Hannah er innanhússhönnuður frá Tuscaloosa í Alabama en hún var krýnd ungfrú Alabama árið 2018. Hún tók þátt í 23. Þáttaröð af The Bachelor þegar Colton Underwood var í aðahlutverki.
Raunveruleikaþættirnir njóta mikilla vinsælda um allan heim en þeir eru sýndir á sjónvarpsstöðinni ABC. Í næstu viku hefst síðan Bachelor in Paradise sem er eins konar hliðararfurð þáttanna þar sem gamalkunnir þátttakendur fá annað tækifæri til að finna ástina.
Höskuldarviðvörun: Þeir sem ekki hafa horft á nýjustu þáttaröðina af The Bachelorette og vilja alls ekkert vita um endalokin ættu ekki að lesa lengra.
.
.
.
.
.
Það er búið að vara þig við.
.
.
.
.
.
.

Fyrst fylgdust áhorfendur með Tyler heilla foreldra Hönnuh upp úr skónum en hann vakti aðdáun og hrifningu þeirra þegar hann lofaði að hugsa ætíð vel um dóttur þeirra. Hann náði að sannfæra fjölskylduna um góðan ásetning sinn.
Það reyndist síðan erfitt fyrir tónlistarmanninn Jed að koma á eftir heimsókn Tylers sem hafði komið fjölskyldunni svo vel fyrir sjónir. Foreldrar Hönnuh voru alls ekki sannfærðir um að Jed væri sá rétti fyrir dóttur þeirra og létu í ljós efasemdir sínar.
Fréttir af því að Jed ætti í raun og veru kærustu í Nashville sem væri að bíða eftir honum tóku að spyrjast út stuttu eftir að Hannah og Jed trúlofuðu sig. Jed gerði lítið úr sögusögnunum og sagði að hann hefði réttilega verið að hitta tónlistarkonuna Haley Stevens áður en hann fór í þættina en sagðist hafa hætt með henni viku áður en tökur hófust. Hannah varð fyrir vonbrigðum en ákvað að fyrirgefa Jed fyrir að hafa ekki verið hreinskilinn.
Það var ekki fyrr en blaðagrein um málið birtist í tímaritinu People sem Hannah komst að hinu rétta í málinu. Kærasta Jeds, tónlistarkonan Haley Stevens, steig fram og greindi frá málavöxtum. Þau hefðu verið par í fjóra mánuði og aldrei hætt saman.
Hannah var afar sorgmædd þegar hún komst að hinu rétta og Jed neyddist loks til að viðurkenna að það væri rétt sem Haley hélt fram í blaðagreininni og baðst afsökunar á framferði sínu. Eftir nokkra umhugsun sagðist Hannah hafa játast Jed á fölskum forsendum og að hann hefði eyðilagt upplifunina fyrir henni.
Trúlofunin væri ekki upplýst ákvörðun af hálfu Hönnuh því upplýsingarnar hefðu ekki legið fyrir. Hún hefði sannarlega ekki neinn áhuga á lygasúpu og baktjaldamakki. Hún sleit trúlofuninni og sagðist ekki eiga skilið svona framkomu.

Eftir að tökum á lokaþættinum lauk bauð þáttastjórnandinn Jimmy Kimmel Hönnuh í þáttinn til að ræða allar vendingarnar líkt og hefð er fyrir.