Á baki Firminos eru nú myndir af honum með Meistaradeildarbikarinn og af honum og fjölskyldu hans með Suður-Ameríkubikarinn.
Firmino vann Meistaradeild Evrópu með Liverpool í vor og fylgdi því svo eftir með því að vinna Suður-Ameríkukeppnina með Brasilíu í sumar.
Firmino skoraði 16 mörk í 48 leikjum með Liverpool á síðasta tímabili.
Hann skoraði svo tvö mörk í Suður-Ameríkukeppninni. Firmino hefur alls skorað tólf mörk í 38 landsleikjum fyrir Brasilíu.
