Markadrottningin Margrét Lára: Myndi ekki geta þetta nema með frábærum stuðningi góðra liðsfélaga Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. júlí 2019 21:38 Margrét Lára fagnar í kvöld. VÍSIR/DANÍEL „Bara frábært Valslið í dag, ég er virkilega stolt af stelpunum og mér fannst þetta einn best spilaði leikur okkar í sumar. Margar sendingar á milli leikmanna, mikil hreyfing, varnarlínar og varnarleikurinn frábær,“ sagði markadrottningin Margrét Lára Viðarsdóttir að loknum 5-1 sigri Vals á Stjörnunni í kvöld. „Bara ánægð, það er svo mikil liðsheild og ég held að við séum þrjár í Valslsiðinu komnar yfir 10 mörk í sumar og svo er vörnin að gera vel. Mér finnst við vera að vinna þetta á varnarleiknum og þá kemur sóknarleikurinn með,“ sagði Margrét auðmjúk eftir að hafa verið spurð út í eigin frammistöðu. Það var þó ekki hægt að sleppa henni það auðveldlega frá viðtalinu en þrenna Margrétar Láru þýðir að hún er komin með 202 mörk í efstu deild hér á landi. „Ég er stolt og ánægð með þetta en ég myndi aldrei geta þetta með frábærum stuðningi góðra liðsfélaga. Maður skorar ekki mörk einn, þær hafa hjálpað mér í gegnum tíðina og matað mig vel. En drottningin Olga Færseth [markahæsti leikmaður efstu deildar kvenna með 269 mörk], ég held ég leyfi henni að halda þessu meti þar sem hún á það skilið,“ sagði Margrét um markaskorun sína í efstu deild. Þá var Margrét spurð út í það af hverju hún hefði ekki tekið þátt á æfingu Vals í gær en Pétur Pétursson, þjálfari liðsins, vildi ekki gefa upp hver ástæðan væri. „Pétur er stórkostlegur maður en ég held að fyrir einhverjum árum hefði ég ekki verið sátt. Ég hef samt lært það í gegnum tíðina að það er hollt og gott að hlusta á þjálfarann og það skilar sér oft.“ Að lokum var Margrét spurð út í komandi helgi, Verslunarmannahelgina sjálfa. „Ég er svo heppin að vera fædd og uppalin í Vestmananeyjum svo ég fer bara heim, það veit enginn hvað gerist þar,“ sagði Margrét og glotti við tönn. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Stórliðið hvíldi stjörnurnar í sigri gegn Blikum Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Fleiri fréttir Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Sjá meira
„Bara frábært Valslið í dag, ég er virkilega stolt af stelpunum og mér fannst þetta einn best spilaði leikur okkar í sumar. Margar sendingar á milli leikmanna, mikil hreyfing, varnarlínar og varnarleikurinn frábær,“ sagði markadrottningin Margrét Lára Viðarsdóttir að loknum 5-1 sigri Vals á Stjörnunni í kvöld. „Bara ánægð, það er svo mikil liðsheild og ég held að við séum þrjár í Valslsiðinu komnar yfir 10 mörk í sumar og svo er vörnin að gera vel. Mér finnst við vera að vinna þetta á varnarleiknum og þá kemur sóknarleikurinn með,“ sagði Margrét auðmjúk eftir að hafa verið spurð út í eigin frammistöðu. Það var þó ekki hægt að sleppa henni það auðveldlega frá viðtalinu en þrenna Margrétar Láru þýðir að hún er komin með 202 mörk í efstu deild hér á landi. „Ég er stolt og ánægð með þetta en ég myndi aldrei geta þetta með frábærum stuðningi góðra liðsfélaga. Maður skorar ekki mörk einn, þær hafa hjálpað mér í gegnum tíðina og matað mig vel. En drottningin Olga Færseth [markahæsti leikmaður efstu deildar kvenna með 269 mörk], ég held ég leyfi henni að halda þessu meti þar sem hún á það skilið,“ sagði Margrét um markaskorun sína í efstu deild. Þá var Margrét spurð út í það af hverju hún hefði ekki tekið þátt á æfingu Vals í gær en Pétur Pétursson, þjálfari liðsins, vildi ekki gefa upp hver ástæðan væri. „Pétur er stórkostlegur maður en ég held að fyrir einhverjum árum hefði ég ekki verið sátt. Ég hef samt lært það í gegnum tíðina að það er hollt og gott að hlusta á þjálfarann og það skilar sér oft.“ Að lokum var Margrét spurð út í komandi helgi, Verslunarmannahelgina sjálfa. „Ég er svo heppin að vera fædd og uppalin í Vestmananeyjum svo ég fer bara heim, það veit enginn hvað gerist þar,“ sagði Margrét og glotti við tönn.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Stórliðið hvíldi stjörnurnar í sigri gegn Blikum Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Fleiri fréttir Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Sjá meira