Enski boltinn

Fábregas kitlaði pinnann full hraustlega og má ekki keyra næsta hálfa árið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Fábregas má ekki keyra næsta hálfa árið.
Fábregas má ekki keyra næsta hálfa árið. vísir/getty
Cesc Fábregas, leikmaður Monaco, má ekki setjast undir stýri næstu sex mánuðina.

Spánverjinn náðist á 109 kílómetra hraða á klukkustund á götu í London þar sem hámarkshraðinn er 64 kílómetrar á klukkustund 4. desember síðastliðinn.

Fábregas gekkst við hraðakstrinum og baðst afsökunar á honum. Hann fékk 750 punda sekt (tæplega 115.000 íslenskar krónur) og sex refsipunkta. 

Hann var með sex refsipunkta fyrir og var sviptur ökuréttindum í hálft ár.

Fábregas leikur nú með Monaco en þegar hann kitlaði pinnann í London í byrjun desember var hann leikmaður Chelsea.

Fábregas, sem er 32 ára, hefur einnig leikið með Arsenal og Barcelona. Hann varð tvisvar sinnum Evrópumeistari og einu sinni heimsmeistari með spænska landsliðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×