Segir fjölgun gistirýma ekki þýða varanlega veru herafla Kristinn Haukur Guðnason skrifar 31. júlí 2019 08:00 Öryggissvæði Keflavíkurflugvallar samkvæmt tillögum að nýju deiliskipulagi. Mynd/Utanríkisráðuneytið Stefnt er að því að fjölga gistirýmum á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli um allt að 300 á næstu árum. Utanríkisráðuneytið fól Landhelgisgæslunni að vinna deiliskipulag og var tillaga birt þann 19. júní síðastliðinn. Er svæðinu skipt upp í vestur- og austursvæði og er gistiaðstaða á báðum svæðum. Á vestursvæðinu er áætlað að koma fyrir allt að 1.000 manns í skammtímagistingu í gámarými. Á austursvæðinu er nú þegar gistiaðstaða fyrir 200 manns í átta gistihúsum í tímabundinni dvöl. Gert er ráð fyrir að hægt verði að bæta við fjórum húsum. Verði hvert þeirra með gistiaðstöðu fyrir um 70 manns.Sveinn Guðmarsson upplýsingafulltrúi.Utanríkisráðuneytið/GolliAðspurður hvers vegna farið sé í þessa miklu uppbyggingu á svæðinu segir Sveinn Guðmarsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, að núverandi rými hafi verið of lítið og óhentugt. „Oft er fjöldi erlends liðsafla vel umfram 200 en það kemur fyrir að fjöldinn fari vel yfir 400,“ segir Sveinn. „Sumir hóparnir koma hingað með stuttum fyrirvara. Viðvera erlends liðsafla hefur aukist síðastliðin ár, til dæmis vegna aukinna umsvifa í tengslum við kafbátaeftirlit.“ Segir hann að æskilegt sé að hermenn dvelji innan öryggissvæðisins, við loftrýmisgæslu og æfingar. Þegar ekki hefur verið til pláss hafi þessir hópar þurft að gista á hótelum á Suðurnesjum eða á höfuðborgarsvæðinu. Sterkur orðrómur hefur verið um að Bandaríkjamenn endurveki herstöð sína hér á landi í ljósi stöðunnar í alþjóðamálum. Kínverjar hafa sýnt Íslandi mikinn áhuga og boðist til þess að fjárfesta í innviðum í tengslum við opinbera verkefnið Belti og braut. Herforinginn Richard Clark, sem heimsótti Ísland í fyrra, sagði að Bandaríkjaher greiddi 14,5 milljónir dollara, eða rúmlega 1,75 milljarða króna, fyrir innviðauppbyggingu á Keflavíkurflugvelli það ár og sagði Ísland „gríðarlega mikilvægt“. Áætlað er að þessi upphæð fari upp í 57 milljónir dollara, eða rúmlega 6,8 milljarða króna, árið 2020. Þrátt fyrir þessi stórauknu umsvif Bandaríkjanna segir Sveinn að engin eðlisbreyting hafi orðið frá því sem verið hefur hvað varðar viðveru erlends liðsafla á Íslandi. „Þær framkvæmdir sem eru fram undan á vegum Bandaríkjahers eru ekki til marks um að varanleg viðvera hans hérlendis standi til,“ segir Sveinn. „Liðsafli á vegum Bandaríkjahers hefur verið hér á landi af og til frá árinu 2008 við loftrýmisgæslu og önnur varnartengd störf.“ Þegar átt sé við tímabundin gistirými sé algengast að erlendur liðsafli dvelji hér í nokkra daga og allt upp í fjórar vikur. Aðeins fámennur hópur á vegum sjóhersins dvelji hér lengur en í einn mánuð. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Keflavíkurflugvöllur Varnarmál Tengdar fréttir Segir bagalegt að uppbygging varnarmannvirkja á Keflavíkurflugvelli fari fram á vakt VG í ríkisstjórn 29. júlí 2019 13:29 „Ömurlegra og alvarlegra en orð fá lýst“ snúi Bandaríkjaher aftur til landsins í boði VG Fyrrverandi ráðherra VG er ekki ánægður með aðgerðarleysi flokksins og vill að þingmenn VG taki afdráttarlausari afstöðu. 28. júlí 2019 14:03 Áætlað er að framkvæmdir við varnartengd mannvirki á Keflavíkurflugvelli hefjist á næsta ári Ögmundur segir það ömurlegra og alvarlegra en orð fá lýst ef Bandaríkjaher snýr aftur til Keflavíkur í boði hans gamla flokks, VG 29. júlí 2019 20:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Stefnt er að því að fjölga gistirýmum á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli um allt að 300 á næstu árum. Utanríkisráðuneytið fól Landhelgisgæslunni að vinna deiliskipulag og var tillaga birt þann 19. júní síðastliðinn. Er svæðinu skipt upp í vestur- og austursvæði og er gistiaðstaða á báðum svæðum. Á vestursvæðinu er áætlað að koma fyrir allt að 1.000 manns í skammtímagistingu í gámarými. Á austursvæðinu er nú þegar gistiaðstaða fyrir 200 manns í átta gistihúsum í tímabundinni dvöl. Gert er ráð fyrir að hægt verði að bæta við fjórum húsum. Verði hvert þeirra með gistiaðstöðu fyrir um 70 manns.Sveinn Guðmarsson upplýsingafulltrúi.Utanríkisráðuneytið/GolliAðspurður hvers vegna farið sé í þessa miklu uppbyggingu á svæðinu segir Sveinn Guðmarsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, að núverandi rými hafi verið of lítið og óhentugt. „Oft er fjöldi erlends liðsafla vel umfram 200 en það kemur fyrir að fjöldinn fari vel yfir 400,“ segir Sveinn. „Sumir hóparnir koma hingað með stuttum fyrirvara. Viðvera erlends liðsafla hefur aukist síðastliðin ár, til dæmis vegna aukinna umsvifa í tengslum við kafbátaeftirlit.“ Segir hann að æskilegt sé að hermenn dvelji innan öryggissvæðisins, við loftrýmisgæslu og æfingar. Þegar ekki hefur verið til pláss hafi þessir hópar þurft að gista á hótelum á Suðurnesjum eða á höfuðborgarsvæðinu. Sterkur orðrómur hefur verið um að Bandaríkjamenn endurveki herstöð sína hér á landi í ljósi stöðunnar í alþjóðamálum. Kínverjar hafa sýnt Íslandi mikinn áhuga og boðist til þess að fjárfesta í innviðum í tengslum við opinbera verkefnið Belti og braut. Herforinginn Richard Clark, sem heimsótti Ísland í fyrra, sagði að Bandaríkjaher greiddi 14,5 milljónir dollara, eða rúmlega 1,75 milljarða króna, fyrir innviðauppbyggingu á Keflavíkurflugvelli það ár og sagði Ísland „gríðarlega mikilvægt“. Áætlað er að þessi upphæð fari upp í 57 milljónir dollara, eða rúmlega 6,8 milljarða króna, árið 2020. Þrátt fyrir þessi stórauknu umsvif Bandaríkjanna segir Sveinn að engin eðlisbreyting hafi orðið frá því sem verið hefur hvað varðar viðveru erlends liðsafla á Íslandi. „Þær framkvæmdir sem eru fram undan á vegum Bandaríkjahers eru ekki til marks um að varanleg viðvera hans hérlendis standi til,“ segir Sveinn. „Liðsafli á vegum Bandaríkjahers hefur verið hér á landi af og til frá árinu 2008 við loftrýmisgæslu og önnur varnartengd störf.“ Þegar átt sé við tímabundin gistirými sé algengast að erlendur liðsafli dvelji hér í nokkra daga og allt upp í fjórar vikur. Aðeins fámennur hópur á vegum sjóhersins dvelji hér lengur en í einn mánuð.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Keflavíkurflugvöllur Varnarmál Tengdar fréttir Segir bagalegt að uppbygging varnarmannvirkja á Keflavíkurflugvelli fari fram á vakt VG í ríkisstjórn 29. júlí 2019 13:29 „Ömurlegra og alvarlegra en orð fá lýst“ snúi Bandaríkjaher aftur til landsins í boði VG Fyrrverandi ráðherra VG er ekki ánægður með aðgerðarleysi flokksins og vill að þingmenn VG taki afdráttarlausari afstöðu. 28. júlí 2019 14:03 Áætlað er að framkvæmdir við varnartengd mannvirki á Keflavíkurflugvelli hefjist á næsta ári Ögmundur segir það ömurlegra og alvarlegra en orð fá lýst ef Bandaríkjaher snýr aftur til Keflavíkur í boði hans gamla flokks, VG 29. júlí 2019 20:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Segir bagalegt að uppbygging varnarmannvirkja á Keflavíkurflugvelli fari fram á vakt VG í ríkisstjórn 29. júlí 2019 13:29
„Ömurlegra og alvarlegra en orð fá lýst“ snúi Bandaríkjaher aftur til landsins í boði VG Fyrrverandi ráðherra VG er ekki ánægður með aðgerðarleysi flokksins og vill að þingmenn VG taki afdráttarlausari afstöðu. 28. júlí 2019 14:03
Áætlað er að framkvæmdir við varnartengd mannvirki á Keflavíkurflugvelli hefjist á næsta ári Ögmundur segir það ömurlegra og alvarlegra en orð fá lýst ef Bandaríkjaher snýr aftur til Keflavíkur í boði hans gamla flokks, VG 29. júlí 2019 20:00