Orkuskorturinn yfirvofandi Þórlindur Kjartansson skrifar 26. júlí 2019 07:00 Það fyrsta sem mér datt í hug var að athuga hleðsluna á símanum mínum. Var „ég“ ekki örugglega fullhlaðinn? Það næsta sem ég hugsaði var hversu margir hleðslubankar væru til á heimilinu. Voru þeir allir fullhlaðnir? Hvað gætum við hlaðið símana okkar oft með því að nota bara hleðslubankana? Ættum við að forgangsraða hleðslunum, þannig að einungis sími húsbóndans yrði hlaðinn ef til þess kæmi. Yrði ekki skilningur á því meðal heimilisfólksins að við slíkar neyðaraðstæður þá þyrfti allur óþarfi umsvifalaust að víkja. Afþreyingartæki yrðu að sjálfsögðu ekki hlaðin ef heimilið yrði að reiða sig á neyðarbirgðirnar af rafmagni. Hversu marga daga væri hægt að viðhalda hleðslu á einum snjallsíma á power-save stillingu? Ef það gerist sem verið er að hóta þá myndi það raska öllu daglegu lífi okkar með milljón fyrirséðum og ófyrirséðum afleiðingum. Er kominn tími til að flytja í kofa upp til fjalla, kaupa hrísgrjón og haglabyssu? Er einhver að hugsa um börnin!?Órafmögnuð rómantík Svo rifjaðist upp fyrir mér að þetta gat verið nokkuð huggulegt í gamla daga. Þá gerðist þetta stundum. Ljósin slokknuðu og maður fór í næsta herbergi til að athuga hvort það væri eins þar. Svo kíkti maður út um gluggann til að sjá hvort ljós kæmi úr gluggum nágrannanna og á ljósastaurum. Loks, þegar fullvíst var hvað hafði gerst var gengið milli herbergja með kerti, kveikt á rafhlöðudrifnu útvarpi og beðið eftir fréttum af því hvenær rafmagnið kæmist aftur á. Þetta voru ekkert endilega svo leiðinleg kvöld þegar rafmagnið fór af í bænum; pínulítið rómantískt. Kannski yrði þetta allt í lagi núna líka. Ég hugsaði að þetta gæti bara verið notaleg tilhugsun að börnin fengju að upplifa þetta. Ekkert internet, ekkert sjónvarp, ekkert Netflix. Ekkert. Bara kerti og spil. Þvílík og önnur eins samfélagsmiðla veisla sem þetta yrði. Myndir úr huggulegum stofum, fólk í daufri og fallegri kertabirtu, hlæjandi börn að leika sér með hluti. Fólk að tala saman…#rafmagnsskömmtun. Skortur yfirvofandi Það hafa nefnilega borist ískyggilegar fréttir af því undanfarnar vikur að orkan sé að klárast. Fréttatímar voru stútfullur af spádómum Landsnets um að innan örfárra ára gæti komið til þess að skammta þyrfti rafmagn til almennra notenda á Íslandi. Það er bara svo ofsalega lítið eftir og ef við höldum áfram að kaupa fótanuddtæki, flatskjái og hlaða endalaust þessi snjalltæki þá lítur bara út fyrir að það verði ekkert eftir til þess að rista brauð, elda jólasteikina eða gefa hjartastuð þegar maður fær hjartaáfall af áhyggjum yfir þessum déskotans orkuskorti. Það eru bara alltof mörg rafmagnshljómborð sem búið er að gefa í fermingargjafir á Íslandi. Það er alls ekki hægt að spreða meira rafmagni í þess háttar tilgangslausan lúxus; það þarf að hlaða snjallsímana og hjartastuðtækin. Dugir kannski að spila bara á svörtu nóturnar, að minnsta kosti á meðan hryggurinn er í ofninum. Væri þá kannski hægt að komast hjá því að slökkva ljósin hjá okkur á jólunum? Eins gott að fleiri Íslendingar hafa ekki látið plata sig út í að kaupa rafmagnsbíla. Við getum þá huggað okkur við að enginn virðist hafa sérstakar áhyggjur af bensínskorti á Íslandi. Virkar að virkja? Hvað er hægt að gera? Sem betur fer vitum við svarið. Við bara virkjum meira. Þótt rafmagnið sé búið þá er nóg til af orku. Landið okkar er svo langt frá því að vera fullnýtt. Árangur áfram, ekkert stopp. Við getum hætt að hafa samviskubit yfir öllu rafmagninu sem við sóum í að þvo fötin af börnunum okkar, horfa á vídeó á YouTube og lýsa upp heimilin að vetrum, bara ef við keyrum í gegn nokkrar virkjanir í viðbót. Hversu alvarlegt er ástandið? Ástandið er þannig að Ísland framleiðir langmest rafmagn allra þjóða í heiminum, ríflega tvöfalt meira en næstu lönd. Þegar kemur að orkunotkun þá erum við líka framarlega. Íslendingar notuðu sem samsvarar 17.479 kílóum af olíu árið 2014, sem er síðasta árið sem tímaritið The Economist hefur gert lista yfir orkufrekustu lönd heims. Og hvernig skyldi það nú vera í samanburði við önnur lönd. Jú, bensínsvelgirnir í Ameríku eru í tíunda sæti á listanum. Þar samsvaraði orkunotkunin 6.801 kílói af olíu. Hið umhverfisvæna sjálfbærnisamfélag á Íslandi notaði ekki nema 157% meiri orku á mann en Bandaríkin, tvisvar og hálfu sinnum meira. Þetta dugði okkur í annað sæti á listanum eftir olíuríkinu Qatar. Frændur okkar Norðmenn komast líka ofarlega á lista yfir orkusvelgi—orkunotkun á mann þar er rétt tæplega þriðjungur af eyðslunni okkar. Sú orkuneysla skilar þeim í fjórtánda sæti. Geggjað lítill gróði En—obb-obb-bobb, erum við ekki að gleyma einhverju hérna? Hljótum við Íslendingar ekki að vera að græða heil reiðarinnar ósköp á allri þessari umhverfisvænu orkuframleiðslu? Og jú jú, það er nú líkast til. Fjölmargir græða helling á árangri okkar í orkunotkun. Skárra væri það nú að við værum búin að láta byggja allar þessar virkjanir og stóriðjur án þess að við græddum á því. En The Economist gefur út annan áhugaverðan lista. Þeir kalla það lista yfir verstu orkunýtingu („least efficient energy use“). Á listanum er reiknað hversu mikla landsframleiðslu lönd fá fyrir hverja orkueiningu sem framleidd er. Þar trónir á toppi deildarinnar Kongó. Í öðru sæti er eyríkið Trinidad og Tobago en jöfn í þriðja til fjórða sæti eru Ísland og Mósambík (landið sem er með mynd af AK-47 riffli í þjóðfánanum). Engin hefðbundin samanburðarlönd Íslands komast nálægt árangri okkar í að græða geggjað lítið á brjálaðri orkunotkun. Þegar kemur að því að nýta orkuna illa þá erum við einfaldlega í allt annarri deild. Kannski varð bankahrunið á Íslandi ekki út af ábyrgðarlausum flatskjáakaupum venjulegs launafólks. Og kannski mætti skoða ýmislegt í orkumálum á Íslandi áður en meiri ómetanlegri náttúru er sökkt undir uppistöðulón eða byrjað er að skammta venjulegum Íslendingum rafmagn til þess að trufla ekki afgreiðsluna á afsláttarorkunni sem íslenskir samningamenn hafa selt á undirverði til risavaxinna stóriðjufyrirtækja. Það hlýtur að minnsta kosti að mega ræða það áður en allir byrja að hamstra rafmagn í hleðslubanka og hætta við að kaupa rafbíla. Og ættum við ekki að nýta betur orkuna sem við búum nú þegar yfir áður en haldið er út í fleiri framkvæmdir með óafturkræfum afleiðingum fyrir náttúruna? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Þórlindur Kjartansson Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Sjá meira
Það fyrsta sem mér datt í hug var að athuga hleðsluna á símanum mínum. Var „ég“ ekki örugglega fullhlaðinn? Það næsta sem ég hugsaði var hversu margir hleðslubankar væru til á heimilinu. Voru þeir allir fullhlaðnir? Hvað gætum við hlaðið símana okkar oft með því að nota bara hleðslubankana? Ættum við að forgangsraða hleðslunum, þannig að einungis sími húsbóndans yrði hlaðinn ef til þess kæmi. Yrði ekki skilningur á því meðal heimilisfólksins að við slíkar neyðaraðstæður þá þyrfti allur óþarfi umsvifalaust að víkja. Afþreyingartæki yrðu að sjálfsögðu ekki hlaðin ef heimilið yrði að reiða sig á neyðarbirgðirnar af rafmagni. Hversu marga daga væri hægt að viðhalda hleðslu á einum snjallsíma á power-save stillingu? Ef það gerist sem verið er að hóta þá myndi það raska öllu daglegu lífi okkar með milljón fyrirséðum og ófyrirséðum afleiðingum. Er kominn tími til að flytja í kofa upp til fjalla, kaupa hrísgrjón og haglabyssu? Er einhver að hugsa um börnin!?Órafmögnuð rómantík Svo rifjaðist upp fyrir mér að þetta gat verið nokkuð huggulegt í gamla daga. Þá gerðist þetta stundum. Ljósin slokknuðu og maður fór í næsta herbergi til að athuga hvort það væri eins þar. Svo kíkti maður út um gluggann til að sjá hvort ljós kæmi úr gluggum nágrannanna og á ljósastaurum. Loks, þegar fullvíst var hvað hafði gerst var gengið milli herbergja með kerti, kveikt á rafhlöðudrifnu útvarpi og beðið eftir fréttum af því hvenær rafmagnið kæmist aftur á. Þetta voru ekkert endilega svo leiðinleg kvöld þegar rafmagnið fór af í bænum; pínulítið rómantískt. Kannski yrði þetta allt í lagi núna líka. Ég hugsaði að þetta gæti bara verið notaleg tilhugsun að börnin fengju að upplifa þetta. Ekkert internet, ekkert sjónvarp, ekkert Netflix. Ekkert. Bara kerti og spil. Þvílík og önnur eins samfélagsmiðla veisla sem þetta yrði. Myndir úr huggulegum stofum, fólk í daufri og fallegri kertabirtu, hlæjandi börn að leika sér með hluti. Fólk að tala saman…#rafmagnsskömmtun. Skortur yfirvofandi Það hafa nefnilega borist ískyggilegar fréttir af því undanfarnar vikur að orkan sé að klárast. Fréttatímar voru stútfullur af spádómum Landsnets um að innan örfárra ára gæti komið til þess að skammta þyrfti rafmagn til almennra notenda á Íslandi. Það er bara svo ofsalega lítið eftir og ef við höldum áfram að kaupa fótanuddtæki, flatskjái og hlaða endalaust þessi snjalltæki þá lítur bara út fyrir að það verði ekkert eftir til þess að rista brauð, elda jólasteikina eða gefa hjartastuð þegar maður fær hjartaáfall af áhyggjum yfir þessum déskotans orkuskorti. Það eru bara alltof mörg rafmagnshljómborð sem búið er að gefa í fermingargjafir á Íslandi. Það er alls ekki hægt að spreða meira rafmagni í þess háttar tilgangslausan lúxus; það þarf að hlaða snjallsímana og hjartastuðtækin. Dugir kannski að spila bara á svörtu nóturnar, að minnsta kosti á meðan hryggurinn er í ofninum. Væri þá kannski hægt að komast hjá því að slökkva ljósin hjá okkur á jólunum? Eins gott að fleiri Íslendingar hafa ekki látið plata sig út í að kaupa rafmagnsbíla. Við getum þá huggað okkur við að enginn virðist hafa sérstakar áhyggjur af bensínskorti á Íslandi. Virkar að virkja? Hvað er hægt að gera? Sem betur fer vitum við svarið. Við bara virkjum meira. Þótt rafmagnið sé búið þá er nóg til af orku. Landið okkar er svo langt frá því að vera fullnýtt. Árangur áfram, ekkert stopp. Við getum hætt að hafa samviskubit yfir öllu rafmagninu sem við sóum í að þvo fötin af börnunum okkar, horfa á vídeó á YouTube og lýsa upp heimilin að vetrum, bara ef við keyrum í gegn nokkrar virkjanir í viðbót. Hversu alvarlegt er ástandið? Ástandið er þannig að Ísland framleiðir langmest rafmagn allra þjóða í heiminum, ríflega tvöfalt meira en næstu lönd. Þegar kemur að orkunotkun þá erum við líka framarlega. Íslendingar notuðu sem samsvarar 17.479 kílóum af olíu árið 2014, sem er síðasta árið sem tímaritið The Economist hefur gert lista yfir orkufrekustu lönd heims. Og hvernig skyldi það nú vera í samanburði við önnur lönd. Jú, bensínsvelgirnir í Ameríku eru í tíunda sæti á listanum. Þar samsvaraði orkunotkunin 6.801 kílói af olíu. Hið umhverfisvæna sjálfbærnisamfélag á Íslandi notaði ekki nema 157% meiri orku á mann en Bandaríkin, tvisvar og hálfu sinnum meira. Þetta dugði okkur í annað sæti á listanum eftir olíuríkinu Qatar. Frændur okkar Norðmenn komast líka ofarlega á lista yfir orkusvelgi—orkunotkun á mann þar er rétt tæplega þriðjungur af eyðslunni okkar. Sú orkuneysla skilar þeim í fjórtánda sæti. Geggjað lítill gróði En—obb-obb-bobb, erum við ekki að gleyma einhverju hérna? Hljótum við Íslendingar ekki að vera að græða heil reiðarinnar ósköp á allri þessari umhverfisvænu orkuframleiðslu? Og jú jú, það er nú líkast til. Fjölmargir græða helling á árangri okkar í orkunotkun. Skárra væri það nú að við værum búin að láta byggja allar þessar virkjanir og stóriðjur án þess að við græddum á því. En The Economist gefur út annan áhugaverðan lista. Þeir kalla það lista yfir verstu orkunýtingu („least efficient energy use“). Á listanum er reiknað hversu mikla landsframleiðslu lönd fá fyrir hverja orkueiningu sem framleidd er. Þar trónir á toppi deildarinnar Kongó. Í öðru sæti er eyríkið Trinidad og Tobago en jöfn í þriðja til fjórða sæti eru Ísland og Mósambík (landið sem er með mynd af AK-47 riffli í þjóðfánanum). Engin hefðbundin samanburðarlönd Íslands komast nálægt árangri okkar í að græða geggjað lítið á brjálaðri orkunotkun. Þegar kemur að því að nýta orkuna illa þá erum við einfaldlega í allt annarri deild. Kannski varð bankahrunið á Íslandi ekki út af ábyrgðarlausum flatskjáakaupum venjulegs launafólks. Og kannski mætti skoða ýmislegt í orkumálum á Íslandi áður en meiri ómetanlegri náttúru er sökkt undir uppistöðulón eða byrjað er að skammta venjulegum Íslendingum rafmagn til þess að trufla ekki afgreiðsluna á afsláttarorkunni sem íslenskir samningamenn hafa selt á undirverði til risavaxinna stóriðjufyrirtækja. Það hlýtur að minnsta kosti að mega ræða það áður en allir byrja að hamstra rafmagn í hleðslubanka og hætta við að kaupa rafbíla. Og ættum við ekki að nýta betur orkuna sem við búum nú þegar yfir áður en haldið er út í fleiri framkvæmdir með óafturkræfum afleiðingum fyrir náttúruna?
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun