Mætti til æfinga í brynvörðum bíl Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. júlí 2019 23:30 Jalen Ramsey er mjög öflugur varnarmaður og líka með sjálfstraustið í lagi. Getty/Michael Reaves Leikmennirnir í ameríska fótboltanum eru að mæta til æfinga þessa daganna og það styttist óðum í NFL-tímabilið sem hefst í byrjun september. Sumar af athyglissjúkum stjörnum deildarinnar leita oft nýrra leiða til að fá athygli fjölmiðla þegar þeir mæta aftur til æfinga og varnarmaðurinn Jalen Ramsey vildi tilheyra þeim hópi. Jalen Ramsey mætti til æfinga hjá liði Jacksonville Jaguars í brynvörðum bíl eins og sjá má hér fyrir neðan.Jalen Ramsey rolled into Jaguars camp in an armored truck https://t.co/ZBItNyB5Ij — Post Sports (@PostSports) July 24, 2019Jalen Ramsey er 24 ára gamall og að fara að byrja sitt fjórða tímabil með liði Jacksonville Jaguars. Fyrir ári síðan var hann mikið í fjölmiðlum eftir að hafa gagnrýnt marga af leikstjórnendum NFL-deildarinnar eins og þá Joe Flacco, Josh Allen, Jimmy Garoppolo, Eli Manning og Ben Roethlisberger svo einhverjir séu nefndir. Nú mætti vakti hann athygli á eigin kostum með því að mæta á brynvörðum bíl og fékk líka félaga sinn kynna sig inn með gjallarhorni. Þar var hann sagður svo góður að hann ætti skilið bæði eigið farsímanet og eigið fangelsi, Jalen Towers. Það síðastnefnda því hann dekkar útherja mótherjanna svo vel að það sé eins og þeir hafi verið settir í fangelsi. Að þessu sinni vildi Jalen Ramsey líka senda forráðamönnum Jacksonville Jaguars skilaboð um að hann vilji fá stóran samning. Jaguars borgar honum 3,6 milljónir dollara fyrir þetta tímabil og svo 13,7 milljónir dollara fyrir það næsta. Hann er ekki laus fyrr en sumarið 2021. Jalen Ramsey vill fá nýjan samning og það helst áður en sá gamli rennur út. Þess vegna mátti sjá peningapoka í brynvarða bílnum.@JalenRamsey is back #DUUUVALpic.twitter.com/vZgQ9yH6Qo — #DUUUVAL (@Jaguars) July 24, 2019 NFL Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Fótbolti Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Hágrét eftir heimsmeistaratitil Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Hárið í hættu hjá United manninum Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Sjá meira
Leikmennirnir í ameríska fótboltanum eru að mæta til æfinga þessa daganna og það styttist óðum í NFL-tímabilið sem hefst í byrjun september. Sumar af athyglissjúkum stjörnum deildarinnar leita oft nýrra leiða til að fá athygli fjölmiðla þegar þeir mæta aftur til æfinga og varnarmaðurinn Jalen Ramsey vildi tilheyra þeim hópi. Jalen Ramsey mætti til æfinga hjá liði Jacksonville Jaguars í brynvörðum bíl eins og sjá má hér fyrir neðan.Jalen Ramsey rolled into Jaguars camp in an armored truck https://t.co/ZBItNyB5Ij — Post Sports (@PostSports) July 24, 2019Jalen Ramsey er 24 ára gamall og að fara að byrja sitt fjórða tímabil með liði Jacksonville Jaguars. Fyrir ári síðan var hann mikið í fjölmiðlum eftir að hafa gagnrýnt marga af leikstjórnendum NFL-deildarinnar eins og þá Joe Flacco, Josh Allen, Jimmy Garoppolo, Eli Manning og Ben Roethlisberger svo einhverjir séu nefndir. Nú mætti vakti hann athygli á eigin kostum með því að mæta á brynvörðum bíl og fékk líka félaga sinn kynna sig inn með gjallarhorni. Þar var hann sagður svo góður að hann ætti skilið bæði eigið farsímanet og eigið fangelsi, Jalen Towers. Það síðastnefnda því hann dekkar útherja mótherjanna svo vel að það sé eins og þeir hafi verið settir í fangelsi. Að þessu sinni vildi Jalen Ramsey líka senda forráðamönnum Jacksonville Jaguars skilaboð um að hann vilji fá stóran samning. Jaguars borgar honum 3,6 milljónir dollara fyrir þetta tímabil og svo 13,7 milljónir dollara fyrir það næsta. Hann er ekki laus fyrr en sumarið 2021. Jalen Ramsey vill fá nýjan samning og það helst áður en sá gamli rennur út. Þess vegna mátti sjá peningapoka í brynvarða bílnum.@JalenRamsey is back #DUUUVALpic.twitter.com/vZgQ9yH6Qo — #DUUUVAL (@Jaguars) July 24, 2019
NFL Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Fótbolti Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Hágrét eftir heimsmeistaratitil Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Hárið í hættu hjá United manninum Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Sjá meira