Trump segist vilja hemja „tryllta“ leyniþjónustu Kjartan Kjartansson skrifar 31. júlí 2019 09:38 Trump ræddi um leyniþjónustuna eftir að hann kom aftur til Hvíta hússins eftir stutta heimsókn til Virginíu í gær. Vísir/EPA Nýr yfirmaður leyniþjónustu Bandaríkjanna getur haldið „trylltum“ leyniþjónustunum í skefjum, að sögn Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Tilnefning Trump á þingmanni repúblikana með enga reynslu af leyniþjónustumálum hefur hlotið dræmar viðtökur til þessa. Trump tilkynnti í vikunni að Dan Coats, yfirmaður leyniþjónustustofnana Bandaríkjanna, ætlaði að segja af sér í þessum mánuði. Í stað hans tilnefndi forsetinn John Ratcliffe, fulltrúadeildarþingmann repúblikana frá Texas, sem hefur verið einarður málsvari Trump. Demókratar og fyrrverandi leyniþjónustumenn halda því fram að Ratcliffe sé ekki hæfur til starfsins og að hann muni aðeins segja Trump forseta það sem hann vill heyra. Þingmenn repúblikana hafa ekki tekið tilnefningunni með miklum áhuga heldur, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Fréttamenn spurðu Trump út í val hans á Ratcliffe við Hvíta húsið í gær. Hét Trump því að Ratcliffe stæði sig „ótrúlega vel“ ef öldungadeild staðfesti tilnefninguna. „Ég held að við þurfum einhvern þannig þangað inn. Við þurfum einhvern sterkan til að hafa hemil á þeim. Vegna þess, eins og ég held að þið hafið öll komist að, þá hafa leyniþjónustustofnanirnar gengið berserksgang. Þær eru trylltar,“ sagði forsetinn um eigin leyniþjónustustofnanir. Hélt forsetinn því ennfremur fram að honum hafi ekki verið illa við Coats, fráfarandi yfirmann leyniþjónustumála. „Dan setti fram yfirlýsingar sem voru svolítið ruglingslegar,“ sagði Trump. Álit leyniþjónustunnar í tíð Coats gekk oft þvert á yfirlýsingar forsetans, þar á meðal um kjarnorkutilraunir Norður-Kóreu, Ríki íslams í Sýrlandi og kjarnorkuáætlun Írans. Sem forseti hefur Trump ítrekað gert lítið úr störfum bandarísku leyniþjónustunnar. Hann hefur þráast við að samþykkja álit þeirra að Rússar hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016 með það fyrir augum að hjálpa honum. Tók Trump þannig upp málstað Vladímírs Pútín Rússlandsforseta og gegn leyniþjónustunni á umdeildum fundi þeirra í Helsinki í fyrra. Ratcliffe hefur í málsvörn sinni fyrir Trump haldið því fram að engar vísbendingar séu um afskipti Rússa, sakað alríkislögregluna FBI um að reka hlutdrægar rannsóknir gegn forsetanum og tekið undir rakalausar fullyrðingar hans um að ríkisstjórn Baracks Obama fyrrverandi forseta hafi njósnað um framboð Trump. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Yfirmaður leyniþjónustunnar hættir og Trump tilnefnir bandamann Samskipti Trump forseta og Dan Coats, leyniþjónustustjóra, hafa lengi verið stirð. Coats hefur verið tilbúinn að lýsa mati leyniþjónustunnar þó að það stangist á við orð forsetans. 29. júlí 2019 10:03 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Fleiri fréttir Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Sjá meira
Nýr yfirmaður leyniþjónustu Bandaríkjanna getur haldið „trylltum“ leyniþjónustunum í skefjum, að sögn Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Tilnefning Trump á þingmanni repúblikana með enga reynslu af leyniþjónustumálum hefur hlotið dræmar viðtökur til þessa. Trump tilkynnti í vikunni að Dan Coats, yfirmaður leyniþjónustustofnana Bandaríkjanna, ætlaði að segja af sér í þessum mánuði. Í stað hans tilnefndi forsetinn John Ratcliffe, fulltrúadeildarþingmann repúblikana frá Texas, sem hefur verið einarður málsvari Trump. Demókratar og fyrrverandi leyniþjónustumenn halda því fram að Ratcliffe sé ekki hæfur til starfsins og að hann muni aðeins segja Trump forseta það sem hann vill heyra. Þingmenn repúblikana hafa ekki tekið tilnefningunni með miklum áhuga heldur, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Fréttamenn spurðu Trump út í val hans á Ratcliffe við Hvíta húsið í gær. Hét Trump því að Ratcliffe stæði sig „ótrúlega vel“ ef öldungadeild staðfesti tilnefninguna. „Ég held að við þurfum einhvern þannig þangað inn. Við þurfum einhvern sterkan til að hafa hemil á þeim. Vegna þess, eins og ég held að þið hafið öll komist að, þá hafa leyniþjónustustofnanirnar gengið berserksgang. Þær eru trylltar,“ sagði forsetinn um eigin leyniþjónustustofnanir. Hélt forsetinn því ennfremur fram að honum hafi ekki verið illa við Coats, fráfarandi yfirmann leyniþjónustumála. „Dan setti fram yfirlýsingar sem voru svolítið ruglingslegar,“ sagði Trump. Álit leyniþjónustunnar í tíð Coats gekk oft þvert á yfirlýsingar forsetans, þar á meðal um kjarnorkutilraunir Norður-Kóreu, Ríki íslams í Sýrlandi og kjarnorkuáætlun Írans. Sem forseti hefur Trump ítrekað gert lítið úr störfum bandarísku leyniþjónustunnar. Hann hefur þráast við að samþykkja álit þeirra að Rússar hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016 með það fyrir augum að hjálpa honum. Tók Trump þannig upp málstað Vladímírs Pútín Rússlandsforseta og gegn leyniþjónustunni á umdeildum fundi þeirra í Helsinki í fyrra. Ratcliffe hefur í málsvörn sinni fyrir Trump haldið því fram að engar vísbendingar séu um afskipti Rússa, sakað alríkislögregluna FBI um að reka hlutdrægar rannsóknir gegn forsetanum og tekið undir rakalausar fullyrðingar hans um að ríkisstjórn Baracks Obama fyrrverandi forseta hafi njósnað um framboð Trump.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Yfirmaður leyniþjónustunnar hættir og Trump tilnefnir bandamann Samskipti Trump forseta og Dan Coats, leyniþjónustustjóra, hafa lengi verið stirð. Coats hefur verið tilbúinn að lýsa mati leyniþjónustunnar þó að það stangist á við orð forsetans. 29. júlí 2019 10:03 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Fleiri fréttir Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Sjá meira
Yfirmaður leyniþjónustunnar hættir og Trump tilnefnir bandamann Samskipti Trump forseta og Dan Coats, leyniþjónustustjóra, hafa lengi verið stirð. Coats hefur verið tilbúinn að lýsa mati leyniþjónustunnar þó að það stangist á við orð forsetans. 29. júlí 2019 10:03