Enski boltinn

Blaðamaður bað Jürgen Klopp um faðmlag á blaðamannafundinum í nótt

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það er ekki allir sem fá faðmlag frá Jürgen Klopp.
Það er ekki allir sem fá faðmlag frá Jürgen Klopp. EPA/Kiko Huesca
Framkoma eins bandaríska blaðamannsins á leik Liverpool í Boston í nótt hefur vakið nokkra athygli.

Liverpool er vissulega í æfingaferð þar sem líkamlegt form og atgervi leikmanna skiptir miklu meira máli en úrslitin.

Liverpool tapaði 2-1 á móti Sevilla í þessum leik á Fenway Park í Boston og eftir leikinn þá hitti knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp fjölmiðlamenn.

Þar sem þetta var æfingarleikur þá voru menn kannski ekki eins formlegir á þessum blaðamannafundi eftir leikinn.

Þar var hins vegar mættur blaðamaður í fullum Liverpool skrúða en hann klæddist treyju merktri miðverðinum Virgil van Dijk.

Það er eitt að mæta sem „hlutlaus“ blaðamaður í búningi annars liðsins en umræddur aðili gekk enn hins vegar enn lengra í ást sinni á Liverpool.

Þegar kom að honum að spyrja Jürgen Klopp, knattspyrnustjóra Liverpool, þá bað hann um faðmlag. Þetta má sjá hér fyrir neðan en Klopp varð við ósk hans.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×