Gareth Bale skoraði fyrir Real Madrid á móti Arsenal í nótt: „Það breytir engu“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. júlí 2019 07:30 Gareth Bale eftir leikinn í nótt. Getty/Matthew Ashton Real Madrid vann Arsenal í vítakeppni í nótt eftir að liðin höfðu gert 2-2 jafntefli í International Champions Cup æfingarmótinu en leikurinn fór fram í Maryland í Bandaríkjunum. Gareth Bale fékk sínar fyrstu mínútur með Real Madrid á undirbúningstímabilinu þegar hann kom inn á í seinni hálfleik og sá velski skoraði mark. „Hann stóð sig vel og ég er ánægður fyrir hans hönd,“ sagði Zinedine Zidane, þjálfari Real Madrid sem vill losna við Bale úr Real Madrid. Þessi frammistaða eða markið mun ekki hafa nein áhrif á framtíð Bale hjá Real Madrid. „Það breytir engu. Ekkert hefur breyst og þið þekkið stöðuna,“ sagði Zidane.Super-sub appearance for Gareth Bale... Arsenal lost a two-goal lead as Real Madrid seal penalty shoot-out victory — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) July 24, 2019Arsenal komst í 2-0 í leiknum með mörkum frá þeim Alexandre Lacazette og Pierre-Emerick Aubameyang en Real Madrid var manni færri frá níundu mínútu þegar Nacho fékk rautt spjald. Það varð jafnt í liðum á 40. mínútu þegar Grikkinn Sokratis hjá Arsenal fékk líka að líta rauða spjaldið. Eden Hazard var í byrjunarliði Real Madrid en þeir Bale og Marco Asensio skoruðu mörk spænska liðsins og jöfnuðu á fyrstu fimmtán mínútunum í seinni hálfleik. Gareth Bale klikkaði í vítaspyrnukeppninni sem Real Madrid vann þá 3-2. Granit Xhaka, Nacho Monreal og Robbie Burton klikkuðu hjá Arsenal liðinu.Leon Goretzka tryggði Bayern München 1-0 sigur á AC Milan í International Champions Cup æfingarmótinu en markið skoraði hann á þriðju mínútu í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Atlético Madrid vann síðan Guadalajara 5-4 í vítakeppni eftir að liðin gerðu markalaust jafntefli. Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Tugir hjóla frá Siglufirði til Dalvíkur í nýrri fjallahjólakeppni Sport Fleiri fréttir Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Sjá meira
Real Madrid vann Arsenal í vítakeppni í nótt eftir að liðin höfðu gert 2-2 jafntefli í International Champions Cup æfingarmótinu en leikurinn fór fram í Maryland í Bandaríkjunum. Gareth Bale fékk sínar fyrstu mínútur með Real Madrid á undirbúningstímabilinu þegar hann kom inn á í seinni hálfleik og sá velski skoraði mark. „Hann stóð sig vel og ég er ánægður fyrir hans hönd,“ sagði Zinedine Zidane, þjálfari Real Madrid sem vill losna við Bale úr Real Madrid. Þessi frammistaða eða markið mun ekki hafa nein áhrif á framtíð Bale hjá Real Madrid. „Það breytir engu. Ekkert hefur breyst og þið þekkið stöðuna,“ sagði Zidane.Super-sub appearance for Gareth Bale... Arsenal lost a two-goal lead as Real Madrid seal penalty shoot-out victory — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) July 24, 2019Arsenal komst í 2-0 í leiknum með mörkum frá þeim Alexandre Lacazette og Pierre-Emerick Aubameyang en Real Madrid var manni færri frá níundu mínútu þegar Nacho fékk rautt spjald. Það varð jafnt í liðum á 40. mínútu þegar Grikkinn Sokratis hjá Arsenal fékk líka að líta rauða spjaldið. Eden Hazard var í byrjunarliði Real Madrid en þeir Bale og Marco Asensio skoruðu mörk spænska liðsins og jöfnuðu á fyrstu fimmtán mínútunum í seinni hálfleik. Gareth Bale klikkaði í vítaspyrnukeppninni sem Real Madrid vann þá 3-2. Granit Xhaka, Nacho Monreal og Robbie Burton klikkuðu hjá Arsenal liðinu.Leon Goretzka tryggði Bayern München 1-0 sigur á AC Milan í International Champions Cup æfingarmótinu en markið skoraði hann á þriðju mínútu í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Atlético Madrid vann síðan Guadalajara 5-4 í vítakeppni eftir að liðin gerðu markalaust jafntefli.
Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Tugir hjóla frá Siglufirði til Dalvíkur í nýrri fjallahjólakeppni Sport Fleiri fréttir Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Sjá meira