Körfubolti

Tvíburar frá Nevada háskólanum semja við NBA-liðið hans Mihcael Jordan

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Caleb Martin er númer 10 og Cody Martin  er númer 11.
Caleb Martin er númer 10 og Cody Martin er númer 11. Getty/Sam Wasson
Charlotte Hornets í NBA-deildinni í körfubolta ætlar að vera með tvíbura í sínu liði á komandi tímabili.

Cody Martin gerði þriggja ára samning við Charlotte Hornets en félagið valdi hann í annarri umferð nýliðavalsins í sumar.

Þá hefur tvíburabróðir hans Caleb Martin einnig gert samning Charlotte Hornets sem eins og flestir vita er í eigu Michael Jordan.

Tvíburabræðurnir, sem eru fæddir 28. september 1995, kom því inn í NBA-deildina saman og í sama liði.





Caleb Martin var ekki valinn í nýliðvalinu á meðan Cody Martin var tekinn númer 36. Caleb Martin engu að síður með fleiri stig í leik á síðasta tímabili.

Þeir spiluðu báðir með Neveda háskólaliðinu undanfarin tvö ár en voru þar á undan tvö ár hjá North Carolina State University.

Cody og Caleb Martin eru báðir frá Norður-Karólína fylki og eru því að snúa aftur heim eftir tveggja ára dvöl í eyðimörkinni í Las Vegas.

Cody Martin er 198 sentímetra lítill framherji sem var með 12,1 stig og 4,9 stoðsendingar að meðaltali með Nevada skólanum síðasta vetur.

Caleb Martin er þremur sentímetrum hærri en spilar sömu stöðu og var með 19,2 stig og 5,1 frákast að meðaltali með Nevada síðasta vetur.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×