Viðvörunarljós Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 25. júlí 2019 08:00 Hættuleg öfl eru á sveimi í íslensku þjóðfélagi og opinbera sig hvað eftir annað. Nýlegt dæmi er að skyndilega var farið að deila um rétt stjórnvalda til að taka fólk af lífi án dóms og laga. Þetta gerðist eftir að tillaga íslenskra stjórnvalda um óháða rannsókn á stöðu mannréttindamála á Filippseyjum var samþykkt í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. Fyrirfram hefði mátt ætla að óhugsandi væri að einstaklingar hér á landi tækju sér stöðu með stjórnvöldum sem hafa þá markvissu stefnu að myrða þegna sína. En hið ótrúlega gerðist, þegar krafist var rannsóknar yfir þessum stjórnvöldum þá framkallaði það fordæmingu hjá hópi fólks hér á landi. Ein af reglum réttarríkisins er að allir fái sanngjarna málsmeðferð og það á líka við um þá stórseku. Duterte, hinum alræmda forseta Filippseyja, hefur tekist að snarlækka glæpatíðni í landi sínu með því að láta drepa glæpamennina. Mjög skilvirk aðgerð, eins og öllum ætti að vera ljóst. Þarna er sannarlega unnið samkvæmt lögmálinu: Með illu skal illt út reka. Það er uggvænlegt að vita af einstaklingum hér á landi sem hlaupa í vörn fyrir forseta Filippseyja og koma skilmerkilega til skila þeirri skoðun sinni að hann hafi verið að vinna þjóðþrifaverk. Þessar raddir koma úr ólíklegustu áttum, jafnvel frá einstaklingum sem ættu að vita svo miklu betur. Þegar þessar raddir enduróma svo skoðanir sínar í fjölmiðlum þá er ekki laust við að fólki bregði. Þetta er málflutningur sem er algjörlega á skjön við þau lögmál sem siðaðar þjóðir viðurkenna. Eitthvað mikið er að þegar ráðamenn sem æða áfram og skeyta engu um lög og rétt fá hvað eftir annað uppklapp hér á landi frá fólki í valdastöðum. Duterte er ekki eina dæmið um leiðtoga sem skeytir engu um mannréttindi og mannúð. Hinn hugmyndaríki raðlygari Donald Trump er forseti Bandaríkjanna og hatast við alla minnihlutahópa. Nýlega sagði hann að hörundsdökkar þingkonur af erlendum uppruna gætu farið heim til sín ef þeim líkaði ekki staða mála í Bandaríkjunum. Þegar hann vék talinu að einni þeirra á fundi söngluðu stuðningsmenn forsetans: „Sendið hana til baka.“ Þetta var óhuggulegt augnablik múgæsingar sem Trump skapaði sjálfur. Hann og ríkisstjórn hans bera ábyrgð á því að börn flóttamanna eru aðskilin frá foreldrum sínum við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó og geymd í sérstökum búðum þar sem aðstæður eru skelfilegar. Enginn einstaklingur með vott af siðferðiskennd ætti að geta afsakað slíkt, en það vefst samt ekki fyrir einhverjum Íslendingum. Einn stjórnmálaflokka landsins, Miðflokkurinn, er eins og snýttur út úr nösinni á Trump. Þar eru mini-Trumpar á svo að segja öllum póstum. Þar er þingmaður sem hleypur í vörn fyrir Duterte og þar er formaður sem nýlega gerði lítið úr hinni sænsku Gretu Thunberg í blaðagrein. Áherslur flokksins eru allar æði Trumps-legar. Hættuleg öfl eru á sveimi í íslensku þjóðfélagi og hreiðra um sig á ýmsum stöðum. Viðvörunarljósin blikka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ísland í mannréttindaráði SÞ Kolbrún Bergþórsdóttir Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Hættuleg öfl eru á sveimi í íslensku þjóðfélagi og opinbera sig hvað eftir annað. Nýlegt dæmi er að skyndilega var farið að deila um rétt stjórnvalda til að taka fólk af lífi án dóms og laga. Þetta gerðist eftir að tillaga íslenskra stjórnvalda um óháða rannsókn á stöðu mannréttindamála á Filippseyjum var samþykkt í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. Fyrirfram hefði mátt ætla að óhugsandi væri að einstaklingar hér á landi tækju sér stöðu með stjórnvöldum sem hafa þá markvissu stefnu að myrða þegna sína. En hið ótrúlega gerðist, þegar krafist var rannsóknar yfir þessum stjórnvöldum þá framkallaði það fordæmingu hjá hópi fólks hér á landi. Ein af reglum réttarríkisins er að allir fái sanngjarna málsmeðferð og það á líka við um þá stórseku. Duterte, hinum alræmda forseta Filippseyja, hefur tekist að snarlækka glæpatíðni í landi sínu með því að láta drepa glæpamennina. Mjög skilvirk aðgerð, eins og öllum ætti að vera ljóst. Þarna er sannarlega unnið samkvæmt lögmálinu: Með illu skal illt út reka. Það er uggvænlegt að vita af einstaklingum hér á landi sem hlaupa í vörn fyrir forseta Filippseyja og koma skilmerkilega til skila þeirri skoðun sinni að hann hafi verið að vinna þjóðþrifaverk. Þessar raddir koma úr ólíklegustu áttum, jafnvel frá einstaklingum sem ættu að vita svo miklu betur. Þegar þessar raddir enduróma svo skoðanir sínar í fjölmiðlum þá er ekki laust við að fólki bregði. Þetta er málflutningur sem er algjörlega á skjön við þau lögmál sem siðaðar þjóðir viðurkenna. Eitthvað mikið er að þegar ráðamenn sem æða áfram og skeyta engu um lög og rétt fá hvað eftir annað uppklapp hér á landi frá fólki í valdastöðum. Duterte er ekki eina dæmið um leiðtoga sem skeytir engu um mannréttindi og mannúð. Hinn hugmyndaríki raðlygari Donald Trump er forseti Bandaríkjanna og hatast við alla minnihlutahópa. Nýlega sagði hann að hörundsdökkar þingkonur af erlendum uppruna gætu farið heim til sín ef þeim líkaði ekki staða mála í Bandaríkjunum. Þegar hann vék talinu að einni þeirra á fundi söngluðu stuðningsmenn forsetans: „Sendið hana til baka.“ Þetta var óhuggulegt augnablik múgæsingar sem Trump skapaði sjálfur. Hann og ríkisstjórn hans bera ábyrgð á því að börn flóttamanna eru aðskilin frá foreldrum sínum við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó og geymd í sérstökum búðum þar sem aðstæður eru skelfilegar. Enginn einstaklingur með vott af siðferðiskennd ætti að geta afsakað slíkt, en það vefst samt ekki fyrir einhverjum Íslendingum. Einn stjórnmálaflokka landsins, Miðflokkurinn, er eins og snýttur út úr nösinni á Trump. Þar eru mini-Trumpar á svo að segja öllum póstum. Þar er þingmaður sem hleypur í vörn fyrir Duterte og þar er formaður sem nýlega gerði lítið úr hinni sænsku Gretu Thunberg í blaðagrein. Áherslur flokksins eru allar æði Trumps-legar. Hættuleg öfl eru á sveimi í íslensku þjóðfélagi og hreiðra um sig á ýmsum stöðum. Viðvörunarljósin blikka.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar