Umdeilt Panamafélag í 277 milljóna þrot Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. júlí 2019 11:57 Lögmannsstofan Mossack Fonseca í Panama stofnaði fjölda aflandsfélaga fyrir viðskiptavini. Vísir/AFP Skiptum er lokið í þrotabú félagsins Sýrey ehf, en um 1,52 prósent fengust upp í almennar kröfur sem voru tæplega 278 milljónir króna. Félagið, sem tekið var gjaldþrotaskipta í febrúar síðastliðnum, var eitt þeirra félaga sem dróst inn í Panamaskjalahringiðuna í apríl 2016. Félagið var stofnað af lögmanninum Sigurmari K. Albertssyni árið 2005 en hann er eiginmaður Álfheiðar Ingadóttur, fyrrverandi þingmanns og ráðherra Vinstri grænna. Í ársreikningum Sýreyjar frá 2005-2014 má sjá að það var í eigu Holt Investment Group tld. Holt Investment var skráð á Íslandi í apríl 2005, með heimilisfang panamísku lögmannsstofunnar Mossack Fonseca á Tortóla, en það félag var síðan í eigu Holt Holdings SA sem skráð var í Lúxemborg. Morgunblaðið sló því upp að „Eiginmaður Álfheiðar“ væri „hjá Mossack Fonseca“ sem hjónin mótmæltu bæði. Álfheiður taldi að fréttaflutningurinn væri aðeins hugsaður til að reyna að koma höggi á stjórnmálaflokk sinn og hana sjálfa. „Meira er ekkert um þetta að segja – það er fyrst og fremst verið að reyna að koma höggi á mig og Vinstri græn – gefa til kynna að það sé sami rassinn undir öllum sem koma nálægt pólitík og vinstri græn eigi sko bara líka !!! peninga í skattaskjólum,“ skrifaði Álfheiður á Facebook. Sigurmar hafnaði þessu einnig og sagðist hafa stofnað Sýrey meðan hann starfaði fyrir Kaupþing á sínum tíma, rétt eins og mörg önnur félög. Sýrey hafi verið stofnað þegar verið var að ganga frá skuldaskilum vegna lands í Borgarfirði, í kringum Langá. „Ég sat í stjórn Sýreyjar í sex eða sjö mánuði, ásamt Kaupþingsmanni sem heitir Eggert Hilmarsson, sem búsettur er í Lúxemborg. Þegar búið var að afgreiða skuldaskilin gekk ég úr stjórn Sýreyjar, þann 10. febrúar 2006,” sagði Sigurmar í samtali við Eyjuna.Hann sendi síðan frá sér yfirlýsingu þar sem sagðist ítrekaði að hann hafi aðeins setið í stjórn félagsins um sex mánaða skeið. „Síðan hef ég hvorki heyrt né séð þetta félag og hvorki komið nálægt nafnbreytingu þess né hugsanlegum flutningi á heimilisfesti. Sama gildir um langflest önnur félög sem ég hef stofnað og tengst tímabundið. Slík þjónusta er einfaldlega hluti af daglegum verkefnum fjölmargra lögmanna – jafnvel þeirra sem deilt hafa lífinu hamingjusamlega með fólki úr stjórnmálageiranum,“ skrifaði Sigurmar. Gjaldþrot Panama-skjölin Tengdar fréttir „Það er fyrst og fremst verið að reyna að koma höggi á mig og Vinstri græn“ Álfheiður Ingadóttir segir ekkert fjær sanni en að eiginmaður hennar eigi félag á Tortóla. 14. apríl 2016 14:28 Mest lesið Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Viðskipti innlent Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Viðskipti innlent Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Viðskipti innlent Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Sjá meira
Skiptum er lokið í þrotabú félagsins Sýrey ehf, en um 1,52 prósent fengust upp í almennar kröfur sem voru tæplega 278 milljónir króna. Félagið, sem tekið var gjaldþrotaskipta í febrúar síðastliðnum, var eitt þeirra félaga sem dróst inn í Panamaskjalahringiðuna í apríl 2016. Félagið var stofnað af lögmanninum Sigurmari K. Albertssyni árið 2005 en hann er eiginmaður Álfheiðar Ingadóttur, fyrrverandi þingmanns og ráðherra Vinstri grænna. Í ársreikningum Sýreyjar frá 2005-2014 má sjá að það var í eigu Holt Investment Group tld. Holt Investment var skráð á Íslandi í apríl 2005, með heimilisfang panamísku lögmannsstofunnar Mossack Fonseca á Tortóla, en það félag var síðan í eigu Holt Holdings SA sem skráð var í Lúxemborg. Morgunblaðið sló því upp að „Eiginmaður Álfheiðar“ væri „hjá Mossack Fonseca“ sem hjónin mótmæltu bæði. Álfheiður taldi að fréttaflutningurinn væri aðeins hugsaður til að reyna að koma höggi á stjórnmálaflokk sinn og hana sjálfa. „Meira er ekkert um þetta að segja – það er fyrst og fremst verið að reyna að koma höggi á mig og Vinstri græn – gefa til kynna að það sé sami rassinn undir öllum sem koma nálægt pólitík og vinstri græn eigi sko bara líka !!! peninga í skattaskjólum,“ skrifaði Álfheiður á Facebook. Sigurmar hafnaði þessu einnig og sagðist hafa stofnað Sýrey meðan hann starfaði fyrir Kaupþing á sínum tíma, rétt eins og mörg önnur félög. Sýrey hafi verið stofnað þegar verið var að ganga frá skuldaskilum vegna lands í Borgarfirði, í kringum Langá. „Ég sat í stjórn Sýreyjar í sex eða sjö mánuði, ásamt Kaupþingsmanni sem heitir Eggert Hilmarsson, sem búsettur er í Lúxemborg. Þegar búið var að afgreiða skuldaskilin gekk ég úr stjórn Sýreyjar, þann 10. febrúar 2006,” sagði Sigurmar í samtali við Eyjuna.Hann sendi síðan frá sér yfirlýsingu þar sem sagðist ítrekaði að hann hafi aðeins setið í stjórn félagsins um sex mánaða skeið. „Síðan hef ég hvorki heyrt né séð þetta félag og hvorki komið nálægt nafnbreytingu þess né hugsanlegum flutningi á heimilisfesti. Sama gildir um langflest önnur félög sem ég hef stofnað og tengst tímabundið. Slík þjónusta er einfaldlega hluti af daglegum verkefnum fjölmargra lögmanna – jafnvel þeirra sem deilt hafa lífinu hamingjusamlega með fólki úr stjórnmálageiranum,“ skrifaði Sigurmar.
Gjaldþrot Panama-skjölin Tengdar fréttir „Það er fyrst og fremst verið að reyna að koma höggi á mig og Vinstri græn“ Álfheiður Ingadóttir segir ekkert fjær sanni en að eiginmaður hennar eigi félag á Tortóla. 14. apríl 2016 14:28 Mest lesið Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Viðskipti innlent Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Viðskipti innlent Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Viðskipti innlent Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Sjá meira
„Það er fyrst og fremst verið að reyna að koma höggi á mig og Vinstri græn“ Álfheiður Ingadóttir segir ekkert fjær sanni en að eiginmaður hennar eigi félag á Tortóla. 14. apríl 2016 14:28