Lögreglumaður sem sagði að skjóta þyrfti þingkonu rekinn Kjartan Kjartansson skrifar 23. júlí 2019 14:34 Ocasio-Cortez er á meðal róttækra þingmanna demókrata sem náðu kjöri í þingkosningum í fyrra. Vísir/EPA Yfirvöld í Louisiana í Bandaríkjunum ráku tvo lögreglumenn vegna Facebook-færslu um að Alexandria Ocasio-Cortez, þingkona Demókrataflokksins, ætti skilið að vera skotin. Ocasio-Cortez er ein fjögurra þingkvenna sem Donald Trump forseti hefur gagnrýnt linnulítið undanfarnar vikur og sagt að snúa til síns heima. Annar lögreglumaðurinn frá bænum Gretna skrifaði færslu á Facebook um grein þar sem var ranglega haft eftir Ocasio-Cortez að bandarískir hermenn væru ofaldir af launum sínum. Þar sagði hann að þingkonan þyrfti á „skoti“ að halda. Hinn lögreglumaðurinn sem var rekinn líkaði við færsluna, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. „Þessi ógeðslegi hálfviti á skilið skot…og ég meina ekki þá tegund sem hún bar einu sinni fram,“ skrifaði lögregluþjónninn og vísaði þar til þess að Ocasio-Cortez var barþjónn í New York áður en hún komst inn á þing í fyrra. Lögreglustjórinn Í Gretna sagði að málið væri vandræðalegt fyrir embættið. Lögregluþjónarnir hefðu hagað sér ófagmannlega með því að tala um að beita sitjandi þingkonu ofbeldi.Bandarískum borgurum sagt að fara „heim“ Þrátt fyrir að Ocasio-Cortez sé fædd og alin í Bandaríkjunum var hún ein þeirra þingkvenna demókrata sem Trump tísti um að ætti að fara til síns heima fyrir rúmri viku. Rasísk ummæli forsetans hafa orðið að hitamáli vestanhafs síðan en hann hefur haldið áfram að vega að þingkonunum fjórum og vænt þær um að hata Bandaríkin og gyðinga. Þingkonurnar hafa brugðist við af krafti. Ocasio-Cortez tísti meðal annars að Trump væri „hvatvís rasisti“ sem láti flokk sinn vandræðast við að afsaka fordóma hans. Stuðningsmenn Trump kölluðu eftir því að hann ræki Ilhan Omar, þingkonu demókrata frá Minnesota, úr landi á kosningafundi á miðvikudag. Omar er eina þingkonan af þeim fjórum sem Trump gagnrýndi sem fæddist utan Bandaríkjanna. Hún flúði Sómalíu sem barn og settist að í Bandaríkjunum ung að árum. Ocasio-Cortez var einnig skotspónn landamæravarða í leynilegum Facebook-hópi sem upplýst var um fyrr í þessum mánuði. Usu þeir yfir hana svívirðingum og deildu unnum myndum sem sýndu hana í kynferðislegu ljósi, meðal annars með Trump forseta. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump segir bandarískum þingkonum að fara aftur „til síns heima“ Trump skýtur föstum skotum á fjórar þingkonur Demókrataflokksins, og bendir þeim á að snúa aftur til upprunalanda sinna. Þrjár af fjórum eru þó fæddar í Bandaríkjunum. 14. júlí 2019 19:00 Stuðningsmenn báðu Trump um að reka þingkonu úr landi Bandaríkjaforseti hélt áfram árásum á fjórar frjálslyndar þingkonur. Stuðningsmenn hans svöruðu með því að kyrja um að hann ætti að reka eina þeirra úr landi. 18. júlí 2019 07:32 Fulltrúadeildin fordæmir ummæli Trump Fulltrúadeild Bandaríkjaþings greiddi atkvæði um að fordæma ummæli Donald Trump Bandaríkjaforseta í garð þingkvenna Demókrataflokksins. 16. júlí 2019 23:15 „Ég sagði þetta ekki, þeir gerðu það“ Donald Trump Bandaríkjaforseti kveðst óánægður með stuðningsmenn sína sem kyrjuðu að forsetinn ætti að reka svarta þingkonu úr landi á baráttufundi í Norður-Karólínu í gærkvöldi. 18. júlí 2019 22:04 Segja ummæli Trump bera vott um hvíta þjóðernishyggju Þingkonurnar fjórar sem talið er að Donald Trump hafi beint ummælum sínum að tjáðu sig á blaðamannafundi í kvöld. 15. júlí 2019 23:45 Segir Trump hafa notið rasískra hrópa stuðningsmanna sinna Ein þingkvennanna sem var skotmark rasískra ummæla Bandaríkjaforseta segir að stefna hans snúist um kynþátt og rasisma. 21. júlí 2019 11:41 Trump sagður vilja gera Bandaríkin hvít aftur Demókratar gagnrýna Bandaríkjaforseta fyrir rasísk ummæli um þingkonur. Repúblikanar hafa þagað þunnu hljóði. 15. júlí 2019 10:15 May og fleiri Evrópuleiðtogar fordæma rasísk ummæli Bandaríkjaforseta Bandaríkjaforseti tísti um að bandarískar þingkonur ættu að fara frá Bandaríkjunum til meintra heimalanda sinna. 15. júlí 2019 14:31 Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira
Yfirvöld í Louisiana í Bandaríkjunum ráku tvo lögreglumenn vegna Facebook-færslu um að Alexandria Ocasio-Cortez, þingkona Demókrataflokksins, ætti skilið að vera skotin. Ocasio-Cortez er ein fjögurra þingkvenna sem Donald Trump forseti hefur gagnrýnt linnulítið undanfarnar vikur og sagt að snúa til síns heima. Annar lögreglumaðurinn frá bænum Gretna skrifaði færslu á Facebook um grein þar sem var ranglega haft eftir Ocasio-Cortez að bandarískir hermenn væru ofaldir af launum sínum. Þar sagði hann að þingkonan þyrfti á „skoti“ að halda. Hinn lögreglumaðurinn sem var rekinn líkaði við færsluna, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. „Þessi ógeðslegi hálfviti á skilið skot…og ég meina ekki þá tegund sem hún bar einu sinni fram,“ skrifaði lögregluþjónninn og vísaði þar til þess að Ocasio-Cortez var barþjónn í New York áður en hún komst inn á þing í fyrra. Lögreglustjórinn Í Gretna sagði að málið væri vandræðalegt fyrir embættið. Lögregluþjónarnir hefðu hagað sér ófagmannlega með því að tala um að beita sitjandi þingkonu ofbeldi.Bandarískum borgurum sagt að fara „heim“ Þrátt fyrir að Ocasio-Cortez sé fædd og alin í Bandaríkjunum var hún ein þeirra þingkvenna demókrata sem Trump tísti um að ætti að fara til síns heima fyrir rúmri viku. Rasísk ummæli forsetans hafa orðið að hitamáli vestanhafs síðan en hann hefur haldið áfram að vega að þingkonunum fjórum og vænt þær um að hata Bandaríkin og gyðinga. Þingkonurnar hafa brugðist við af krafti. Ocasio-Cortez tísti meðal annars að Trump væri „hvatvís rasisti“ sem láti flokk sinn vandræðast við að afsaka fordóma hans. Stuðningsmenn Trump kölluðu eftir því að hann ræki Ilhan Omar, þingkonu demókrata frá Minnesota, úr landi á kosningafundi á miðvikudag. Omar er eina þingkonan af þeim fjórum sem Trump gagnrýndi sem fæddist utan Bandaríkjanna. Hún flúði Sómalíu sem barn og settist að í Bandaríkjunum ung að árum. Ocasio-Cortez var einnig skotspónn landamæravarða í leynilegum Facebook-hópi sem upplýst var um fyrr í þessum mánuði. Usu þeir yfir hana svívirðingum og deildu unnum myndum sem sýndu hana í kynferðislegu ljósi, meðal annars með Trump forseta.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump segir bandarískum þingkonum að fara aftur „til síns heima“ Trump skýtur föstum skotum á fjórar þingkonur Demókrataflokksins, og bendir þeim á að snúa aftur til upprunalanda sinna. Þrjár af fjórum eru þó fæddar í Bandaríkjunum. 14. júlí 2019 19:00 Stuðningsmenn báðu Trump um að reka þingkonu úr landi Bandaríkjaforseti hélt áfram árásum á fjórar frjálslyndar þingkonur. Stuðningsmenn hans svöruðu með því að kyrja um að hann ætti að reka eina þeirra úr landi. 18. júlí 2019 07:32 Fulltrúadeildin fordæmir ummæli Trump Fulltrúadeild Bandaríkjaþings greiddi atkvæði um að fordæma ummæli Donald Trump Bandaríkjaforseta í garð þingkvenna Demókrataflokksins. 16. júlí 2019 23:15 „Ég sagði þetta ekki, þeir gerðu það“ Donald Trump Bandaríkjaforseti kveðst óánægður með stuðningsmenn sína sem kyrjuðu að forsetinn ætti að reka svarta þingkonu úr landi á baráttufundi í Norður-Karólínu í gærkvöldi. 18. júlí 2019 22:04 Segja ummæli Trump bera vott um hvíta þjóðernishyggju Þingkonurnar fjórar sem talið er að Donald Trump hafi beint ummælum sínum að tjáðu sig á blaðamannafundi í kvöld. 15. júlí 2019 23:45 Segir Trump hafa notið rasískra hrópa stuðningsmanna sinna Ein þingkvennanna sem var skotmark rasískra ummæla Bandaríkjaforseta segir að stefna hans snúist um kynþátt og rasisma. 21. júlí 2019 11:41 Trump sagður vilja gera Bandaríkin hvít aftur Demókratar gagnrýna Bandaríkjaforseta fyrir rasísk ummæli um þingkonur. Repúblikanar hafa þagað þunnu hljóði. 15. júlí 2019 10:15 May og fleiri Evrópuleiðtogar fordæma rasísk ummæli Bandaríkjaforseta Bandaríkjaforseti tísti um að bandarískar þingkonur ættu að fara frá Bandaríkjunum til meintra heimalanda sinna. 15. júlí 2019 14:31 Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira
Trump segir bandarískum þingkonum að fara aftur „til síns heima“ Trump skýtur föstum skotum á fjórar þingkonur Demókrataflokksins, og bendir þeim á að snúa aftur til upprunalanda sinna. Þrjár af fjórum eru þó fæddar í Bandaríkjunum. 14. júlí 2019 19:00
Stuðningsmenn báðu Trump um að reka þingkonu úr landi Bandaríkjaforseti hélt áfram árásum á fjórar frjálslyndar þingkonur. Stuðningsmenn hans svöruðu með því að kyrja um að hann ætti að reka eina þeirra úr landi. 18. júlí 2019 07:32
Fulltrúadeildin fordæmir ummæli Trump Fulltrúadeild Bandaríkjaþings greiddi atkvæði um að fordæma ummæli Donald Trump Bandaríkjaforseta í garð þingkvenna Demókrataflokksins. 16. júlí 2019 23:15
„Ég sagði þetta ekki, þeir gerðu það“ Donald Trump Bandaríkjaforseti kveðst óánægður með stuðningsmenn sína sem kyrjuðu að forsetinn ætti að reka svarta þingkonu úr landi á baráttufundi í Norður-Karólínu í gærkvöldi. 18. júlí 2019 22:04
Segja ummæli Trump bera vott um hvíta þjóðernishyggju Þingkonurnar fjórar sem talið er að Donald Trump hafi beint ummælum sínum að tjáðu sig á blaðamannafundi í kvöld. 15. júlí 2019 23:45
Segir Trump hafa notið rasískra hrópa stuðningsmanna sinna Ein þingkvennanna sem var skotmark rasískra ummæla Bandaríkjaforseta segir að stefna hans snúist um kynþátt og rasisma. 21. júlí 2019 11:41
Trump sagður vilja gera Bandaríkin hvít aftur Demókratar gagnrýna Bandaríkjaforseta fyrir rasísk ummæli um þingkonur. Repúblikanar hafa þagað þunnu hljóði. 15. júlí 2019 10:15
May og fleiri Evrópuleiðtogar fordæma rasísk ummæli Bandaríkjaforseta Bandaríkjaforseti tísti um að bandarískar þingkonur ættu að fara frá Bandaríkjunum til meintra heimalanda sinna. 15. júlí 2019 14:31