Ísland með eitt öflugasta leikskólakerfið í Evrópu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 21. júlí 2019 20:15 Umgjörð leikskólakerfis á Íslandi er ein sú öflugasta í Evrópu en Ísland er eitt níu Evrópuríkja sem uppfylla öll gæðaviðmið um skipulag og umgjörð í leikskólastarfi samkvæmt nýrri rannsókn. Sérfræðingur á greiningarsviði Menntamálastofnunar segir aðþennan góða árangur megi rekja til þeirra sem börðust fyrir uppbyggingu leikskólastarfs hér forðum. Rannsóknin er á vegum Eurydice, samstarfsvettvangs Evrópuþjóða á sviði menntamála, en leikskólastarf í 38 löndum Evrópu var skoðað og borið ítarlega saman. Niðurstaða rannsóknarinnar er sú að umgjörð leikskólakerfisins hér á landi er talin ein sú besta í Evrópu en það sem rannsóknin skoðar er lagaleg umgjörð leikskólakerfisins. Sérfræðingur í alþjóðlegum rannsóknum á greiningarsviði Menntamálstofnunar segir að í rannsókninni sé meðal annars litið til niðurgreiðslu leikskólagjalda og menntunarkrafna leikskólakennara, en Ísland er eitt þriggja Evrópuríkja sem gerir kröfur um leikskólakennararéttindi á meistarastigi. „Það eru þá helst hinar ríku menntunarkröfur semgerðar eru til starfsfólks á Íslandi. Svo er námskrá í gildi fyrir öll árin á leikskólastigi. Umgjörð og lagalegt skipulag er með allra besta móti,“ sagði Hulda Herjolfsdottir Skogland, sérfræðingur í alþjóðlegum rannsóknum á greiningarsviði Menntamálastofnunar. Aðspurð hvort að langir biðlistar eftir leikskólaplássi, sér í lagi í Reykjavík, hafi engin áhrif á niðurstöðuna segir hún að svo sé ekki. „Að vísu er það þannig að í reynd eru lang flest tveggja ára börn komin með tilboð um leikskólapláss, það eru svona plús mínus einhverjir mánuðir og það þykir gott, en að öðru leyti er rannsóknin fyrst og fremsta að skoða hina formlegu umgjörð og hún þykir sérlega góð hér á landi,“ sagði Hulda. Þó Ísland skori hátt í rannsókninni sé margt sem betur megi fara. Meðal annars vanti hér á landi lagalega tryggingu fyrir leikskólaplássi að mati Huldu. Hún segir þennan góða árangur megi rekja til þeirra sem börðust fyrir og byggðu upp leikskólastarfið á sínum tíma. „Þetta er ekki svona alls staðar og þó að lengi megi gott bæta þá sé allavegana umgjörðin mjög öflug,“ sagði Hulda. Niðurstaða rannsóknarinnar er sú að umgjörð leikskólakerfisins hér á landi er talin ein sú besta í Evrópu.vísir/vilhelm Skóla - og menntamál Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Umgjörð leikskólakerfis á Íslandi er ein sú öflugasta í Evrópu en Ísland er eitt níu Evrópuríkja sem uppfylla öll gæðaviðmið um skipulag og umgjörð í leikskólastarfi samkvæmt nýrri rannsókn. Sérfræðingur á greiningarsviði Menntamálastofnunar segir aðþennan góða árangur megi rekja til þeirra sem börðust fyrir uppbyggingu leikskólastarfs hér forðum. Rannsóknin er á vegum Eurydice, samstarfsvettvangs Evrópuþjóða á sviði menntamála, en leikskólastarf í 38 löndum Evrópu var skoðað og borið ítarlega saman. Niðurstaða rannsóknarinnar er sú að umgjörð leikskólakerfisins hér á landi er talin ein sú besta í Evrópu en það sem rannsóknin skoðar er lagaleg umgjörð leikskólakerfisins. Sérfræðingur í alþjóðlegum rannsóknum á greiningarsviði Menntamálstofnunar segir að í rannsókninni sé meðal annars litið til niðurgreiðslu leikskólagjalda og menntunarkrafna leikskólakennara, en Ísland er eitt þriggja Evrópuríkja sem gerir kröfur um leikskólakennararéttindi á meistarastigi. „Það eru þá helst hinar ríku menntunarkröfur semgerðar eru til starfsfólks á Íslandi. Svo er námskrá í gildi fyrir öll árin á leikskólastigi. Umgjörð og lagalegt skipulag er með allra besta móti,“ sagði Hulda Herjolfsdottir Skogland, sérfræðingur í alþjóðlegum rannsóknum á greiningarsviði Menntamálastofnunar. Aðspurð hvort að langir biðlistar eftir leikskólaplássi, sér í lagi í Reykjavík, hafi engin áhrif á niðurstöðuna segir hún að svo sé ekki. „Að vísu er það þannig að í reynd eru lang flest tveggja ára börn komin með tilboð um leikskólapláss, það eru svona plús mínus einhverjir mánuðir og það þykir gott, en að öðru leyti er rannsóknin fyrst og fremsta að skoða hina formlegu umgjörð og hún þykir sérlega góð hér á landi,“ sagði Hulda. Þó Ísland skori hátt í rannsókninni sé margt sem betur megi fara. Meðal annars vanti hér á landi lagalega tryggingu fyrir leikskólaplássi að mati Huldu. Hún segir þennan góða árangur megi rekja til þeirra sem börðust fyrir og byggðu upp leikskólastarfið á sínum tíma. „Þetta er ekki svona alls staðar og þó að lengi megi gott bæta þá sé allavegana umgjörðin mjög öflug,“ sagði Hulda. Niðurstaða rannsóknarinnar er sú að umgjörð leikskólakerfisins hér á landi er talin ein sú besta í Evrópu.vísir/vilhelm
Skóla - og menntamál Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira