Sjálfstæðismenn tapa til Miðflokks Sighvatur Arnmundsson skrifar 29. júlí 2019 06:00 Miðflokkurinn hefur verið í sókn í könnunum að undanförnu og er nú þriðji stærsti flokkurinn. Fréttablaðið/Ernir Rúmlega fimmtungur þeirra sem kusu Sjálfstæðisflokkinn í alþingiskosningunum 2017 mundu nú kjósa Miðflokkinn. Formaður Sjálfstæðisflokksins segist ekki ánægður með að mælast undir kjörfylgi en þetta séu dæmigerðar sveiflur á miðju kjörtímabili. „Inni á miðju kjörtímabili er almennt við því að búast að ríkisstjórnarflokkar gefi eitthvað eftir,“ segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, um niðurstöður nýrrar könnunar sem Zenter rannsóknir gerðu fyrir Fréttablaðið. Sjálfstæðisflokkurinn mælist enn stærsti flokkurinn en 20,5 prósent þeirra sem taka afstöðu styðja flokkinn. Fylgi flokksins minnkar frá könnun sem var gerð í síðasta mánuði þegar það var 22,6 prósent. „Hafandi sagt það þá er það alveg augljóst að við erum ekki ánægð með að sjá tölur sem eru undir síðustu kosninganiðurstöðum. Við teljum að við séum að vinna góða vinnu sem muni skila sér þegar upp er staðið,“ segir Bjarni. Í könnuninni var einnig spurt hvað fólk hefði kosið í alþingiskosningunum 2017. Af þeim sem kusu Sjálfstæðisflokkinn þá styðja 69,5 prósent flokkinn nú. Hins vegar styður 21,1 prósent af þeim nú Miðflokkinn. „Ég hef séð kannanir fyrir ekki svo löngu þar sem margir sem áður kusu Miðflokkinn ætluðu að kjósa Sjálfstæðisflokkinn og öfugt. Þetta eru bara dæmigerðar sveiflur inni á miðju kjörtímabili.“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segist telja að orkupakkamálið sé að hafa áhrif. „En kannski ekki bara út af því máli sjálfu heldur meira út af því að við viljum vera prinsippflokkur. Það sem ég vona er að menn séu að meta það við okkur að við séum flokkur sem stendur við sín prinsipp. Það birtist í orkupakkamálinu en mun gera það líka í fleiri málum.“Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Samfylkingin mælist næststærsti flokkur landsins með 14,4 prósent fylgi.visir/vilhelmMiðflokkurinn upp fyrir VG og Pírata Sjálfstæðisflokkurinn mælist enn stærsti flokkur landsins þrátt fyrir að fylgi hans dragist saman. Þetta sýna niðurstöður nýrrar könnunar sem Zenter rannsóknir gerðu fyrir Fréttablaðið. Flokkurinn mælist nú með 20,5 prósent en var með 22,6 prósent í könnun í síðasta mánuði og 25,3 prósent í kosningunum 2017. Miðflokkurinn er sá flokkur sem bætir mestu við sig frá könnun síðasta mánaðar. Alls bætir flokkurinn við sig 3,6 prósentum og mælist nú með 13,4 prósent. Í kosningunum 2017 fékk flokkurinn 10,9 prósent. Samfylkingin er næst stærsti flokkur landsins samkvæmt könnuninni með 14,4 prósenta fylgi sem er nánast það sama og flokkurinn mældist með í júní. Píratar sem voru næst stærsti flokkurinn í júní með 15,2 prósent missa nokkurt fylgi og fá nú 12,3 prósent. Það er þó meira en flokkurinn fékk í síðustu kosningum þegar hann fékk 9,2 prósent atkvæða. Fylgi annarra flokka breytist minna en Viðreisn mælist nú með 10,6 prósent og bætir 0,7 prósentustigum við sig milli kannana. Þá bætir Framsóknarflokkurinn við sig 1,1 prósentustigi og er nú með 8,2 prósent. Flokkur fólksins missir áfram fylgi og mælist nú með 3,2 prósent en fékk 4,3 prósent í júní. Aðrir flokkar fá 4,6 prósent og þar af fær Sósíalistaflokkurinn 2,7 prósent. Stuðningur við flokka er í sumum tilvikum afar mismunandi þegar kemur að ólíkum aldurshópum. Sjálfstæðisflokkurinn nýtur aðeins stuðnings 7,2 prósenta hjá yngsta aldurshópnum, sem er 18-24 ára. Í öðrum aldurshópum er stuðningur við flokkinn á bilinu 19,3 til 24,1 prósent. Svipaða sögu er að segja af Miðflokknum. Stuðningur við hann er um 4-5 prósent í yngstu aldurshópunum en 21,5 prósent hjá 45-54 ára. Vinstri græn, Píratar og Viðreisn njóta hins vegar mests stuðnings meðal yngstu kjósendanna. Rúm 22 prósent í yngsta aldurshópnum styðja Vinstri græn og rúm 19 prósent Pírata. Fylgi Pírata er raunar svipað í aldurshópunum 25-34 ára og 35-44 ára en minnkar nokkuð hjá þeim sem eldri eru. Fylgi Vinstri grænna í öðrum aldurshópum er á bilinu 9-14 prósent. Viðreisn mælist með 14 prósent hjá 25-34 ára en á bilinu 6-10 prósent hjá öðrum aldurshópum. Flokkur fólksins er sterkastur meðal elsta kjósendahópsins, þeirra sem eru 65 ára eða eldri. Ekki mældist marktækur munur á fylgi eftir aldri hjá Samfylkingunni og Framsóknarflokknum. Könnunin var framkvæmd 24.-?26. júlí síðastliðinn og var send á tvö þúsund einstaklinga í könnunarhóp Zenter rannsókna. Svarhlutfallið var 45 prósent en gögnin voru vigtuð eftir kyni, aldri og búsetu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fylgissveiflur áhugaverðar í ljósi þriðja orkupakkans Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei mælst með jafn lítið fylgi í skoðanakönnun MMR og í þeirri sem var gerð 17. júlí síðastliðinn. 19. júlí 2019 18:00 Miðflokkurinn kominn á mikið flug Miðflokkurinn nálgast kjörfylgi sitt samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins. Fylgi Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins dalar hins vegar. Vinstri græn bæta við sig fylgi ein stjórnarflokka. Píratar eru stærstir í stjórnarandstöðu. 28. júní 2019 06:00 Fylgi Sjálfstæðisflokksins dalar en Miðflokkurinn sækir í sig veðrið Fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist 19 prósent í nýrri könnun MMR sem birt er í dag. Fylgi flokksins minnkar um rúm þrjú prósentustig frá mælingu MMR í júní. 19. júlí 2019 11:35 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Fleiri fréttir Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Sjá meira
Rúmlega fimmtungur þeirra sem kusu Sjálfstæðisflokkinn í alþingiskosningunum 2017 mundu nú kjósa Miðflokkinn. Formaður Sjálfstæðisflokksins segist ekki ánægður með að mælast undir kjörfylgi en þetta séu dæmigerðar sveiflur á miðju kjörtímabili. „Inni á miðju kjörtímabili er almennt við því að búast að ríkisstjórnarflokkar gefi eitthvað eftir,“ segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, um niðurstöður nýrrar könnunar sem Zenter rannsóknir gerðu fyrir Fréttablaðið. Sjálfstæðisflokkurinn mælist enn stærsti flokkurinn en 20,5 prósent þeirra sem taka afstöðu styðja flokkinn. Fylgi flokksins minnkar frá könnun sem var gerð í síðasta mánuði þegar það var 22,6 prósent. „Hafandi sagt það þá er það alveg augljóst að við erum ekki ánægð með að sjá tölur sem eru undir síðustu kosninganiðurstöðum. Við teljum að við séum að vinna góða vinnu sem muni skila sér þegar upp er staðið,“ segir Bjarni. Í könnuninni var einnig spurt hvað fólk hefði kosið í alþingiskosningunum 2017. Af þeim sem kusu Sjálfstæðisflokkinn þá styðja 69,5 prósent flokkinn nú. Hins vegar styður 21,1 prósent af þeim nú Miðflokkinn. „Ég hef séð kannanir fyrir ekki svo löngu þar sem margir sem áður kusu Miðflokkinn ætluðu að kjósa Sjálfstæðisflokkinn og öfugt. Þetta eru bara dæmigerðar sveiflur inni á miðju kjörtímabili.“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segist telja að orkupakkamálið sé að hafa áhrif. „En kannski ekki bara út af því máli sjálfu heldur meira út af því að við viljum vera prinsippflokkur. Það sem ég vona er að menn séu að meta það við okkur að við séum flokkur sem stendur við sín prinsipp. Það birtist í orkupakkamálinu en mun gera það líka í fleiri málum.“Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Samfylkingin mælist næststærsti flokkur landsins með 14,4 prósent fylgi.visir/vilhelmMiðflokkurinn upp fyrir VG og Pírata Sjálfstæðisflokkurinn mælist enn stærsti flokkur landsins þrátt fyrir að fylgi hans dragist saman. Þetta sýna niðurstöður nýrrar könnunar sem Zenter rannsóknir gerðu fyrir Fréttablaðið. Flokkurinn mælist nú með 20,5 prósent en var með 22,6 prósent í könnun í síðasta mánuði og 25,3 prósent í kosningunum 2017. Miðflokkurinn er sá flokkur sem bætir mestu við sig frá könnun síðasta mánaðar. Alls bætir flokkurinn við sig 3,6 prósentum og mælist nú með 13,4 prósent. Í kosningunum 2017 fékk flokkurinn 10,9 prósent. Samfylkingin er næst stærsti flokkur landsins samkvæmt könnuninni með 14,4 prósenta fylgi sem er nánast það sama og flokkurinn mældist með í júní. Píratar sem voru næst stærsti flokkurinn í júní með 15,2 prósent missa nokkurt fylgi og fá nú 12,3 prósent. Það er þó meira en flokkurinn fékk í síðustu kosningum þegar hann fékk 9,2 prósent atkvæða. Fylgi annarra flokka breytist minna en Viðreisn mælist nú með 10,6 prósent og bætir 0,7 prósentustigum við sig milli kannana. Þá bætir Framsóknarflokkurinn við sig 1,1 prósentustigi og er nú með 8,2 prósent. Flokkur fólksins missir áfram fylgi og mælist nú með 3,2 prósent en fékk 4,3 prósent í júní. Aðrir flokkar fá 4,6 prósent og þar af fær Sósíalistaflokkurinn 2,7 prósent. Stuðningur við flokka er í sumum tilvikum afar mismunandi þegar kemur að ólíkum aldurshópum. Sjálfstæðisflokkurinn nýtur aðeins stuðnings 7,2 prósenta hjá yngsta aldurshópnum, sem er 18-24 ára. Í öðrum aldurshópum er stuðningur við flokkinn á bilinu 19,3 til 24,1 prósent. Svipaða sögu er að segja af Miðflokknum. Stuðningur við hann er um 4-5 prósent í yngstu aldurshópunum en 21,5 prósent hjá 45-54 ára. Vinstri græn, Píratar og Viðreisn njóta hins vegar mests stuðnings meðal yngstu kjósendanna. Rúm 22 prósent í yngsta aldurshópnum styðja Vinstri græn og rúm 19 prósent Pírata. Fylgi Pírata er raunar svipað í aldurshópunum 25-34 ára og 35-44 ára en minnkar nokkuð hjá þeim sem eldri eru. Fylgi Vinstri grænna í öðrum aldurshópum er á bilinu 9-14 prósent. Viðreisn mælist með 14 prósent hjá 25-34 ára en á bilinu 6-10 prósent hjá öðrum aldurshópum. Flokkur fólksins er sterkastur meðal elsta kjósendahópsins, þeirra sem eru 65 ára eða eldri. Ekki mældist marktækur munur á fylgi eftir aldri hjá Samfylkingunni og Framsóknarflokknum. Könnunin var framkvæmd 24.-?26. júlí síðastliðinn og var send á tvö þúsund einstaklinga í könnunarhóp Zenter rannsókna. Svarhlutfallið var 45 prósent en gögnin voru vigtuð eftir kyni, aldri og búsetu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fylgissveiflur áhugaverðar í ljósi þriðja orkupakkans Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei mælst með jafn lítið fylgi í skoðanakönnun MMR og í þeirri sem var gerð 17. júlí síðastliðinn. 19. júlí 2019 18:00 Miðflokkurinn kominn á mikið flug Miðflokkurinn nálgast kjörfylgi sitt samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins. Fylgi Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins dalar hins vegar. Vinstri græn bæta við sig fylgi ein stjórnarflokka. Píratar eru stærstir í stjórnarandstöðu. 28. júní 2019 06:00 Fylgi Sjálfstæðisflokksins dalar en Miðflokkurinn sækir í sig veðrið Fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist 19 prósent í nýrri könnun MMR sem birt er í dag. Fylgi flokksins minnkar um rúm þrjú prósentustig frá mælingu MMR í júní. 19. júlí 2019 11:35 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Fleiri fréttir Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Sjá meira
Fylgissveiflur áhugaverðar í ljósi þriðja orkupakkans Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei mælst með jafn lítið fylgi í skoðanakönnun MMR og í þeirri sem var gerð 17. júlí síðastliðinn. 19. júlí 2019 18:00
Miðflokkurinn kominn á mikið flug Miðflokkurinn nálgast kjörfylgi sitt samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins. Fylgi Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins dalar hins vegar. Vinstri græn bæta við sig fylgi ein stjórnarflokka. Píratar eru stærstir í stjórnarandstöðu. 28. júní 2019 06:00
Fylgi Sjálfstæðisflokksins dalar en Miðflokkurinn sækir í sig veðrið Fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist 19 prósent í nýrri könnun MMR sem birt er í dag. Fylgi flokksins minnkar um rúm þrjú prósentustig frá mælingu MMR í júní. 19. júlí 2019 11:35