Sveitarfélögin fagna tillögum um aukna aðstoð Íbúðalánasjóðs á landsbyggðinni Sighvatur Jónsson skrifar 25. júlí 2019 12:15 Aldís Hafsteinsdóttir, formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga. Formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga fagnar tillögum félags- og barnamálaráðherra um að Íbúðalánasjóður veiti auknu fjármagni til smíði nýrra íbúða og fjölgunar leiguhúsnæðis á landsbyggðinni. Þær muni meðal annars nýtast til að koma til móts við fjölda umsókna eftir stofnframlögum vegna byggingu leiguíbúða. Félags- og barnamálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason, sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að markaðsbrestur væri á húsnæðismarkaði víða á landsbyggðinni. Hann vísaði til tilraunaverkefnis Íbúðalánasjóðs með sjö sveitarfélögum. Bankahrunið hafi haft meiri áhrif á húsnæðismarkaðinn úti á landi en á suðvesturhorninu. Aldís Hafsteinsdóttir, formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, fagnar tillögunum. „Við höfum komið að þessu borði þannig að ég vona að þessar tillögur séu til mikilla bóta. Í fljótu bragði sé ég að þarna er margt gott.“ Aldís segir að í kjölfar vinnu við húsnæðismál við gerð hinna svokölluðu lífskjarasamninga fyrr á árinu hafi verið unnið áfram með sjö sveitarfélögum til að bæta úr stöðunni á landsbyggðinni varðandi nýbyggingar og leiguhúsnæði. Hún tekur undir orð ráðherra um markaðsbrest, munur sé á byggingarkostnaði og markaðsverði á stórum hluta landsins. „Svo er nú ekki síður dapurlegt að lánastofnanir virðast ekki leyfa landsmönnum að sitja við sama borð. Það virðist vera mismunandi aðgengi að fjármagni og kjörum eftir svæðum.“ Meðal annars á að gera sveitarfélögum á landsbyggðinni kleift að byggja íbúðir í almenna leigukerfinu með stofnframlagi frá ríkinu. „Við höfum rætt það í allt vor að það vantaði meiri fjármuni inn í stofnframlögin frá hendi ríkissjóðs þar sem að ásókn, bæði sveitarfélaga og þeirra aðila sem vilja og geta rekið óhagnaðardrifin leigufélög, er mjög mikil. Þannig að umsóknir um leiguhúsnæði sem byggt yrði með stofnframlögum eru miklu, miklu fleiri en hægt hefur verið að koma til móts við. Allt sem bætir þá stöðu er til bóta,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Ráðherra segir að breytingar verði gerðar á lögum og reglugerðum með haustinu. Húsnæðismál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga fagnar tillögum félags- og barnamálaráðherra um að Íbúðalánasjóður veiti auknu fjármagni til smíði nýrra íbúða og fjölgunar leiguhúsnæðis á landsbyggðinni. Þær muni meðal annars nýtast til að koma til móts við fjölda umsókna eftir stofnframlögum vegna byggingu leiguíbúða. Félags- og barnamálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason, sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að markaðsbrestur væri á húsnæðismarkaði víða á landsbyggðinni. Hann vísaði til tilraunaverkefnis Íbúðalánasjóðs með sjö sveitarfélögum. Bankahrunið hafi haft meiri áhrif á húsnæðismarkaðinn úti á landi en á suðvesturhorninu. Aldís Hafsteinsdóttir, formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, fagnar tillögunum. „Við höfum komið að þessu borði þannig að ég vona að þessar tillögur séu til mikilla bóta. Í fljótu bragði sé ég að þarna er margt gott.“ Aldís segir að í kjölfar vinnu við húsnæðismál við gerð hinna svokölluðu lífskjarasamninga fyrr á árinu hafi verið unnið áfram með sjö sveitarfélögum til að bæta úr stöðunni á landsbyggðinni varðandi nýbyggingar og leiguhúsnæði. Hún tekur undir orð ráðherra um markaðsbrest, munur sé á byggingarkostnaði og markaðsverði á stórum hluta landsins. „Svo er nú ekki síður dapurlegt að lánastofnanir virðast ekki leyfa landsmönnum að sitja við sama borð. Það virðist vera mismunandi aðgengi að fjármagni og kjörum eftir svæðum.“ Meðal annars á að gera sveitarfélögum á landsbyggðinni kleift að byggja íbúðir í almenna leigukerfinu með stofnframlagi frá ríkinu. „Við höfum rætt það í allt vor að það vantaði meiri fjármuni inn í stofnframlögin frá hendi ríkissjóðs þar sem að ásókn, bæði sveitarfélaga og þeirra aðila sem vilja og geta rekið óhagnaðardrifin leigufélög, er mjög mikil. Þannig að umsóknir um leiguhúsnæði sem byggt yrði með stofnframlögum eru miklu, miklu fleiri en hægt hefur verið að koma til móts við. Allt sem bætir þá stöðu er til bóta,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Ráðherra segir að breytingar verði gerðar á lögum og reglugerðum með haustinu.
Húsnæðismál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira