Kvenfélagskonur kanna hvort þær eigi hlut í Landsvirkjun Kristján Már Unnarsson skrifar 31. júlí 2019 21:29 Þórunn Oddsdóttir, fyrrverandi formaður Kvenfélags Grímsneshrepps. Viðtalið var tekið við Steingrímsstöð. Stöð 2/Einar Árnason. Kvenfélagskonur í Grímsnesi kanna nú hvort verið geti að Kvenfélag Grímsneshrepps eigi rétt á eignarhlut í Landsvirkjun. Ástæðan eru gögn sem komið hafa í ljós um að Kvenfélagið hafi fyrir nærri sjötíu árum samþykkt að kaupa hlut í Sogsvirkjunum. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2.Frá Írafossvirkjun. Fjær er Ljósafossvirkjun. Sjá má að vatn er á báðum fossum, sem ekki er algengt.Stöð 2/Einar Árnason.Þrjár virkjanir teljast til Sogsvirkjana í dag, Ljósafossvirkjun frá 1937, Írafossvirkjun frá 1953 og Steingrímsstöð frá 1959. Árið 1966 voru Sogsvirkjanir lagðar inn í Landsvirkjun, sem hluti af stofnframlagi eigenda. Heima í héraði spyrja menn sig nú hvort Kvenfélag Grímsneshrepps hafi fimmtán árum áður, árið 1951, keypt hlut í Sogsvirkjunum.Kvennanna kjarkur og þor, heitir bókin um 100 ára sögu Kvenfélags Grímsneshrepps.Þórunn Oddsdóttir bjó lengi við Steingrímsstöð en hún er fyrrverandi formaður Kvenfélags Grímsneshrepps. Félagið fagnar 100 ára afmæli í ár og af því tilefni hafa Kvenfélagskonur gefið út bók um sögu félagsins. Þar er sagt frá ákvörðun stjórnar Kvenfélagsins um að kaupa hlutabréf í Sogsvirkjun. „Já, það keypti hlutabréf í Sogsvirkjunum fyrir 5.000 krónur árið 1951 og vildu efla.. - sem sagt koma að því þannig að það myndi flýta fyrir að bæirnir fengju rafmagn, - til að létta störf húsmæðranna og kvennanna,“ segir Þórunn. -En hefur þessi hlutur einhvern tímann verið greiddur og keyptur af Kvenfélaginu? „Því miður, þá hef ég ekki grafið þá sögu upp. Ég veit það ekki,“ svarar Þórunn. Núverandi formaður Kvenfélags Grímsneshrepps, Laufey Guðmundsdóttir, segir þetta mál aldeilis hafa virkjað forvitni Kvenfélagskvenna. Þær hyggist núna grafa í gögnum á Héraðsskjalasafninu og leita að reikningum félagsins frá þessum árum til að sjá hvað raunverulega hafi verið framkvæmt.Kaflinn um ákvörðun stjórnar Kvenfélagsins vorið 1951.Laufey segir það aldeilis sögu til næsta bæjar ef þær væru hluthafar í Landsvirkjun og ættu rétt á arði, sem hún segir að myndi að sjálfsögðu fara beint inn í samfélagið aftur. -En getur ekki verið að Kvenfélagið eigi hreinlega þennan hlut ennþá? Það sé eignaraðili að Landsvirkjun á móti ríkinu? „Ég væri nú bara gaman að grafa það upp,“ svarar Þórunn og hlær. -Kvenfélag Grímsneshrepps gæti þá verið ríkasta kvenfélag á Íslandi? „Ekki spurning, ef svo er.“ Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Grímsnes- og Grafningshreppur Vatnsaflsvirkjanir Tengdar fréttir Arðgreiðsla til eigenda Landsvirkjunar um 4,25 milljarðar króna Jónas Þór Guðmundsson var endurkjörinn stjórnarformaður Landsvirkjunar fyrr í dag. 4. apríl 2019 17:19 Tekjur Landsvirkjunar þær mestu í sögunni Hagnaður Landsvirkjunar fyrir fjármagnsliði varð meiri en nokkru sinni fyrr á nýliðnu ári, eða sextán milljarðar króna, og raforkuframleiðsla sló öll met. 15. febrúar 2018 20:45 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Fleiri fréttir Lýstu vantrausti á framkvæmdastjóra Félagsbústaða vegna „ógnarstjórnunar“ Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Úrslitin ráðast í kosningum um formann VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Sjá meira
Kvenfélagskonur í Grímsnesi kanna nú hvort verið geti að Kvenfélag Grímsneshrepps eigi rétt á eignarhlut í Landsvirkjun. Ástæðan eru gögn sem komið hafa í ljós um að Kvenfélagið hafi fyrir nærri sjötíu árum samþykkt að kaupa hlut í Sogsvirkjunum. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2.Frá Írafossvirkjun. Fjær er Ljósafossvirkjun. Sjá má að vatn er á báðum fossum, sem ekki er algengt.Stöð 2/Einar Árnason.Þrjár virkjanir teljast til Sogsvirkjana í dag, Ljósafossvirkjun frá 1937, Írafossvirkjun frá 1953 og Steingrímsstöð frá 1959. Árið 1966 voru Sogsvirkjanir lagðar inn í Landsvirkjun, sem hluti af stofnframlagi eigenda. Heima í héraði spyrja menn sig nú hvort Kvenfélag Grímsneshrepps hafi fimmtán árum áður, árið 1951, keypt hlut í Sogsvirkjunum.Kvennanna kjarkur og þor, heitir bókin um 100 ára sögu Kvenfélags Grímsneshrepps.Þórunn Oddsdóttir bjó lengi við Steingrímsstöð en hún er fyrrverandi formaður Kvenfélags Grímsneshrepps. Félagið fagnar 100 ára afmæli í ár og af því tilefni hafa Kvenfélagskonur gefið út bók um sögu félagsins. Þar er sagt frá ákvörðun stjórnar Kvenfélagsins um að kaupa hlutabréf í Sogsvirkjun. „Já, það keypti hlutabréf í Sogsvirkjunum fyrir 5.000 krónur árið 1951 og vildu efla.. - sem sagt koma að því þannig að það myndi flýta fyrir að bæirnir fengju rafmagn, - til að létta störf húsmæðranna og kvennanna,“ segir Þórunn. -En hefur þessi hlutur einhvern tímann verið greiddur og keyptur af Kvenfélaginu? „Því miður, þá hef ég ekki grafið þá sögu upp. Ég veit það ekki,“ svarar Þórunn. Núverandi formaður Kvenfélags Grímsneshrepps, Laufey Guðmundsdóttir, segir þetta mál aldeilis hafa virkjað forvitni Kvenfélagskvenna. Þær hyggist núna grafa í gögnum á Héraðsskjalasafninu og leita að reikningum félagsins frá þessum árum til að sjá hvað raunverulega hafi verið framkvæmt.Kaflinn um ákvörðun stjórnar Kvenfélagsins vorið 1951.Laufey segir það aldeilis sögu til næsta bæjar ef þær væru hluthafar í Landsvirkjun og ættu rétt á arði, sem hún segir að myndi að sjálfsögðu fara beint inn í samfélagið aftur. -En getur ekki verið að Kvenfélagið eigi hreinlega þennan hlut ennþá? Það sé eignaraðili að Landsvirkjun á móti ríkinu? „Ég væri nú bara gaman að grafa það upp,“ svarar Þórunn og hlær. -Kvenfélag Grímsneshrepps gæti þá verið ríkasta kvenfélag á Íslandi? „Ekki spurning, ef svo er.“ Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Grímsnes- og Grafningshreppur Vatnsaflsvirkjanir Tengdar fréttir Arðgreiðsla til eigenda Landsvirkjunar um 4,25 milljarðar króna Jónas Þór Guðmundsson var endurkjörinn stjórnarformaður Landsvirkjunar fyrr í dag. 4. apríl 2019 17:19 Tekjur Landsvirkjunar þær mestu í sögunni Hagnaður Landsvirkjunar fyrir fjármagnsliði varð meiri en nokkru sinni fyrr á nýliðnu ári, eða sextán milljarðar króna, og raforkuframleiðsla sló öll met. 15. febrúar 2018 20:45 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Fleiri fréttir Lýstu vantrausti á framkvæmdastjóra Félagsbústaða vegna „ógnarstjórnunar“ Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Úrslitin ráðast í kosningum um formann VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Sjá meira
Arðgreiðsla til eigenda Landsvirkjunar um 4,25 milljarðar króna Jónas Þór Guðmundsson var endurkjörinn stjórnarformaður Landsvirkjunar fyrr í dag. 4. apríl 2019 17:19
Tekjur Landsvirkjunar þær mestu í sögunni Hagnaður Landsvirkjunar fyrir fjármagnsliði varð meiri en nokkru sinni fyrr á nýliðnu ári, eða sextán milljarðar króna, og raforkuframleiðsla sló öll met. 15. febrúar 2018 20:45