Mætti til æfinga í brynvörðum bíl Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. júlí 2019 23:30 Jalen Ramsey er mjög öflugur varnarmaður og líka með sjálfstraustið í lagi. Getty/Michael Reaves Leikmennirnir í ameríska fótboltanum eru að mæta til æfinga þessa daganna og það styttist óðum í NFL-tímabilið sem hefst í byrjun september. Sumar af athyglissjúkum stjörnum deildarinnar leita oft nýrra leiða til að fá athygli fjölmiðla þegar þeir mæta aftur til æfinga og varnarmaðurinn Jalen Ramsey vildi tilheyra þeim hópi. Jalen Ramsey mætti til æfinga hjá liði Jacksonville Jaguars í brynvörðum bíl eins og sjá má hér fyrir neðan.Jalen Ramsey rolled into Jaguars camp in an armored truck https://t.co/ZBItNyB5Ij — Post Sports (@PostSports) July 24, 2019Jalen Ramsey er 24 ára gamall og að fara að byrja sitt fjórða tímabil með liði Jacksonville Jaguars. Fyrir ári síðan var hann mikið í fjölmiðlum eftir að hafa gagnrýnt marga af leikstjórnendum NFL-deildarinnar eins og þá Joe Flacco, Josh Allen, Jimmy Garoppolo, Eli Manning og Ben Roethlisberger svo einhverjir séu nefndir. Nú mætti vakti hann athygli á eigin kostum með því að mæta á brynvörðum bíl og fékk líka félaga sinn kynna sig inn með gjallarhorni. Þar var hann sagður svo góður að hann ætti skilið bæði eigið farsímanet og eigið fangelsi, Jalen Towers. Það síðastnefnda því hann dekkar útherja mótherjanna svo vel að það sé eins og þeir hafi verið settir í fangelsi. Að þessu sinni vildi Jalen Ramsey líka senda forráðamönnum Jacksonville Jaguars skilaboð um að hann vilji fá stóran samning. Jaguars borgar honum 3,6 milljónir dollara fyrir þetta tímabil og svo 13,7 milljónir dollara fyrir það næsta. Hann er ekki laus fyrr en sumarið 2021. Jalen Ramsey vill fá nýjan samning og það helst áður en sá gamli rennur út. Þess vegna mátti sjá peningapoka í brynvarða bílnum.@JalenRamsey is back #DUUUVALpic.twitter.com/vZgQ9yH6Qo — #DUUUVAL (@Jaguars) July 24, 2019 NFL Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Golf Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Fótbolti Fleiri fréttir Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Eina hlaup ársins sem enginn kláraði Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Dagskráin í dag: Toppslagur hér heima og stórleikur á Englandi Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sjá meira
Leikmennirnir í ameríska fótboltanum eru að mæta til æfinga þessa daganna og það styttist óðum í NFL-tímabilið sem hefst í byrjun september. Sumar af athyglissjúkum stjörnum deildarinnar leita oft nýrra leiða til að fá athygli fjölmiðla þegar þeir mæta aftur til æfinga og varnarmaðurinn Jalen Ramsey vildi tilheyra þeim hópi. Jalen Ramsey mætti til æfinga hjá liði Jacksonville Jaguars í brynvörðum bíl eins og sjá má hér fyrir neðan.Jalen Ramsey rolled into Jaguars camp in an armored truck https://t.co/ZBItNyB5Ij — Post Sports (@PostSports) July 24, 2019Jalen Ramsey er 24 ára gamall og að fara að byrja sitt fjórða tímabil með liði Jacksonville Jaguars. Fyrir ári síðan var hann mikið í fjölmiðlum eftir að hafa gagnrýnt marga af leikstjórnendum NFL-deildarinnar eins og þá Joe Flacco, Josh Allen, Jimmy Garoppolo, Eli Manning og Ben Roethlisberger svo einhverjir séu nefndir. Nú mætti vakti hann athygli á eigin kostum með því að mæta á brynvörðum bíl og fékk líka félaga sinn kynna sig inn með gjallarhorni. Þar var hann sagður svo góður að hann ætti skilið bæði eigið farsímanet og eigið fangelsi, Jalen Towers. Það síðastnefnda því hann dekkar útherja mótherjanna svo vel að það sé eins og þeir hafi verið settir í fangelsi. Að þessu sinni vildi Jalen Ramsey líka senda forráðamönnum Jacksonville Jaguars skilaboð um að hann vilji fá stóran samning. Jaguars borgar honum 3,6 milljónir dollara fyrir þetta tímabil og svo 13,7 milljónir dollara fyrir það næsta. Hann er ekki laus fyrr en sumarið 2021. Jalen Ramsey vill fá nýjan samning og það helst áður en sá gamli rennur út. Þess vegna mátti sjá peningapoka í brynvarða bílnum.@JalenRamsey is back #DUUUVALpic.twitter.com/vZgQ9yH6Qo — #DUUUVAL (@Jaguars) July 24, 2019
NFL Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Golf Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Fótbolti Fleiri fréttir Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Eina hlaup ársins sem enginn kláraði Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Dagskráin í dag: Toppslagur hér heima og stórleikur á Englandi Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sjá meira