Samþykktu að halda áfram fjárveitingu til aðstandenda og eftirlifenda árásanna 11. september Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. júlí 2019 22:13 Nafnarnir tveir, John Stewart og John Feal, hafa talað fyrir frumvarpinu. Vísir/Getty Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti í dag frumvarp sem kveður á um að styrktarsjóður ætlaður þeim sem slösuðust og fjölskyldum þeirra sem létust í árásunum á Tvíburaturnana 11. september 2001 verði fjármagnaður næstu áratugina. Búist er við því að Donald Trump Bandaríkjaforseti skrifi undir frumvarpið og þar með verði það leitt í lög. 97 þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu, en tveir á móti. Sjóðnum var komið á fót árið 2001, skömmu eftir árásirnar, og greiddi fram til ársins 2004 um 7 milljarða dollara til eftirlifenda og aðstandenda þeirra sem létust. Sjóðurinn var síðan endurvakinn árið 2011 og árið 2015 samþykkti þingið að veita fé til sjóðsins til næstu fimm ára. Sjóðurinn hefði því verið lagður niður í desember á næsta ári, ef ekki væri fyrir nýsamþykkt frumvarp, sem gerir ráð fyrir fjárveitingum til sjóðsins allt til ársins 2090. Meðal þeirra sem talað hafa fyrir frumvarpinu eru grínistinn Jon Stewart og pólitíski aktívistinn John Feal. Sá síðarnefndi var hluti af viðbragðsaðgerðum eftir árásirnar og slasaðist þegar stálbiti lenti á fæti hans. Honum voru þó ekki greiddar bætur þar sem slysið átti sér rétt utan þeirra 96 klukkustunda sem gátu liðið áður en fólk ætti ekki lengur rétt á bótum. Eftir það gerðist Feal talsmaður þeirra sem höfðu slasast í viðbragðsaðgerðum á Ground Zero, þar sem turnarnir stóðu áður. Í samtali við CNN sagðist Feal vera í sjöunda himni með ákvörðun þingsins. „Hjarta mitt er við það að springa úr gleði, vegna þeirra tuga þúsunda fólks sem beðið hefur eftir niðurstöðu í þessu máli, vitandi það að svo margir munu nú fá hjálp. Við fengum allt sem við báðum um,“ sagði Feal. Hann segist hafa tileinkað fimmtán árum af lífi sínu málstaðnum og að það myndi breyta honum ef frumvarpið yrði að lögum. „Sár mín geta loks fengið að gróa, andlega sem og líkamlega.“ Frumvarpið er nefnt eftir James Zadroga, Luis Alvarex og Ray Pfeifer. Fyrrnefndu tveir voru lögreglumenn en Pfeifer var slökkviliðsmaður. Þeir voru á meðal viðbragðsaðila á vettvangi eftir að árásirnar áttu sér stað. Þeir eru allir látnir en andlát þeirra eru rakin til heilsufarsvandamála sökum vinnu þeirra við Ground Zero. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Fleiri fréttir Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Sjá meira
Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti í dag frumvarp sem kveður á um að styrktarsjóður ætlaður þeim sem slösuðust og fjölskyldum þeirra sem létust í árásunum á Tvíburaturnana 11. september 2001 verði fjármagnaður næstu áratugina. Búist er við því að Donald Trump Bandaríkjaforseti skrifi undir frumvarpið og þar með verði það leitt í lög. 97 þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu, en tveir á móti. Sjóðnum var komið á fót árið 2001, skömmu eftir árásirnar, og greiddi fram til ársins 2004 um 7 milljarða dollara til eftirlifenda og aðstandenda þeirra sem létust. Sjóðurinn var síðan endurvakinn árið 2011 og árið 2015 samþykkti þingið að veita fé til sjóðsins til næstu fimm ára. Sjóðurinn hefði því verið lagður niður í desember á næsta ári, ef ekki væri fyrir nýsamþykkt frumvarp, sem gerir ráð fyrir fjárveitingum til sjóðsins allt til ársins 2090. Meðal þeirra sem talað hafa fyrir frumvarpinu eru grínistinn Jon Stewart og pólitíski aktívistinn John Feal. Sá síðarnefndi var hluti af viðbragðsaðgerðum eftir árásirnar og slasaðist þegar stálbiti lenti á fæti hans. Honum voru þó ekki greiddar bætur þar sem slysið átti sér rétt utan þeirra 96 klukkustunda sem gátu liðið áður en fólk ætti ekki lengur rétt á bótum. Eftir það gerðist Feal talsmaður þeirra sem höfðu slasast í viðbragðsaðgerðum á Ground Zero, þar sem turnarnir stóðu áður. Í samtali við CNN sagðist Feal vera í sjöunda himni með ákvörðun þingsins. „Hjarta mitt er við það að springa úr gleði, vegna þeirra tuga þúsunda fólks sem beðið hefur eftir niðurstöðu í þessu máli, vitandi það að svo margir munu nú fá hjálp. Við fengum allt sem við báðum um,“ sagði Feal. Hann segist hafa tileinkað fimmtán árum af lífi sínu málstaðnum og að það myndi breyta honum ef frumvarpið yrði að lögum. „Sár mín geta loks fengið að gróa, andlega sem og líkamlega.“ Frumvarpið er nefnt eftir James Zadroga, Luis Alvarex og Ray Pfeifer. Fyrrnefndu tveir voru lögreglumenn en Pfeifer var slökkviliðsmaður. Þeir voru á meðal viðbragðsaðila á vettvangi eftir að árásirnar áttu sér stað. Þeir eru allir látnir en andlát þeirra eru rakin til heilsufarsvandamála sökum vinnu þeirra við Ground Zero.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Fleiri fréttir Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Sjá meira