Lummur Arnar Tómas Valgeirsson skrifar 26. júlí 2019 07:00 Lumman er ekki fremst í flokki íslensku flatbakstursfjölskyldunnar. Systur hennar, pönnukakan og vafflan, eru mun vinsælli kostur í fjölskylduboðum, og þrátt fyrir vinsældir orðatiltækisins þá veit ég ekki hvert ég ætti að fara til að kaupa mér heitar lummur þótt ég vildi það. Samt sem áður finnst mér alltaf gaman að vera boðið upp á lummur sem gerist að jafnaði á um það bil fimm ára fresti, þó með nokkrum vikmörkum. Það ætti því að vera auðvelt að áætla hversu oft ég hef borðað lummur á lífsleiðinni og hversu oft ég mun borða lummur áður en ég dey, miðað við meðal lífslíkur Íslendinga. Ef ég næ að lifa til níræðs mun ég því borða lummur um það til tíu sinnum í viðbót áður en ég gef upp öndina. Það er ekki víst hvort þessi ályktun standist því ég get orðið bráðkvaddur eða uppskriftin að lummum gleymst í óeirðum tengdum loftslagshamförum eða Eurovision á næstu árum. Það er því ekki ómögulegt að síðasta skipti sem ég borðaði lummur hafi verið síðasta skipti sem ég borða lummur. Það er frekar ógnvænlegt að hugsa til þess að ég hef líklega gert ótal hluti í síðasta skipti án þess að gera mér grein fyrir því. Ég er ekki viss um að ég muni nokkurn tímann sjá úlfalda aftur í eigin persónu, kaupa mér Hockey Pulver eða setjast upp í Saab. Þótt ég eigi ágætis minningar tengdar þessum hlutum finnst mér þó ólíklegt að ég muni sjá eftir þeim á þar til gerðum dánarbeði mínum. Ég á hins vegar nóg af vandamönnum sem ég hitti á um það bil fimm ára fresti, þó með nokkrum vikmörkum, og myndi sjá eftir – þótt þeir séu pínu lummó. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Tómas Valgeirsson Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Lumman er ekki fremst í flokki íslensku flatbakstursfjölskyldunnar. Systur hennar, pönnukakan og vafflan, eru mun vinsælli kostur í fjölskylduboðum, og þrátt fyrir vinsældir orðatiltækisins þá veit ég ekki hvert ég ætti að fara til að kaupa mér heitar lummur þótt ég vildi það. Samt sem áður finnst mér alltaf gaman að vera boðið upp á lummur sem gerist að jafnaði á um það bil fimm ára fresti, þó með nokkrum vikmörkum. Það ætti því að vera auðvelt að áætla hversu oft ég hef borðað lummur á lífsleiðinni og hversu oft ég mun borða lummur áður en ég dey, miðað við meðal lífslíkur Íslendinga. Ef ég næ að lifa til níræðs mun ég því borða lummur um það til tíu sinnum í viðbót áður en ég gef upp öndina. Það er ekki víst hvort þessi ályktun standist því ég get orðið bráðkvaddur eða uppskriftin að lummum gleymst í óeirðum tengdum loftslagshamförum eða Eurovision á næstu árum. Það er því ekki ómögulegt að síðasta skipti sem ég borðaði lummur hafi verið síðasta skipti sem ég borða lummur. Það er frekar ógnvænlegt að hugsa til þess að ég hef líklega gert ótal hluti í síðasta skipti án þess að gera mér grein fyrir því. Ég er ekki viss um að ég muni nokkurn tímann sjá úlfalda aftur í eigin persónu, kaupa mér Hockey Pulver eða setjast upp í Saab. Þótt ég eigi ágætis minningar tengdar þessum hlutum finnst mér þó ólíklegt að ég muni sjá eftir þeim á þar til gerðum dánarbeði mínum. Ég á hins vegar nóg af vandamönnum sem ég hitti á um það bil fimm ára fresti, þó með nokkrum vikmörkum, og myndi sjá eftir – þótt þeir séu pínu lummó.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar