Hitabylgjan nær til Íslands eftir helgi Jóhann K. Jóhannsson skrifar 26. júlí 2019 22:15 Enn fleiri hitamet féllu í Skandinavíu og Evrópu í dag vegna hitabylgjunnar sem nú gengur yfir. Íslendingar mega vænta þess að áhrif hitabylgjunnar gæti hér á landi eftir helgi. Ekkert lát er á hitabylgjunni sem gengur yfir Skandinavíu og Evrópu. Dagsgömul hitamet féllu víða en að auki er hitinn farinn að hafa áhrif á samgöngur, til að mynda í Frakklandi þar sem lestarsamgöngur féllu niður í fjöl förnustu lestarstöð landsins, vegna rafmagnsleysis, og setti ferðaáætlanir þúsunda farþega í uppnám. Hitamet féllu í fimmtíu borgum í Frakklandi í dag, að París meðtaldri og svipaða sögu er að segja frá Þýskalandi. Viðvörun hefur verið gefin út og áætlað að 85% landsmanna hafi orðið fyrir beinum áhrifum vegna hitans. Nokkur dauðföll hafa verið tilkynnt til yfirvalda.Sumarið í ár á Íslandi hefur verið mjög gott.Vísir/VilhelmHitabylgjan nær til Íslands eftir helgi Gott veður hefur verið á allflestum stöðum hér heima á Íslandi í sumar. Veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir að hitabylgjan í Skandinavíu og Evrópu muni hafa áhrif hér á landi eftir helgi. „Við búumst við að það verði einhver hiti sem skili sér hingað til lands eftir helgi. kannski svona mánudag eða þriðjudag. Nú hafa verið að falla hitamet í Bretlandi og alveg norður til Edinborgar og í Frakklandi, París, Cambridge og Þýskaland, Holland og Lúxemborg og Belgía og við fáum okkar svona smá skerf af þessu ef spár gang eftir, eftir helgi,“ segir Páll Ágúst Þórarinsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands.Hvaða hitatölur gætum við séð?Við erum að horfa á svona tuttugu stig og hærra, tuttugu og tvö, tuttugu og þrjú stig á ansi mörgum stöðum. Suðurlandi, uppsveitir, Vesturlandi og uppsveitir og jafnvel eitthvað norður í land. Þá eina sem fær kannski ekki almennilegan hita er Norðvesturland,“ segir Páll.Og miðað við þessi orð má þá vænta að sú gula baði landsmenn með geislum?„Nei, það er ekkert endilega útlit fyrir það akkúrat. Það gæti verið að það fylgi þessi svolítil væta um sunnanvert landið og kannski eitthvað upp með vesturlandi. Ef að það gengur eftir að þá verður hlýtt og rakt,“ segir Páll Frakkland Veður Þýskaland Tengdar fréttir Líkur á þrumuveðri austantil Samskil ganga nú yfir landið að sögn veðurfræðings og rignir nú víða um austanvert landið. 26. júlí 2019 06:50 Blinda á staðreyndir að tengja hitabylgjuna ekki við hnattræna hlýnun Sum staðar hafa fyrri hitamet í Evrópu verið slegin með allt að þriggja gráðu mun í hitabylgjunni sem þar hefur geisað. 26. júlí 2019 14:30 Vætu spáð víðast hvar á landinu um helgina "Þetta er svona bærilegt, en ekkert frábært,“ svo vitnað sé í ummæli veðurfræðings. 26. júlí 2019 16:51 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira
Enn fleiri hitamet féllu í Skandinavíu og Evrópu í dag vegna hitabylgjunnar sem nú gengur yfir. Íslendingar mega vænta þess að áhrif hitabylgjunnar gæti hér á landi eftir helgi. Ekkert lát er á hitabylgjunni sem gengur yfir Skandinavíu og Evrópu. Dagsgömul hitamet féllu víða en að auki er hitinn farinn að hafa áhrif á samgöngur, til að mynda í Frakklandi þar sem lestarsamgöngur féllu niður í fjöl förnustu lestarstöð landsins, vegna rafmagnsleysis, og setti ferðaáætlanir þúsunda farþega í uppnám. Hitamet féllu í fimmtíu borgum í Frakklandi í dag, að París meðtaldri og svipaða sögu er að segja frá Þýskalandi. Viðvörun hefur verið gefin út og áætlað að 85% landsmanna hafi orðið fyrir beinum áhrifum vegna hitans. Nokkur dauðföll hafa verið tilkynnt til yfirvalda.Sumarið í ár á Íslandi hefur verið mjög gott.Vísir/VilhelmHitabylgjan nær til Íslands eftir helgi Gott veður hefur verið á allflestum stöðum hér heima á Íslandi í sumar. Veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir að hitabylgjan í Skandinavíu og Evrópu muni hafa áhrif hér á landi eftir helgi. „Við búumst við að það verði einhver hiti sem skili sér hingað til lands eftir helgi. kannski svona mánudag eða þriðjudag. Nú hafa verið að falla hitamet í Bretlandi og alveg norður til Edinborgar og í Frakklandi, París, Cambridge og Þýskaland, Holland og Lúxemborg og Belgía og við fáum okkar svona smá skerf af þessu ef spár gang eftir, eftir helgi,“ segir Páll Ágúst Þórarinsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands.Hvaða hitatölur gætum við séð?Við erum að horfa á svona tuttugu stig og hærra, tuttugu og tvö, tuttugu og þrjú stig á ansi mörgum stöðum. Suðurlandi, uppsveitir, Vesturlandi og uppsveitir og jafnvel eitthvað norður í land. Þá eina sem fær kannski ekki almennilegan hita er Norðvesturland,“ segir Páll.Og miðað við þessi orð má þá vænta að sú gula baði landsmenn með geislum?„Nei, það er ekkert endilega útlit fyrir það akkúrat. Það gæti verið að það fylgi þessi svolítil væta um sunnanvert landið og kannski eitthvað upp með vesturlandi. Ef að það gengur eftir að þá verður hlýtt og rakt,“ segir Páll
Frakkland Veður Þýskaland Tengdar fréttir Líkur á þrumuveðri austantil Samskil ganga nú yfir landið að sögn veðurfræðings og rignir nú víða um austanvert landið. 26. júlí 2019 06:50 Blinda á staðreyndir að tengja hitabylgjuna ekki við hnattræna hlýnun Sum staðar hafa fyrri hitamet í Evrópu verið slegin með allt að þriggja gráðu mun í hitabylgjunni sem þar hefur geisað. 26. júlí 2019 14:30 Vætu spáð víðast hvar á landinu um helgina "Þetta er svona bærilegt, en ekkert frábært,“ svo vitnað sé í ummæli veðurfræðings. 26. júlí 2019 16:51 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira
Líkur á þrumuveðri austantil Samskil ganga nú yfir landið að sögn veðurfræðings og rignir nú víða um austanvert landið. 26. júlí 2019 06:50
Blinda á staðreyndir að tengja hitabylgjuna ekki við hnattræna hlýnun Sum staðar hafa fyrri hitamet í Evrópu verið slegin með allt að þriggja gráðu mun í hitabylgjunni sem þar hefur geisað. 26. júlí 2019 14:30
Vætu spáð víðast hvar á landinu um helgina "Þetta er svona bærilegt, en ekkert frábært,“ svo vitnað sé í ummæli veðurfræðings. 26. júlí 2019 16:51