Kröfuhafar í þrotabú WOW Air gagnrýna harðlega greiðslufrestinn Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 27. júlí 2019 12:45 Heimildamaður fréttastofu segir vinnubrögð skiptastjóra þrotabúsins forkastanleg. Vísir/Egill Kröfuhafar í þrotabú WOW Air gagnrýna harðlega greiðslufrestinn sem bandaríska kaupsýslukonan Michele Ballarin hafi fengið vegna kaupa úr þrotabúi flugfélagsins. Heimildamaður fréttastofu segir vinnubrögð skiptastjóra þrotabúsins forkastanleg. Kaupum Michele Ballarin og félags hennar, Oasis Aviation Group, á flugrekstrartengdum eignum úr þrotabúi WOW air hefur verið rift samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Ástæðan mun vera sú að síendurtekið hafi dregist að inna af hendi fyrstu greiðslu samkvæmt kaupsamningi sem gerður var milli þrotabúsins og fyrrnefndra kaupenda. Heimildir Fréttastofu Stöðvar 2 herma jafnramt að hún sé ekki búin að greiða krónu fyrir eignirnar þó hún hafi komið fram í Morgunblaðinu og sagt frá kaupunum og fyrirætlunum sínum um að endurreisa WOW Air og hún hefði tryggt 10,5 milljarða í reksturinn. Í Morgunblaðinu kemur jafnframt fram að samkvæmt heimildum þess hafi heildarvirði viðskiptanna verið hundrað og áttatíu milljónir króna sem hafi samkvæmt samningi átt að greiðast í þremur áföngum.Kröfuhafar furða sig á því Michele Ballarin hafi fengið að ganga svona langt án þess að vera búin að greiða krónu fyrir.Vísir/gettyKröfuhafar sem fréttastofa hefur rætt við í lýsa yfir furðu sinni vegna fréttanna af kaupunum. Þeir vilja ekki koma fram undir nafni en einn þeirra sagði vinnubrögð skiptastjóra WOW air forkastanleg. Hins vegar væri réttast að koma opinberlega fram með gagnrýnina á kröfuhafafundi um miðjan ágúst. Þá vekur greiðslufrestur Ballarin furðu og að hún hefði fengið að ganga svona langt án þess að vera hún væri búin að greiða krónu fyrir. Annar sagði mjög sérstakt að hægt væri að gera tilboð í eignir og svo væri búið að básúna út um allt að búið væri að selja eignirnar þegar enginn fótur virtist vera fyrir fregnunum. Tíðindin hefðu mögulega haft þau áhrif að aðrir kaupendur hefðu hætt við tilboð eða haldið að sér höndum sem gæti haft áhrif á þrotabúið og greiðslur frá því. Sveinn Ingi Sveinsson sem áður vann í hagdeild hjá WOW Air segir að fréttir um að kaupunum hefði verið rift hefði engin áhrif á fyrirætlanir fyrirtækisins WAB air um nýtt flugfélag en WAB er búið að sækja um flugrekstrarleyfi hjá Samgöngustofu. Allt sé samkvæmt áætlun og frekari fregna sé að vænta síðar í sumar. Samkvæmt heimildum fréttastofu er írska félagið Avianta Capital á bak við fjárfestingar WAB air en skiptastjórar þrotabús WOW Air höfnuðu tilboði WAB í eignir búsins fyrr í sumar. Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Play WOW Air Tengdar fréttir Ágreiningur varð til þess að greiðslur fyrir eignir úr þrotabúi WOW drógust Ágreiningur um einn af nokkrum samningum vegna kaupa á eignum úr þrotabúi WOW air varð til þess að greiðslur á fyrsta samningnum drógust. Þetta herma heimildir fréttastofu en fullyrt er í Viðskiptamogganum að greiðslur fyrir eignirnar hafi enn ekki borist. Michele Ballarin, bandaríska athafnakonan sem hyggst endurreisa flugfélagið segist hafa tryggt félaginu sem hún kallar WOW 2 allt að hundrað milljónir Bandaríkjadala, eða um 12,5 milljarða íslenskra króna. 24. júlí 2019 12:00 Ballarin segist hafa tryggt nýja WOW allt að 12,5 milljarða Þá herma heimildir ViðskiptaMoggans að greiðslur fyrir eignir úr þrotabúi WOW air hafi enn ekki borist en greint var frá því í Fréttablaðinu fyrr i þessum mánuði að viðskiptin væru frágengin. 24. júlí 2019 07:50 Ballarin sögð skjóta upp kollinum á ólíklegustu stöðum: „Ég er forvitinn hvað hún ætlar að gera með WOW og eignirnar“ Það kemur ekki á óvart að Michele Ballarin, sem sögð er vera kaupandi af stórum hluta eigna úr þrotabúi WOW air, hyggist endurreisa félagið. Þetta segir blaðamaður hjá New York Times sem hefur skrifað um hana í bókum og blaðagreinum. Hún sé óvenjulegur persónuleiki og eigi það til að skjóta upp kolli á ólíklegustu stöðum. 23. júlí 2019 19:00 Lögmaður Ballarin segir að víst sé unnið að samningum við Dulles-flugvöll Fulltrúar flugvallarinar séu spenntir fyrir því að hýsa heimahöfn WOW-air. 26. júlí 2019 12:15 Flugmálayfirvöld kannast ekki við fullyrðingar Ballarin um WOW Air Bandaríska athafnakonan Ballarin hyggst endurreisa flugfélagið WOW Air í gegnum félagið US Aerospace Associates. Ballarin opinberaði áætlanir um veru flugfélagsins á Dulles flugvelli í viðtali við Viðskiptamoggann í gær og sagði þar frá fundum sínum með flugmálayfirvöldum þar í borg. 25. júlí 2019 22:58 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Kröfuhafar í þrotabú WOW Air gagnrýna harðlega greiðslufrestinn sem bandaríska kaupsýslukonan Michele Ballarin hafi fengið vegna kaupa úr þrotabúi flugfélagsins. Heimildamaður fréttastofu segir vinnubrögð skiptastjóra þrotabúsins forkastanleg. Kaupum Michele Ballarin og félags hennar, Oasis Aviation Group, á flugrekstrartengdum eignum úr þrotabúi WOW air hefur verið rift samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Ástæðan mun vera sú að síendurtekið hafi dregist að inna af hendi fyrstu greiðslu samkvæmt kaupsamningi sem gerður var milli þrotabúsins og fyrrnefndra kaupenda. Heimildir Fréttastofu Stöðvar 2 herma jafnramt að hún sé ekki búin að greiða krónu fyrir eignirnar þó hún hafi komið fram í Morgunblaðinu og sagt frá kaupunum og fyrirætlunum sínum um að endurreisa WOW Air og hún hefði tryggt 10,5 milljarða í reksturinn. Í Morgunblaðinu kemur jafnframt fram að samkvæmt heimildum þess hafi heildarvirði viðskiptanna verið hundrað og áttatíu milljónir króna sem hafi samkvæmt samningi átt að greiðast í þremur áföngum.Kröfuhafar furða sig á því Michele Ballarin hafi fengið að ganga svona langt án þess að vera búin að greiða krónu fyrir.Vísir/gettyKröfuhafar sem fréttastofa hefur rætt við í lýsa yfir furðu sinni vegna fréttanna af kaupunum. Þeir vilja ekki koma fram undir nafni en einn þeirra sagði vinnubrögð skiptastjóra WOW air forkastanleg. Hins vegar væri réttast að koma opinberlega fram með gagnrýnina á kröfuhafafundi um miðjan ágúst. Þá vekur greiðslufrestur Ballarin furðu og að hún hefði fengið að ganga svona langt án þess að vera hún væri búin að greiða krónu fyrir. Annar sagði mjög sérstakt að hægt væri að gera tilboð í eignir og svo væri búið að básúna út um allt að búið væri að selja eignirnar þegar enginn fótur virtist vera fyrir fregnunum. Tíðindin hefðu mögulega haft þau áhrif að aðrir kaupendur hefðu hætt við tilboð eða haldið að sér höndum sem gæti haft áhrif á þrotabúið og greiðslur frá því. Sveinn Ingi Sveinsson sem áður vann í hagdeild hjá WOW Air segir að fréttir um að kaupunum hefði verið rift hefði engin áhrif á fyrirætlanir fyrirtækisins WAB air um nýtt flugfélag en WAB er búið að sækja um flugrekstrarleyfi hjá Samgöngustofu. Allt sé samkvæmt áætlun og frekari fregna sé að vænta síðar í sumar. Samkvæmt heimildum fréttastofu er írska félagið Avianta Capital á bak við fjárfestingar WAB air en skiptastjórar þrotabús WOW Air höfnuðu tilboði WAB í eignir búsins fyrr í sumar.
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Play WOW Air Tengdar fréttir Ágreiningur varð til þess að greiðslur fyrir eignir úr þrotabúi WOW drógust Ágreiningur um einn af nokkrum samningum vegna kaupa á eignum úr þrotabúi WOW air varð til þess að greiðslur á fyrsta samningnum drógust. Þetta herma heimildir fréttastofu en fullyrt er í Viðskiptamogganum að greiðslur fyrir eignirnar hafi enn ekki borist. Michele Ballarin, bandaríska athafnakonan sem hyggst endurreisa flugfélagið segist hafa tryggt félaginu sem hún kallar WOW 2 allt að hundrað milljónir Bandaríkjadala, eða um 12,5 milljarða íslenskra króna. 24. júlí 2019 12:00 Ballarin segist hafa tryggt nýja WOW allt að 12,5 milljarða Þá herma heimildir ViðskiptaMoggans að greiðslur fyrir eignir úr þrotabúi WOW air hafi enn ekki borist en greint var frá því í Fréttablaðinu fyrr i þessum mánuði að viðskiptin væru frágengin. 24. júlí 2019 07:50 Ballarin sögð skjóta upp kollinum á ólíklegustu stöðum: „Ég er forvitinn hvað hún ætlar að gera með WOW og eignirnar“ Það kemur ekki á óvart að Michele Ballarin, sem sögð er vera kaupandi af stórum hluta eigna úr þrotabúi WOW air, hyggist endurreisa félagið. Þetta segir blaðamaður hjá New York Times sem hefur skrifað um hana í bókum og blaðagreinum. Hún sé óvenjulegur persónuleiki og eigi það til að skjóta upp kolli á ólíklegustu stöðum. 23. júlí 2019 19:00 Lögmaður Ballarin segir að víst sé unnið að samningum við Dulles-flugvöll Fulltrúar flugvallarinar séu spenntir fyrir því að hýsa heimahöfn WOW-air. 26. júlí 2019 12:15 Flugmálayfirvöld kannast ekki við fullyrðingar Ballarin um WOW Air Bandaríska athafnakonan Ballarin hyggst endurreisa flugfélagið WOW Air í gegnum félagið US Aerospace Associates. Ballarin opinberaði áætlanir um veru flugfélagsins á Dulles flugvelli í viðtali við Viðskiptamoggann í gær og sagði þar frá fundum sínum með flugmálayfirvöldum þar í borg. 25. júlí 2019 22:58 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Ágreiningur varð til þess að greiðslur fyrir eignir úr þrotabúi WOW drógust Ágreiningur um einn af nokkrum samningum vegna kaupa á eignum úr þrotabúi WOW air varð til þess að greiðslur á fyrsta samningnum drógust. Þetta herma heimildir fréttastofu en fullyrt er í Viðskiptamogganum að greiðslur fyrir eignirnar hafi enn ekki borist. Michele Ballarin, bandaríska athafnakonan sem hyggst endurreisa flugfélagið segist hafa tryggt félaginu sem hún kallar WOW 2 allt að hundrað milljónir Bandaríkjadala, eða um 12,5 milljarða íslenskra króna. 24. júlí 2019 12:00
Ballarin segist hafa tryggt nýja WOW allt að 12,5 milljarða Þá herma heimildir ViðskiptaMoggans að greiðslur fyrir eignir úr þrotabúi WOW air hafi enn ekki borist en greint var frá því í Fréttablaðinu fyrr i þessum mánuði að viðskiptin væru frágengin. 24. júlí 2019 07:50
Ballarin sögð skjóta upp kollinum á ólíklegustu stöðum: „Ég er forvitinn hvað hún ætlar að gera með WOW og eignirnar“ Það kemur ekki á óvart að Michele Ballarin, sem sögð er vera kaupandi af stórum hluta eigna úr þrotabúi WOW air, hyggist endurreisa félagið. Þetta segir blaðamaður hjá New York Times sem hefur skrifað um hana í bókum og blaðagreinum. Hún sé óvenjulegur persónuleiki og eigi það til að skjóta upp kolli á ólíklegustu stöðum. 23. júlí 2019 19:00
Lögmaður Ballarin segir að víst sé unnið að samningum við Dulles-flugvöll Fulltrúar flugvallarinar séu spenntir fyrir því að hýsa heimahöfn WOW-air. 26. júlí 2019 12:15
Flugmálayfirvöld kannast ekki við fullyrðingar Ballarin um WOW Air Bandaríska athafnakonan Ballarin hyggst endurreisa flugfélagið WOW Air í gegnum félagið US Aerospace Associates. Ballarin opinberaði áætlanir um veru flugfélagsins á Dulles flugvelli í viðtali við Viðskiptamoggann í gær og sagði þar frá fundum sínum með flugmálayfirvöldum þar í borg. 25. júlí 2019 22:58