Þrír látnir í skotárás á matarhátíð í Kaliforníu Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. júlí 2019 06:54 Frá vettvangi í Gilroy í gærkvöldi. Vísir/vilhelm Þrír eru látnir og fimmtán særðir eftir skotárás á matarhátíð í borginni Gilroy í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum í gær. Árásarmaðurinn var skotinn til bana af lögreglu skömmu eftir að hann hóf skothríð. Lögregla rannsakar nú hvort byssumaðurinn hafi átt sér vitorðsmann sem hafi flúið vettvang. Hvítlaukshátíðinni í Gilroy var við það að ljúka í gærkvöldi, eða um hálf sex að staðartíma, þegar árásarmaðurinn lét til skarar skríða. Vitni segja manninn hafa verið hvítan, á fertugsaldri og notað riffil við verknaðinn.Breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir Michael Paz, hattasölumanni á hátíðinni, að árásarmaðurinn hafi jafnframt verið íklæddur skotheldu vesti og því greinilega mætt í þeim tilgangi að skjóta á fólk. Í umfjöllun CNN um árásina frá því í gær má sjá myndbönd af vettvangi þar sem hátíðargestir flýja undan árásarmanninum. Umfjöllunina má sjá í spilaranum hér að neðan.Scot Smithee, lögreglustjóri í Gilroy, sagði á blaðamannafundi í gær að árásarmaðurinn hafi komist inn á hátíðarsvæðið með því að klippa gat á girðingu. Lögreglumenn voru þegar á vettvangi vegna hátíðarinnar og brugðust þeir skjótt við þegar árásarmaðurinn hóf skothríð. Donald Trump Bandaríkjaforseti tjáði sig um árásina á Twitter í gærkvöldi. Þar biðlaði hann til hátíðargesta að „fara varlega“.Law Enforcement is at the scene of shootings in Gilroy, California. Reports are that shooter has not yet been apprehended. Be careful and safe!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 29, 2019 Gilroy er um fimmtíu kílómetra suður af borginni San Jose. Hvítlaukshátíðin hefur verið haldin árlega í bænum síðan árið 1979. Skotárásin í borginni í gærkvöldi er sú 246. í Bandaríkjunum það sem af er ári. Tölurnar ná yfir þær árásir þar sem fjórir eða fleiri látast eða særast. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
Þrír eru látnir og fimmtán særðir eftir skotárás á matarhátíð í borginni Gilroy í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum í gær. Árásarmaðurinn var skotinn til bana af lögreglu skömmu eftir að hann hóf skothríð. Lögregla rannsakar nú hvort byssumaðurinn hafi átt sér vitorðsmann sem hafi flúið vettvang. Hvítlaukshátíðinni í Gilroy var við það að ljúka í gærkvöldi, eða um hálf sex að staðartíma, þegar árásarmaðurinn lét til skarar skríða. Vitni segja manninn hafa verið hvítan, á fertugsaldri og notað riffil við verknaðinn.Breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir Michael Paz, hattasölumanni á hátíðinni, að árásarmaðurinn hafi jafnframt verið íklæddur skotheldu vesti og því greinilega mætt í þeim tilgangi að skjóta á fólk. Í umfjöllun CNN um árásina frá því í gær má sjá myndbönd af vettvangi þar sem hátíðargestir flýja undan árásarmanninum. Umfjöllunina má sjá í spilaranum hér að neðan.Scot Smithee, lögreglustjóri í Gilroy, sagði á blaðamannafundi í gær að árásarmaðurinn hafi komist inn á hátíðarsvæðið með því að klippa gat á girðingu. Lögreglumenn voru þegar á vettvangi vegna hátíðarinnar og brugðust þeir skjótt við þegar árásarmaðurinn hóf skothríð. Donald Trump Bandaríkjaforseti tjáði sig um árásina á Twitter í gærkvöldi. Þar biðlaði hann til hátíðargesta að „fara varlega“.Law Enforcement is at the scene of shootings in Gilroy, California. Reports are that shooter has not yet been apprehended. Be careful and safe!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 29, 2019 Gilroy er um fimmtíu kílómetra suður af borginni San Jose. Hvítlaukshátíðin hefur verið haldin árlega í bænum síðan árið 1979. Skotárásin í borginni í gærkvöldi er sú 246. í Bandaríkjunum það sem af er ári. Tölurnar ná yfir þær árásir þar sem fjórir eða fleiri látast eða særast.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira