Táningar taldir hafa myrt par á ferðalagi í Kanada Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. júlí 2019 21:08 Kam McLeod og Bryer Schmegelsky eru grunaðir um að hafa myrt ungt par á ferðalagi. RCMP Tveir kanadískir unglingar sem taldir eru vera á flótta eru nú grunaðir um að hafa myrt par á þrítugsaldri en lík þeirra fundust við afskekktan þjóðveg á mánudaginn í síðustu viku í Bresku Kólumbíu. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Á föstudag fannst húsbíll æskuvinanna Kam McLeod, 19 ára, og Bryer Schmegelsky, 18 ára, brunninn til kaldra kola við sama veg og lík parsins. Lögregla segir að sést hafi til McLeod og Schmegelsky keyra út ú héraðinu og eru nú grunaðir um að hafa myrt parið. Áður voru þeir taldir týndir og hafði lögreglan ýjað að því að þeir gætu verið fórnarlömb sama morðingja og parið varð fyrir. Enn annað lík fannst nærri brenndum húsbíl ungu mannanna en ekki hefur tekist að bera kennsl á það.Sjá einnig: Uggandi yfir mögulegri tengingu milli morðannaÍ tilkynningu frá kanadísku lögreglunni (RCMP) á fimmtudag stóð: „Vegna nýjustu hræringa í málinu eru Kam og Bryer ekki taldir týndir. RCMP grunar að Kam McLeod og Bryer Sccmegelsky séu gerendur í morðunum á Lucas Fowler og Chynnu Deese og í grunsamlegu dauðsfalli Dease vatns mannsins.“ Ástralinn Lucas Fowler, 23 ára, og ameríkaninn Chynna Deese, 24 ára, voru á tveggja vikna löngu ferðalagi um Kanada en Fowler hafði verið að vinna þar.Parið fannst látið eftir að hafa verið skotið til bana við Alaska þjóðvegin 20 km. Suður af Liard hverunum sem er vinsæll ferðamannastaður. Lögreglan telur að þau hafi verið myrt aðfaranótt 14. júlí. Bíllinn þeirra fannst skammt frá líkunum og sögðu vitni við fréttamiðla fyrr í vikunni að parið hafi sést við vegkantinn eftir að bíllinn hafði bilað. Ekkert hefur heyrst til McLeod og Schmegelsky frá því í síðustu viku þegar þeir voru á leið til Yukon svæðisins vegna vinnu og hafa þeir ekki haft samband við fjölskyldur sínar síðan þá. Lögregla segir að þeir hafi sést keyra gráan Toyota Rav 4 af árgerð 2011 í gegn um norðurhluta Saskatchewan. Lögreglan veit ekki hver áfangastaður þeirra sé og hefur varað almenning við því að þeir séu „taldir hættulegir“ og ekki eigi að nálgast þá. Líkið sem fannst skammt frá húsbíl McLeod og Scmegelsky var brunnið og hefur enn ekki verið borið kennsl á það en talið er að það sé maður á sextugs- eða sjötugsaldri. „Það er óvíst að svo stöddu hvernig látni maðurinn gæti verið tengdur bílbrunanum eða mönnunum tveimur sem er saknað,“ sagði talsmaður lögreglu í tilkynningu.#NorthernRockies #NorthDistrict #DeaseLake - Police request the public's assistance in locating the suspects connected to Northern BC investigations https://t.co/p7Q9ouTsSN pic.twitter.com/K9dcN5scKL— BCRCMP (@BCRCMP) July 23, 2019 Kanada Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira
Tveir kanadískir unglingar sem taldir eru vera á flótta eru nú grunaðir um að hafa myrt par á þrítugsaldri en lík þeirra fundust við afskekktan þjóðveg á mánudaginn í síðustu viku í Bresku Kólumbíu. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Á föstudag fannst húsbíll æskuvinanna Kam McLeod, 19 ára, og Bryer Schmegelsky, 18 ára, brunninn til kaldra kola við sama veg og lík parsins. Lögregla segir að sést hafi til McLeod og Schmegelsky keyra út ú héraðinu og eru nú grunaðir um að hafa myrt parið. Áður voru þeir taldir týndir og hafði lögreglan ýjað að því að þeir gætu verið fórnarlömb sama morðingja og parið varð fyrir. Enn annað lík fannst nærri brenndum húsbíl ungu mannanna en ekki hefur tekist að bera kennsl á það.Sjá einnig: Uggandi yfir mögulegri tengingu milli morðannaÍ tilkynningu frá kanadísku lögreglunni (RCMP) á fimmtudag stóð: „Vegna nýjustu hræringa í málinu eru Kam og Bryer ekki taldir týndir. RCMP grunar að Kam McLeod og Bryer Sccmegelsky séu gerendur í morðunum á Lucas Fowler og Chynnu Deese og í grunsamlegu dauðsfalli Dease vatns mannsins.“ Ástralinn Lucas Fowler, 23 ára, og ameríkaninn Chynna Deese, 24 ára, voru á tveggja vikna löngu ferðalagi um Kanada en Fowler hafði verið að vinna þar.Parið fannst látið eftir að hafa verið skotið til bana við Alaska þjóðvegin 20 km. Suður af Liard hverunum sem er vinsæll ferðamannastaður. Lögreglan telur að þau hafi verið myrt aðfaranótt 14. júlí. Bíllinn þeirra fannst skammt frá líkunum og sögðu vitni við fréttamiðla fyrr í vikunni að parið hafi sést við vegkantinn eftir að bíllinn hafði bilað. Ekkert hefur heyrst til McLeod og Schmegelsky frá því í síðustu viku þegar þeir voru á leið til Yukon svæðisins vegna vinnu og hafa þeir ekki haft samband við fjölskyldur sínar síðan þá. Lögregla segir að þeir hafi sést keyra gráan Toyota Rav 4 af árgerð 2011 í gegn um norðurhluta Saskatchewan. Lögreglan veit ekki hver áfangastaður þeirra sé og hefur varað almenning við því að þeir séu „taldir hættulegir“ og ekki eigi að nálgast þá. Líkið sem fannst skammt frá húsbíl McLeod og Scmegelsky var brunnið og hefur enn ekki verið borið kennsl á það en talið er að það sé maður á sextugs- eða sjötugsaldri. „Það er óvíst að svo stöddu hvernig látni maðurinn gæti verið tengdur bílbrunanum eða mönnunum tveimur sem er saknað,“ sagði talsmaður lögreglu í tilkynningu.#NorthernRockies #NorthDistrict #DeaseLake - Police request the public's assistance in locating the suspects connected to Northern BC investigations https://t.co/p7Q9ouTsSN pic.twitter.com/K9dcN5scKL— BCRCMP (@BCRCMP) July 23, 2019
Kanada Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira