Nýsjálendingar afhentu 10 þúsund skotvopn eftir hryðjuverkaárás Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. júlí 2019 13:32 Nýsjálendingar afhenda skotvopn sín til lögreglu. getty/ New Zealand Police Nýsjálendingar hafa afhent meira en 10 þúsund byssur, vopn og aukahluti í skiptum fyrir fjármuni fyrstu viku aðgerða stjórnvalda til að gera hálf-sjálfvirk skotvopn upptæk. Alls eru 250 slíkar aðgerðir fyrirhugaðar. Aðgerðin hófst fyrir viku síðan og var hrundið að stað í kjölfar stærstu skotárásar landsins á friðartímum í Mars, þegar árásarmaður fór inn í tvær moskur í Christchurch og myrtu 51 einstakling. Í byrjun apríl var vopnalöggjöf í landinu hert en hún var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta nýsjálenska þingsins. Flest hálf-sjálfvirk vopn voru bönnuð, aukahlutir sem breyta byssum í hálf-sjálfvirk vopn og skothylki sem geyma of margar kúlur. Einhverjar tegundir haglabyssa voru líka bannaðar. Meira en tvö þúsund manns hafa skilað 3.275 byssum og 7.827 aukahlutum í skiptum fyrir meira en 500 milljónir íslenskra króna.Byssueigendur fá frest þar til í desember til að afhenda vopn sín og hefur nýsjálenska ríkið sett 17,5 milljarða í það verkefni að greiða allt upp í 95% upprunalegs verðs skotvopnanna. Nýsjálenska lögreglan segist vera ánægð með það hve margir hafi afhent skotvopn sín á sunnudag, þegar 684 einstaklingar út um allt land höfðu skilað næstum 5 þúsund vopnum. Karyn Malthus, lögregluforingi í Aucland, sagði að þar hafi hundruðum skotvopna verið skilað og bætti við: „Viðbrögð skotvopnaeigenda hafa verið mjög jákvæð.“Skotvopnaeigendur skila byssum til lögreglu.getty/Kai SchwoererNýsjálenskir miðlar hafa greint frá því að skotvopnabúðin Gun City hafi orðið fyrir aðkasti fyrr í vikunni í Christchurch, vegna atburðanna í mars sem leiddu til dauða meira en fimmtíu manns. Brenton Tarrant, maðurinn sem er ásakaður fyrir hryðjuverkaárásinu keypti fjögur skotvopn auk skotfæra í netverslun Gun City snemma árið 2018. Tarrant hefur neitað sök í öllum 92 ákæruliðunum vegna árásanna. Einn ákæruliðanna er hryðjuverkaákæra, sem er sú fyrsta sem er lögð fram í Nýja Sjálandi. Samkvæmt könnun Small Arms, er Nýja Sjáland í 17. sæti í heiminum þegar kemur að eign almennings á skotvopnum. Meira en 1,5 milljón skotvopn eru í eign almennings en aðeins fimm milljónir búa á Nýja Sjálandi. Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Fleiri fréttir Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Sjá meira
Nýsjálendingar hafa afhent meira en 10 þúsund byssur, vopn og aukahluti í skiptum fyrir fjármuni fyrstu viku aðgerða stjórnvalda til að gera hálf-sjálfvirk skotvopn upptæk. Alls eru 250 slíkar aðgerðir fyrirhugaðar. Aðgerðin hófst fyrir viku síðan og var hrundið að stað í kjölfar stærstu skotárásar landsins á friðartímum í Mars, þegar árásarmaður fór inn í tvær moskur í Christchurch og myrtu 51 einstakling. Í byrjun apríl var vopnalöggjöf í landinu hert en hún var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta nýsjálenska þingsins. Flest hálf-sjálfvirk vopn voru bönnuð, aukahlutir sem breyta byssum í hálf-sjálfvirk vopn og skothylki sem geyma of margar kúlur. Einhverjar tegundir haglabyssa voru líka bannaðar. Meira en tvö þúsund manns hafa skilað 3.275 byssum og 7.827 aukahlutum í skiptum fyrir meira en 500 milljónir íslenskra króna.Byssueigendur fá frest þar til í desember til að afhenda vopn sín og hefur nýsjálenska ríkið sett 17,5 milljarða í það verkefni að greiða allt upp í 95% upprunalegs verðs skotvopnanna. Nýsjálenska lögreglan segist vera ánægð með það hve margir hafi afhent skotvopn sín á sunnudag, þegar 684 einstaklingar út um allt land höfðu skilað næstum 5 þúsund vopnum. Karyn Malthus, lögregluforingi í Aucland, sagði að þar hafi hundruðum skotvopna verið skilað og bætti við: „Viðbrögð skotvopnaeigenda hafa verið mjög jákvæð.“Skotvopnaeigendur skila byssum til lögreglu.getty/Kai SchwoererNýsjálenskir miðlar hafa greint frá því að skotvopnabúðin Gun City hafi orðið fyrir aðkasti fyrr í vikunni í Christchurch, vegna atburðanna í mars sem leiddu til dauða meira en fimmtíu manns. Brenton Tarrant, maðurinn sem er ásakaður fyrir hryðjuverkaárásinu keypti fjögur skotvopn auk skotfæra í netverslun Gun City snemma árið 2018. Tarrant hefur neitað sök í öllum 92 ákæruliðunum vegna árásanna. Einn ákæruliðanna er hryðjuverkaákæra, sem er sú fyrsta sem er lögð fram í Nýja Sjálandi. Samkvæmt könnun Small Arms, er Nýja Sjáland í 17. sæti í heiminum þegar kemur að eign almennings á skotvopnum. Meira en 1,5 milljón skotvopn eru í eign almennings en aðeins fimm milljónir búa á Nýja Sjálandi.
Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Fleiri fréttir Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“