Enski boltinn

Mina ákærður fyrir brot á veðmálareglum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Yerry Mina á að hafa tekið þátt í veðmálaauglýsingu í heimalandinu
Yerry Mina á að hafa tekið þátt í veðmálaauglýsingu í heimalandinu vísir/getty
Enska knattspyrnusambandið hefur ákært Yerry Mina fyrir möguleg brot á veðmálareglum sambandsins.

Evertonmaðurinn er sagður hafa brotið veðmálareglu E8 með því að taka þátt í auglýsingu fyrir veðmálastarfsemi, sem er bannað.

Hann er talinn hafa tekið þátt í auglýsingu í heimalandi sínu Kólumbíu.

Mina hefur þar til á föstudag til þess að svara ásökununum.

Mina er enn í sumarfríi þar sem hann fékk lengra sumarfrí vegna þátttöku Kólumbíu í Suður-Ameríkukeppninni. Mina kom til Everton fyrir ári síðan og tók hann þátt í 15 leikjum á síðasta tímabili. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×