Sæstrengjasteypa Bjarni Már Magnússon skrifar 31. júlí 2019 07:00 Að undanförnu hefur verið áberandi kenning um að við innleiðingu þriðja orkupakkans verði íslenska ríkið skuldbundið til að leyfa lagningu sæstrengs sem flytur raforku til annars ríkis. Þar að auki hefur verið haldið fram að reyni íslenska ríkið að standa í vegi fyrir því að sæstrengur verði lagður muni annaðhvort Eftirlitsstofnun EFTA höfða samningsbrotamál gegn íslenska ríkinu fyrir EFTA-dómstólnum eða höfðað verði mál fyrir íslenskum dómstól sem leiti álits EFTA-dómstólsins um samningsbrot. Það mál muni tapast og íslenska ríkinu gert að greiða skaðabætur þar sem orka hefur verið skilgreind sem vara (síðan fyrsti orkupakkinn var innleiddur) og EES-samningurinn geri ráð fyrir frjálsu flæði á vörum innan EES-svæðisins. Þessar kenningar eru firra. Ekkert í orkupakkanum Þriðji orkupakkinn fjallar ekki um skyldu aðildarríkja EES til að koma á eða leyfa samtengingu um flutning orku sín á milli, m.ö.o. hann fjallar ekki um sæstrengi sem flytja raforku. Synjun eða höfnun orkupakkans hefur því engin bein áhrif á hvort lagður verði slíkur sæstrengur eða ekki. Ein meginstoð EES-samningsins er frjálst flæði vöru. Þrátt fyrir að rafmagn sé skilgreint sem vara leiðir það ekki sjálfkrafa til þess að sérhvert ríki eða einkaaðili á EES-svæðinu geti lagt sæstreng hingað til lands og tengst íslenska raforkukerfinu án þess að íslenska ríkið ráði neinu þar um. Túlkunarreglur þjóðaréttar Í þessu samhengi verður að hafa í huga að EES-samningurinn er milliríkjasamningur. Í 31. gr. Vínarsamningsins um milliríkjasamninga (e. Vienna Convention on the Law of Treaties) frá árinu 1969 eru að finna helstu túlkunarreglur þjóðaréttar. Ísland er ekki aðili að samningnum en er bundið af umræddu ákvæði þar sem það telst þjóðréttarvenja. Í 1. mgr. 31. gr. kemur fram meginreglan að milliríkjasamningur skuli túlkaður í góðri trúi í samræmi við hefðbundna merkingu orðanna sem koma fyrir í honum í samhengi við og í ljósi markmiðs og tilgangs hans. Það er afar langsótt að finna skyldu til lagningar sæstrengs í hefðbundinni merkingu þeirra orða sem koma fyrir í ákvæðum EES-samningsins um frjálsa vöruflutninga enda ekkert minnst á slíka skyldu. Það sem meiru skiptir hér er að í c) lið 3. mgr. 31. gr. kemur fram að við túlkun milliríkjasamninga verði að taka tillit til hverrar þeirrar þjóðréttarreglu sem er í gildi á milli samningsaðila. Hafréttarsamningur SÞ Öll aðildarríki EES-samningsins (sem og ESB sjálft) eru aðilar að hafréttarsamningi Sameinuðu þjóðanna frá 1982. Taka verður því tillit til hans í þessu samhengi. Af 311. gr. hafréttarsamningsins leiðir að almennt skulu ákvæði annarra samninga, sem aðildarríki hafréttarsamningsins eiga aðild að, að vera í samræmi við hafréttarsamninginn. M.ö.o. hafréttarsamningurinn trónir á toppnum í alþjóðakerfinu að því er varðar þær reglur er gilda á hafinu enda stundum kallaður stjórnarskrá hafsins. Sæstrengir Hafréttarsamningurinn er helsta réttarheimild þjóðaréttar um sæstrengi. Í 79., 87. og 112. gr. hans kemur fram að öllum ríkjum sé heimilt að leggja neðansjávarstrengi og -leiðslur á landgrunnið og á úthafinu í samræmi við nánar tilgreind skilyrði. Það ríkir því töluvert frelsi varðandi lagningu neðansjávarleiðslna og -strengja. Það eru yfirleitt einkaaðilar sem notfæra sér þessi réttindi. Þrátt fyrir orðalag hafréttarsamningsins um að umrædd réttindi tilheyri ríkjum þá er litið svo á að skýra skuli orðalagið á þann veg að það taki jafnframt til einkaaðila í viðkomandi ríki. Slíkur skilningur birtist m.a. í helsta skýringarritinu við samninginn. Hafa verður í huga að hið lögfræðilega landgrunnshugtak er annað en hið náttúruvísindalega. Landgrunnshugtakið í skilningi þjóðaréttar hefst utan landhelgi ríkja, þ.e. oftast 12 sjómílum frá svokölluðum grunnlínum. Í 4. mgr. 79. gr. hafréttarsamningsins kemur beinlínis fram að ekkert, í þeim hluta samningsins sem fjallar um landgrunnið, hafi áhrif á rétt strandríkisins til að setja skilyrði vegna strengja eða leiðslna, sem ná inn í land eða landhelgi þess. M.ö.o. ríki ræður því hvort lagður er sæstrengur inn fyrir landhelgi þess. Þessi regla leiðir af fullveldisrétti strandríkja í landhelginni. Engin sæstrengjaskylda Af túlkunarreglum þjóðaréttar leiðir að skýra verður ákvæði EES-samningsins um frjálst flæði vöru til samræmis við ákvæði hafréttarsamningsins. Það þýðir að meginreglan um frjálst flæði vöru leiðir ekki til þess að á íslenska ríkinu hvíli skylda til að heimila lagningu sæstrengs sem flytur rafmagn hingað til lands. Íslenska ríkið getur því ekki orðið skaðabótaskylt af því að synja rétti sem er ekki til staðar. Það er útilokað. Að halda öðru fram er nýlunda í sögu alþjóðasamskipta. Réttur Íslands til að heimila eða hafna lagningu sæstrengs inn fyrir landhelgina stendur óhaggaður hvað sem þriðja orkupakkanum eða öðrum ákvæðum EES-samningsins líður. Höfundur er prófessor við lagadeild HR og forstöðumaður Alþjóða- og Evrópuréttarstofnunar HR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Utanríkismál Þriðji orkupakkinn Bjarni Már Magnússon Mest lesið Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Að undanförnu hefur verið áberandi kenning um að við innleiðingu þriðja orkupakkans verði íslenska ríkið skuldbundið til að leyfa lagningu sæstrengs sem flytur raforku til annars ríkis. Þar að auki hefur verið haldið fram að reyni íslenska ríkið að standa í vegi fyrir því að sæstrengur verði lagður muni annaðhvort Eftirlitsstofnun EFTA höfða samningsbrotamál gegn íslenska ríkinu fyrir EFTA-dómstólnum eða höfðað verði mál fyrir íslenskum dómstól sem leiti álits EFTA-dómstólsins um samningsbrot. Það mál muni tapast og íslenska ríkinu gert að greiða skaðabætur þar sem orka hefur verið skilgreind sem vara (síðan fyrsti orkupakkinn var innleiddur) og EES-samningurinn geri ráð fyrir frjálsu flæði á vörum innan EES-svæðisins. Þessar kenningar eru firra. Ekkert í orkupakkanum Þriðji orkupakkinn fjallar ekki um skyldu aðildarríkja EES til að koma á eða leyfa samtengingu um flutning orku sín á milli, m.ö.o. hann fjallar ekki um sæstrengi sem flytja raforku. Synjun eða höfnun orkupakkans hefur því engin bein áhrif á hvort lagður verði slíkur sæstrengur eða ekki. Ein meginstoð EES-samningsins er frjálst flæði vöru. Þrátt fyrir að rafmagn sé skilgreint sem vara leiðir það ekki sjálfkrafa til þess að sérhvert ríki eða einkaaðili á EES-svæðinu geti lagt sæstreng hingað til lands og tengst íslenska raforkukerfinu án þess að íslenska ríkið ráði neinu þar um. Túlkunarreglur þjóðaréttar Í þessu samhengi verður að hafa í huga að EES-samningurinn er milliríkjasamningur. Í 31. gr. Vínarsamningsins um milliríkjasamninga (e. Vienna Convention on the Law of Treaties) frá árinu 1969 eru að finna helstu túlkunarreglur þjóðaréttar. Ísland er ekki aðili að samningnum en er bundið af umræddu ákvæði þar sem það telst þjóðréttarvenja. Í 1. mgr. 31. gr. kemur fram meginreglan að milliríkjasamningur skuli túlkaður í góðri trúi í samræmi við hefðbundna merkingu orðanna sem koma fyrir í honum í samhengi við og í ljósi markmiðs og tilgangs hans. Það er afar langsótt að finna skyldu til lagningar sæstrengs í hefðbundinni merkingu þeirra orða sem koma fyrir í ákvæðum EES-samningsins um frjálsa vöruflutninga enda ekkert minnst á slíka skyldu. Það sem meiru skiptir hér er að í c) lið 3. mgr. 31. gr. kemur fram að við túlkun milliríkjasamninga verði að taka tillit til hverrar þeirrar þjóðréttarreglu sem er í gildi á milli samningsaðila. Hafréttarsamningur SÞ Öll aðildarríki EES-samningsins (sem og ESB sjálft) eru aðilar að hafréttarsamningi Sameinuðu þjóðanna frá 1982. Taka verður því tillit til hans í þessu samhengi. Af 311. gr. hafréttarsamningsins leiðir að almennt skulu ákvæði annarra samninga, sem aðildarríki hafréttarsamningsins eiga aðild að, að vera í samræmi við hafréttarsamninginn. M.ö.o. hafréttarsamningurinn trónir á toppnum í alþjóðakerfinu að því er varðar þær reglur er gilda á hafinu enda stundum kallaður stjórnarskrá hafsins. Sæstrengir Hafréttarsamningurinn er helsta réttarheimild þjóðaréttar um sæstrengi. Í 79., 87. og 112. gr. hans kemur fram að öllum ríkjum sé heimilt að leggja neðansjávarstrengi og -leiðslur á landgrunnið og á úthafinu í samræmi við nánar tilgreind skilyrði. Það ríkir því töluvert frelsi varðandi lagningu neðansjávarleiðslna og -strengja. Það eru yfirleitt einkaaðilar sem notfæra sér þessi réttindi. Þrátt fyrir orðalag hafréttarsamningsins um að umrædd réttindi tilheyri ríkjum þá er litið svo á að skýra skuli orðalagið á þann veg að það taki jafnframt til einkaaðila í viðkomandi ríki. Slíkur skilningur birtist m.a. í helsta skýringarritinu við samninginn. Hafa verður í huga að hið lögfræðilega landgrunnshugtak er annað en hið náttúruvísindalega. Landgrunnshugtakið í skilningi þjóðaréttar hefst utan landhelgi ríkja, þ.e. oftast 12 sjómílum frá svokölluðum grunnlínum. Í 4. mgr. 79. gr. hafréttarsamningsins kemur beinlínis fram að ekkert, í þeim hluta samningsins sem fjallar um landgrunnið, hafi áhrif á rétt strandríkisins til að setja skilyrði vegna strengja eða leiðslna, sem ná inn í land eða landhelgi þess. M.ö.o. ríki ræður því hvort lagður er sæstrengur inn fyrir landhelgi þess. Þessi regla leiðir af fullveldisrétti strandríkja í landhelginni. Engin sæstrengjaskylda Af túlkunarreglum þjóðaréttar leiðir að skýra verður ákvæði EES-samningsins um frjálst flæði vöru til samræmis við ákvæði hafréttarsamningsins. Það þýðir að meginreglan um frjálst flæði vöru leiðir ekki til þess að á íslenska ríkinu hvíli skylda til að heimila lagningu sæstrengs sem flytur rafmagn hingað til lands. Íslenska ríkið getur því ekki orðið skaðabótaskylt af því að synja rétti sem er ekki til staðar. Það er útilokað. Að halda öðru fram er nýlunda í sögu alþjóðasamskipta. Réttur Íslands til að heimila eða hafna lagningu sæstrengs inn fyrir landhelgina stendur óhaggaður hvað sem þriðja orkupakkanum eða öðrum ákvæðum EES-samningsins líður. Höfundur er prófessor við lagadeild HR og forstöðumaður Alþjóða- og Evrópuréttarstofnunar HR.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun