Íslenski landsliðsmaðurinn Gunnar Ólafsson hefur spilað sinn síðasta leik fyrir Keflavík í Domino´s deild karla í körfubolta.
Gunnar er á fullu að æfa með íslenska körfuboltalandsliðinu þessa dagana en hann er líka að leita sér að nýju félagi til að spila með á komandi tímabili.
Gunnar staðfesti það í samtali við Morgunblaðið að hann hafi rift samningi sínum við Keflavík.
Gunnar Ólafsson var algjör lykilmaður með Keflavíkurliðinu í fyrra en hann kom aftur til liðsins eftir að hafa verið í þriggja ára námi með St. Francis-háskólanum í New York í Bandaríkjunum.
„Markmiðið er að spila erlendis á næstu leiktíð og ég er í raun bara að vinna í því núna að koma mér út,“ sagði Gunnar í samtali við mbl.is.
„Þessi ákvörðun mín að yfirgefa Keflavík hefur ekkert með það að gera að Sverrir hafi hætt með liðið. Ég rifti mínum samningi daginn áður en Sverrir sagði upp, þannig að það var í raun bara tilviljun að þetta skyldi hittast svona á,“ sagði Gunnar.
Sverrir Þór Sverrisson hætti óvænt með Keflavíkurliðið í sumar og Hjalti Þór Vilhjálmsson, eldri bróðir Harðar Axels Vilhjálmssonar tók við liðinu í staðinn.
Gunnar Ólafsson var næststigahæsti íslenski leikmaðurinn hjá Keflavík á síðasta tímabili með 14,1 stig að meðaltali í leik en hann var einnig með 3,9 fráköst og 2,0 stoðsendingar í leik.
Rifti samningi sínum við Keflavík og vill komast út
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið





Benoný Breki áfram á skotskónum
Enski boltinn



„Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“
Enski boltinn


Fleiri fréttir
