Var að reyna að eignast barn en féll þess í stað á lyfjaprófi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júlí 2019 10:00 Golden Tate með eiginkonu sinni Elise Pollard Tate. Getty/Aaron J. Thornton Útherji New York Giants liðsins í NFL-deildinni er á leiðinni í leikbann eftir að hann féll á lyfjaprófi. Ástæðurnar eru allsérstakar og aðalástæðan fyrir því að hann hefur áfrýjað banni sínu. Golden Tate, leikmaður New York Giants, var á dögunum dæmdur í fjögurra leikja bann sem er 25 prósent allra deildarleikja Giants liðsins á komandi tímabili. Tate hefur nú komið fram með sína hlið á málinu en það var í raun hann sjálfur sem tilkynnti sig inn. Tate segir frá aðstæðum sínum í færslu á Twitter sem sjá má hér fyrir neðan.My statement. pic.twitter.com/WzP7W4bclB — Golden Tate (@ShowtimeTate) July 27, 2019 Golden Tate segir þarna frá því að hann og konan hafi verið að reyna eignast barn eftir tímabilið. Þau hittu sérfræðing í apríl og hann fór að taka fjórsemislyf. Nokkrum dögum síðar áttaði Tate sig á því að efni í lyfinu var á bannlista. „Ég hætti strax á kúrnum og lét vita af málinu,“ skrifaði Golden Tate en hann hafði samband við deildina hjá NFL sem sér um lyfjamálin. „Ég talaði líka við þjálfara mína og framkvæmdastjóra félagsins. Ég gerði þetta allt löngu áður en kom í ljós að ég hafði fallið á lyfjaprófinu,“ sagði Tate. „Á tíu árum mínum í NFL-deildinni hef ég verið mjög stoltur af því að spila þessa íþrótt á réttan hátt. Ég hef verið sendiherra fyrir deildina og hef aldrei verið í vandræðum. Meðferðin sem ég fór í þarna í apríl hafði engin áhrif á frammistöðu mína á vellinum enda hefði ég þá ekki farið í hana í apríl,“ skrifaði Tate meðal annars. Golden Tate er þrítugur og gerði fjögurra ára samning við í mars. Félagið ætlar að borga honum 37,5 milljónir dollara á þessum tíma þar af er hann öruggur með 23 milljónir. Framundan er tíunda tímabil Tate í NFL-deildinni en hann hefur áður spilað með Seattle Seahawks (2010–2013), Detroit Lions (2014–2018) og Philadelphia Eagles (2018). Tate giftist Elise Pollard árið 2017 en þau höfðu verið saman frá árinu 2012. NFL Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Vélmennið leiðir Opna breska Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Reyndi allt til að koma kúlunni niður Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Sjá meira
Útherji New York Giants liðsins í NFL-deildinni er á leiðinni í leikbann eftir að hann féll á lyfjaprófi. Ástæðurnar eru allsérstakar og aðalástæðan fyrir því að hann hefur áfrýjað banni sínu. Golden Tate, leikmaður New York Giants, var á dögunum dæmdur í fjögurra leikja bann sem er 25 prósent allra deildarleikja Giants liðsins á komandi tímabili. Tate hefur nú komið fram með sína hlið á málinu en það var í raun hann sjálfur sem tilkynnti sig inn. Tate segir frá aðstæðum sínum í færslu á Twitter sem sjá má hér fyrir neðan.My statement. pic.twitter.com/WzP7W4bclB — Golden Tate (@ShowtimeTate) July 27, 2019 Golden Tate segir þarna frá því að hann og konan hafi verið að reyna eignast barn eftir tímabilið. Þau hittu sérfræðing í apríl og hann fór að taka fjórsemislyf. Nokkrum dögum síðar áttaði Tate sig á því að efni í lyfinu var á bannlista. „Ég hætti strax á kúrnum og lét vita af málinu,“ skrifaði Golden Tate en hann hafði samband við deildina hjá NFL sem sér um lyfjamálin. „Ég talaði líka við þjálfara mína og framkvæmdastjóra félagsins. Ég gerði þetta allt löngu áður en kom í ljós að ég hafði fallið á lyfjaprófinu,“ sagði Tate. „Á tíu árum mínum í NFL-deildinni hef ég verið mjög stoltur af því að spila þessa íþrótt á réttan hátt. Ég hef verið sendiherra fyrir deildina og hef aldrei verið í vandræðum. Meðferðin sem ég fór í þarna í apríl hafði engin áhrif á frammistöðu mína á vellinum enda hefði ég þá ekki farið í hana í apríl,“ skrifaði Tate meðal annars. Golden Tate er þrítugur og gerði fjögurra ára samning við í mars. Félagið ætlar að borga honum 37,5 milljónir dollara á þessum tíma þar af er hann öruggur með 23 milljónir. Framundan er tíunda tímabil Tate í NFL-deildinni en hann hefur áður spilað með Seattle Seahawks (2010–2013), Detroit Lions (2014–2018) og Philadelphia Eagles (2018). Tate giftist Elise Pollard árið 2017 en þau höfðu verið saman frá árinu 2012.
NFL Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Vélmennið leiðir Opna breska Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Reyndi allt til að koma kúlunni niður Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Sjá meira