Unga fólkið ferðast mest um helgina Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 31. júlí 2019 08:30 Flestir þeirra sem stefna á útihátíð um helgina ætla á Þjóðhátíð í Eyjum. Hátíðin er fastur liður í verslunarmannahelginni og var fyrst haldin fyrir 142 árum. Fréttablaðið/Vilhelm 42,8 prósent landsmanna hyggjast ferðast innanlands um verslunarmannahelgina samkvæmt niðurstöðum nýrrar könnunar sem Zenter rannsóknir gerðu fyrir Fréttablaðið og frettabladid.is. Mestur ferðahugur er í unga fólkinu en 65 prósent fólks á aldrinum 18-24 ára hyggjast leggja land undir fót um helgina, en einungis 35 prósent þeirra sem eru á aldrinum 55-64 ára. Flestir þeirra sem ætla á skipulagðar útihátíðir taka stefnuna á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum, eða 5,1 prósent, en flestir þeirra sem hyggjast ferðast innanlands, eða 25,4 prósent, stefna ekki á þær skipulögðu hátíðir sem í boði eru. Könnunin var framkvæmd 24.-29. júlí síðastliðinn og var send á tvö þúsund einstaklinga í könnunarhóp Zenter rannsókna. Svarhlutfallið var 51 prósent en gögnin voru vigtuð eftir kyni, aldri og búsetu.Nábrókin 2019 fer fram í Norðurfirði í Árneshreppi þar sem meðal annars verður boðið upp á tónleika, mýrarbolta og zumba-dans.Verslunarmannahelgin er stærsta ferðahelgi ársins og í öllum landshlutum má finna hátíðir, uppákomur, tónlist og íþróttaviðburði. Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum fer fram í Herjólfsdal þar sem fjöldi tónlistaratriða mun fylla sviðið og í Neskaupstað fer fram fjölskylduhátíðin Neistaflug þar sem meðal annars verður haldið golfmót, tónleikar og brunaslöngubolti. Ættarmót pönkara fer fram á Laugarbakka þar sem hátíðin Norðanpaunk fer fram. Á hátíðinni kemur fram fjöldi hljómsveita sem spila jaðartónlist af ýmsu tagi. Á Akureyri verður fjölbreytt dagskrá fyrir alla fjölskylduna á hátíðinni Ein með öllu og Íslensku sumarleikunum. Þar koma fram margir af vinsælustu listamönnum þjóðarinnar. Evrópumeistaramótið í mýrarbolta fer fram í Bolungarvík þar sem keppt er í fótbolta í drullusvaði á daginn og haldnir eru dansleikir á kvöldin og á Höfn í Hornafirði fer fram Unglingalandsmót UMFÍ. Þar geta krakkar á aldrinum 11-18 ára reynt fyrir sér í hinum ýmsu íþróttagreinum. Hátíðin er vímulaus. Í Vatnaskógi fara fram Sæludagar sem einnig eru vímulaus hátíð þar sem meðal annars koma fram Páll Óskar og Lalli töframaður og í Múlakoti verður haldin hin árlega fjölskylduhátíð þar sem verður flugkeppni, brenna og kvöldvaka.Sæludagur í sveitinni fara fram um helgina í Hörgársveit þar sem meðal annars verður opið hús á Hótel Hjalteyri og haldin verður sandkastalakeppni.Í Hraunborgum í Grímsnesi verður hátíðardagskrá alla helgina þar sem stuðinu verður haldið uppi í sundlaugarpartíi og með brekkusöng svo eitthvað sé nefnt. Tuttugu og fimm ára aldurstakmark er inn á tjaldsvæðið og er fólk hvatt til að mæta tímanlega til að tryggja sér stæði. Bæjarhátíðin Flúðir um versló verður haldin í fimmta sinn um helgina þar sem dagskrá sniðin að allri fjölskyldunni verður frá morgni til kvölds. Á dagskránni eru meðal annars tónleikar með Pálma Gunnarssyni þar sem hann fer yfir feril sinn. Nóg er að gera í höfuðborginni um verslunarmannahelgina en hátíðin Innipúkinn fer fram úti á Granda frá föstudegi til sunnudags. Á hátíðinni kemur fram fjöldi þekktra tónlistarmanna og fara flest atriði hátíðarinnar fram innandyra, en einnig verður hátíðarstemning á götunum í kringum hátíðarsvæðið. Haraldur Eiríksson veðurfræðingur segir að útlit sé fyrir ágætis veður á öllu landinu um helgina. „Eins og þetta lítur út núna þá virðist verða þokkalegt veður á öllu landinu, þó ekki sé hægt að vera mjög nákvæmur í spám á þessum tímapunkti,“ segir Haraldur. „Á föstudag og laugardag er spáð nokkuð hægum vindi og hita víða 14-20 stigum. Svo á sunnudag og mánudag verða litlar breytingar en aðeins meira skýjafar þar sem verður skýjað með köflum og kannski stöku síðdegisskúrir,“ bætir hann við. Birtist í Fréttablaðinu Ferðalög Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira
42,8 prósent landsmanna hyggjast ferðast innanlands um verslunarmannahelgina samkvæmt niðurstöðum nýrrar könnunar sem Zenter rannsóknir gerðu fyrir Fréttablaðið og frettabladid.is. Mestur ferðahugur er í unga fólkinu en 65 prósent fólks á aldrinum 18-24 ára hyggjast leggja land undir fót um helgina, en einungis 35 prósent þeirra sem eru á aldrinum 55-64 ára. Flestir þeirra sem ætla á skipulagðar útihátíðir taka stefnuna á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum, eða 5,1 prósent, en flestir þeirra sem hyggjast ferðast innanlands, eða 25,4 prósent, stefna ekki á þær skipulögðu hátíðir sem í boði eru. Könnunin var framkvæmd 24.-29. júlí síðastliðinn og var send á tvö þúsund einstaklinga í könnunarhóp Zenter rannsókna. Svarhlutfallið var 51 prósent en gögnin voru vigtuð eftir kyni, aldri og búsetu.Nábrókin 2019 fer fram í Norðurfirði í Árneshreppi þar sem meðal annars verður boðið upp á tónleika, mýrarbolta og zumba-dans.Verslunarmannahelgin er stærsta ferðahelgi ársins og í öllum landshlutum má finna hátíðir, uppákomur, tónlist og íþróttaviðburði. Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum fer fram í Herjólfsdal þar sem fjöldi tónlistaratriða mun fylla sviðið og í Neskaupstað fer fram fjölskylduhátíðin Neistaflug þar sem meðal annars verður haldið golfmót, tónleikar og brunaslöngubolti. Ættarmót pönkara fer fram á Laugarbakka þar sem hátíðin Norðanpaunk fer fram. Á hátíðinni kemur fram fjöldi hljómsveita sem spila jaðartónlist af ýmsu tagi. Á Akureyri verður fjölbreytt dagskrá fyrir alla fjölskylduna á hátíðinni Ein með öllu og Íslensku sumarleikunum. Þar koma fram margir af vinsælustu listamönnum þjóðarinnar. Evrópumeistaramótið í mýrarbolta fer fram í Bolungarvík þar sem keppt er í fótbolta í drullusvaði á daginn og haldnir eru dansleikir á kvöldin og á Höfn í Hornafirði fer fram Unglingalandsmót UMFÍ. Þar geta krakkar á aldrinum 11-18 ára reynt fyrir sér í hinum ýmsu íþróttagreinum. Hátíðin er vímulaus. Í Vatnaskógi fara fram Sæludagar sem einnig eru vímulaus hátíð þar sem meðal annars koma fram Páll Óskar og Lalli töframaður og í Múlakoti verður haldin hin árlega fjölskylduhátíð þar sem verður flugkeppni, brenna og kvöldvaka.Sæludagur í sveitinni fara fram um helgina í Hörgársveit þar sem meðal annars verður opið hús á Hótel Hjalteyri og haldin verður sandkastalakeppni.Í Hraunborgum í Grímsnesi verður hátíðardagskrá alla helgina þar sem stuðinu verður haldið uppi í sundlaugarpartíi og með brekkusöng svo eitthvað sé nefnt. Tuttugu og fimm ára aldurstakmark er inn á tjaldsvæðið og er fólk hvatt til að mæta tímanlega til að tryggja sér stæði. Bæjarhátíðin Flúðir um versló verður haldin í fimmta sinn um helgina þar sem dagskrá sniðin að allri fjölskyldunni verður frá morgni til kvölds. Á dagskránni eru meðal annars tónleikar með Pálma Gunnarssyni þar sem hann fer yfir feril sinn. Nóg er að gera í höfuðborginni um verslunarmannahelgina en hátíðin Innipúkinn fer fram úti á Granda frá föstudegi til sunnudags. Á hátíðinni kemur fram fjöldi þekktra tónlistarmanna og fara flest atriði hátíðarinnar fram innandyra, en einnig verður hátíðarstemning á götunum í kringum hátíðarsvæðið. Haraldur Eiríksson veðurfræðingur segir að útlit sé fyrir ágætis veður á öllu landinu um helgina. „Eins og þetta lítur út núna þá virðist verða þokkalegt veður á öllu landinu, þó ekki sé hægt að vera mjög nákvæmur í spám á þessum tímapunkti,“ segir Haraldur. „Á föstudag og laugardag er spáð nokkuð hægum vindi og hita víða 14-20 stigum. Svo á sunnudag og mánudag verða litlar breytingar en aðeins meira skýjafar þar sem verður skýjað með köflum og kannski stöku síðdegisskúrir,“ bætir hann við.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðalög Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira