Enski boltinn

Bannað að tala um Meistaradeildarbikarinn við Klopp

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jürgen Klopp með Meistaradeildarbikarinn.
Jürgen Klopp með Meistaradeildarbikarinn. Vísir/Getty
Liverpool hafði nóg að gera þá níu daga sem félagið eyddi í Bandaríkjunum en ferðinni lauk í nótt eftir jafntefli við Sporting í lokaleiknum.

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, gerði upp Bandaríkjaferðina í viðtali við heimasíðu félagsins.





„Það var mikið í gangi hjá okkur þessa viku. Við spiluðu þrjá leiki á stuttum tíma eftir aðeins nokkra daga æfingahrinu í Liverpool. Þetta var í lagi fyrir þá sem voru mættir á fyrsta degi en kannski aðeins of mikið fyrir þá sem komu síðar,“ sagði Klopp.







„Það var gaman að hitta allt þetta fólk og í kvöld var magnað andrúmsloft á vellinum. Við lentum í umferðarteppu á leiðinni á völlinn og það var örugglega allt fólkið sem var á leiðinni á völlinn. Það var gaman að sjá að allt þetta fólk vildi sjá okkur spila,“ sagði Klopp.

„Það er mikilvæg vika fram undan. Við förum til Evian í Frakklandi og tökum alvöru æfingabúðir þar. Á undan því eigum við varasaman leik á móti Napoli. Leikurinn á móti Lyon var aðeins settur á dagskrá vegna strákanna sem eru að koma til baka. Vonandi geta þeir allir komið við sögu í þeim leik því það væri mikilvægt fyrir okkur,“ sagði Klopp.





„Þetta var stórkostleg upplifun. En eftir þessa ferð þá má enginn tala við mig um Meistaradeildarbikarinn. Það er að baki. Við megum ekki velta okkur upp úr því lengur því við verðum nú að byrja að skrifa nýjan kafla í bókina,“ sagði Klopp.

Það má finna allt viðtalið við hann með því að smella hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×