Nýsjálendingar afhentu 10 þúsund skotvopn eftir hryðjuverkaárás Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. júlí 2019 13:32 Nýsjálendingar afhenda skotvopn sín til lögreglu. getty/ New Zealand Police Nýsjálendingar hafa afhent meira en 10 þúsund byssur, vopn og aukahluti í skiptum fyrir fjármuni fyrstu viku aðgerða stjórnvalda til að gera hálf-sjálfvirk skotvopn upptæk. Alls eru 250 slíkar aðgerðir fyrirhugaðar. Aðgerðin hófst fyrir viku síðan og var hrundið að stað í kjölfar stærstu skotárásar landsins á friðartímum í Mars, þegar árásarmaður fór inn í tvær moskur í Christchurch og myrtu 51 einstakling. Í byrjun apríl var vopnalöggjöf í landinu hert en hún var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta nýsjálenska þingsins. Flest hálf-sjálfvirk vopn voru bönnuð, aukahlutir sem breyta byssum í hálf-sjálfvirk vopn og skothylki sem geyma of margar kúlur. Einhverjar tegundir haglabyssa voru líka bannaðar. Meira en tvö þúsund manns hafa skilað 3.275 byssum og 7.827 aukahlutum í skiptum fyrir meira en 500 milljónir íslenskra króna.Byssueigendur fá frest þar til í desember til að afhenda vopn sín og hefur nýsjálenska ríkið sett 17,5 milljarða í það verkefni að greiða allt upp í 95% upprunalegs verðs skotvopnanna. Nýsjálenska lögreglan segist vera ánægð með það hve margir hafi afhent skotvopn sín á sunnudag, þegar 684 einstaklingar út um allt land höfðu skilað næstum 5 þúsund vopnum. Karyn Malthus, lögregluforingi í Aucland, sagði að þar hafi hundruðum skotvopna verið skilað og bætti við: „Viðbrögð skotvopnaeigenda hafa verið mjög jákvæð.“Skotvopnaeigendur skila byssum til lögreglu.getty/Kai SchwoererNýsjálenskir miðlar hafa greint frá því að skotvopnabúðin Gun City hafi orðið fyrir aðkasti fyrr í vikunni í Christchurch, vegna atburðanna í mars sem leiddu til dauða meira en fimmtíu manns. Brenton Tarrant, maðurinn sem er ásakaður fyrir hryðjuverkaárásinu keypti fjögur skotvopn auk skotfæra í netverslun Gun City snemma árið 2018. Tarrant hefur neitað sök í öllum 92 ákæruliðunum vegna árásanna. Einn ákæruliðanna er hryðjuverkaákæra, sem er sú fyrsta sem er lögð fram í Nýja Sjálandi. Samkvæmt könnun Small Arms, er Nýja Sjáland í 17. sæti í heiminum þegar kemur að eign almennings á skotvopnum. Meira en 1,5 milljón skotvopn eru í eign almennings en aðeins fimm milljónir búa á Nýja Sjálandi. Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Sjá meira
Nýsjálendingar hafa afhent meira en 10 þúsund byssur, vopn og aukahluti í skiptum fyrir fjármuni fyrstu viku aðgerða stjórnvalda til að gera hálf-sjálfvirk skotvopn upptæk. Alls eru 250 slíkar aðgerðir fyrirhugaðar. Aðgerðin hófst fyrir viku síðan og var hrundið að stað í kjölfar stærstu skotárásar landsins á friðartímum í Mars, þegar árásarmaður fór inn í tvær moskur í Christchurch og myrtu 51 einstakling. Í byrjun apríl var vopnalöggjöf í landinu hert en hún var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta nýsjálenska þingsins. Flest hálf-sjálfvirk vopn voru bönnuð, aukahlutir sem breyta byssum í hálf-sjálfvirk vopn og skothylki sem geyma of margar kúlur. Einhverjar tegundir haglabyssa voru líka bannaðar. Meira en tvö þúsund manns hafa skilað 3.275 byssum og 7.827 aukahlutum í skiptum fyrir meira en 500 milljónir íslenskra króna.Byssueigendur fá frest þar til í desember til að afhenda vopn sín og hefur nýsjálenska ríkið sett 17,5 milljarða í það verkefni að greiða allt upp í 95% upprunalegs verðs skotvopnanna. Nýsjálenska lögreglan segist vera ánægð með það hve margir hafi afhent skotvopn sín á sunnudag, þegar 684 einstaklingar út um allt land höfðu skilað næstum 5 þúsund vopnum. Karyn Malthus, lögregluforingi í Aucland, sagði að þar hafi hundruðum skotvopna verið skilað og bætti við: „Viðbrögð skotvopnaeigenda hafa verið mjög jákvæð.“Skotvopnaeigendur skila byssum til lögreglu.getty/Kai SchwoererNýsjálenskir miðlar hafa greint frá því að skotvopnabúðin Gun City hafi orðið fyrir aðkasti fyrr í vikunni í Christchurch, vegna atburðanna í mars sem leiddu til dauða meira en fimmtíu manns. Brenton Tarrant, maðurinn sem er ásakaður fyrir hryðjuverkaárásinu keypti fjögur skotvopn auk skotfæra í netverslun Gun City snemma árið 2018. Tarrant hefur neitað sök í öllum 92 ákæruliðunum vegna árásanna. Einn ákæruliðanna er hryðjuverkaákæra, sem er sú fyrsta sem er lögð fram í Nýja Sjálandi. Samkvæmt könnun Small Arms, er Nýja Sjáland í 17. sæti í heiminum þegar kemur að eign almennings á skotvopnum. Meira en 1,5 milljón skotvopn eru í eign almennings en aðeins fimm milljónir búa á Nýja Sjálandi.
Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Sjá meira