseta á sjúkrahús í El Paso á miðvikudag. 9. ágúst 2019 15:13
Grobbaði sig af fjölda stuðningsmanna og níddi andstæðing við sjúkrahússstarfsfólk Bandaríkjaforseti montaði sig af aðsókn á baráttufund hans og kallaði pólitískan andstæðing klikkaðan þegar hann hitti heilbrigðisstarfsfólk í El Paso þar sem fjöldamorð var framið um helgina. 8. ágúst 2019 21:47