Trump heldur áfram árásum á svarta leiðtoga Kjartan Kjartansson skrifar 29. júlí 2019 12:02 Reiði Trump forseta virðist beinast að Sharpton vegna þess að klerkurinn heimsækir Baltimore sem forsetinn segir morandi í rottum og nagdýrum. Vísir/EPA Bandaríski klerkurinn og mannréttindafrömuðurinn Al Sharpton er nýjasti svarti leiðtoginn sem Donald Trump Bandaríkjaforseti ákveður að beina spjótum sínum að. Í röð tísta kallar forsetinn Sharpton „svikahrapp“ og „vandræðagemsa“. Áður hefur forsetinn tíst á rasískan hátt um þeldökkar þingkonur og um kjördæmi svarts þingmanns. Tilefni tísta Trump um Sharpton í morgun virðist vera heimsókn klerksins til Baltimore. Trump hefur um helgina ausið svívirðingum yfir Elijah Cummings, þingmann demókrata frá borginni, sem stýrir rannsóknum eftirlitsnefndar fulltrúadeildarinnar á forsetanum og ríkisstjórn hans. Í þeim kallaði Trump kjördæmi Cummings meðal annars „viðbjóðslega hörmung sem er morandi í rottum og nagdýrum“ þar sem „engin manneskja vildi búa“. Meirihluti íbúa kjördæmisins eru blökkumenn. „Al er svikahrappur, vandræðagemsi sem er alltaf að leita að feng. Bara að gera það sem hann gerir,“ tísti Trump og deildi tísti Sharpton um að hann væri á leiðinni til Baltimore. „Hann hatar hvíta og löggur!“ tísti Trump ennfremur. Fullyrti hann að Sharpton hefði oft leitað til sín um greiða og beðið hann afsökunar í kosningabaráttunni árið 2016 um hvernig hann talaði um forsetaframbjóðandann. Sannleiksgildi þeirra fullyrðinga liggur ekki fyrir en Trump hefur fullyrt sambærilega hluti um aðra menn sem ekki hefur reynst innistæða fyrir.I have known Al for 25 years. Went to fights with him & Don King, always got along well. He “loved Trump!” He would ask me for favors often. Al is a con man, a troublemaker, always looking for a score. Just doing his thing. Must have intimidated Comcast/NBC. Hates Whites & Cops! https://t.co/ZwPZa0FWfN— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 29, 2019 Sharpton tók gagnrýni forsetans ekki þegjandi og birti mynd af þeim Trump og Jesse Jackson, öðrum svörtum mannréttindafrömuði, frá árinu 2006 þar sem Sharpton segir Trump hafa lofað þá Jackson fyrir störf þeirra. „Trump segir að ég sé vandræðagemsi og svikahrappur. Ég bý til vandamál fyrir fordómaseggi. Ef hann héldi virkilega að ég væri svikahrappur myndi hann vilja mig í ríkisstjórnina hans,“ tísti Sharpton.Trump says I'm a troublemaker & con man. I do make trouble for bigots. If he really thought I was a con man he would want me in his cabinet.— Reverend Al Sharpton (@TheRevAl) July 29, 2019 Ræðst áfram á svarta leiðtoga eftir rasísk tíst um þingkonur Bandaríkjaforseti hélt jafnframt áfram árásum sínum á Cummings á Twitter í morgun þrátt fyrir að hafa sætt gagnrýni fyrir orðbragð sitt um hann og kjördæmi hans um helgina. Trump brást við gagnrýninni með því að kalla Cummings sjálfan „rasista“. Rasísk tíst Trump um fjórar þingkonur demókrata fyrir tveimur vikum vöktu harða gagnrýni. Þar sagði hann þeim að „fara aftur“ til landa „morandi í glæpum“ sem hann vildi meina að þær væru frá. Þrjár þingkvennanna eru fæddar í Bandaríkjunum og sú fjórða, Ilhan Omar, flúði Sómalíu sem barn og er bandarískur ríkisborgari. Stuðningsmenn Trump tóku hann á orðinu á kosningafundi í Norður-Karólínu hálfri viku eftir tístin. Þá kyrjuðu þeir um að Trump ætti að vísa Omar úr landi. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump sagði umdæmi þingmanns "ógeðslegt og morandi í rottum og nagdýrum“ Cummings er þingmaður Demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings og formaður eftirlitsnefndar fulltrúadeildarinnar. Hann hefur gagnrýnt Trump harðlega í gegnum tíðina, meðal annars innflytjendastefnu ríkisstjórnar hans. 28. júlí 2019 10:41 Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Fleiri fréttir Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Sjá meira
Bandaríski klerkurinn og mannréttindafrömuðurinn Al Sharpton er nýjasti svarti leiðtoginn sem Donald Trump Bandaríkjaforseti ákveður að beina spjótum sínum að. Í röð tísta kallar forsetinn Sharpton „svikahrapp“ og „vandræðagemsa“. Áður hefur forsetinn tíst á rasískan hátt um þeldökkar þingkonur og um kjördæmi svarts þingmanns. Tilefni tísta Trump um Sharpton í morgun virðist vera heimsókn klerksins til Baltimore. Trump hefur um helgina ausið svívirðingum yfir Elijah Cummings, þingmann demókrata frá borginni, sem stýrir rannsóknum eftirlitsnefndar fulltrúadeildarinnar á forsetanum og ríkisstjórn hans. Í þeim kallaði Trump kjördæmi Cummings meðal annars „viðbjóðslega hörmung sem er morandi í rottum og nagdýrum“ þar sem „engin manneskja vildi búa“. Meirihluti íbúa kjördæmisins eru blökkumenn. „Al er svikahrappur, vandræðagemsi sem er alltaf að leita að feng. Bara að gera það sem hann gerir,“ tísti Trump og deildi tísti Sharpton um að hann væri á leiðinni til Baltimore. „Hann hatar hvíta og löggur!“ tísti Trump ennfremur. Fullyrti hann að Sharpton hefði oft leitað til sín um greiða og beðið hann afsökunar í kosningabaráttunni árið 2016 um hvernig hann talaði um forsetaframbjóðandann. Sannleiksgildi þeirra fullyrðinga liggur ekki fyrir en Trump hefur fullyrt sambærilega hluti um aðra menn sem ekki hefur reynst innistæða fyrir.I have known Al for 25 years. Went to fights with him & Don King, always got along well. He “loved Trump!” He would ask me for favors often. Al is a con man, a troublemaker, always looking for a score. Just doing his thing. Must have intimidated Comcast/NBC. Hates Whites & Cops! https://t.co/ZwPZa0FWfN— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 29, 2019 Sharpton tók gagnrýni forsetans ekki þegjandi og birti mynd af þeim Trump og Jesse Jackson, öðrum svörtum mannréttindafrömuði, frá árinu 2006 þar sem Sharpton segir Trump hafa lofað þá Jackson fyrir störf þeirra. „Trump segir að ég sé vandræðagemsi og svikahrappur. Ég bý til vandamál fyrir fordómaseggi. Ef hann héldi virkilega að ég væri svikahrappur myndi hann vilja mig í ríkisstjórnina hans,“ tísti Sharpton.Trump says I'm a troublemaker & con man. I do make trouble for bigots. If he really thought I was a con man he would want me in his cabinet.— Reverend Al Sharpton (@TheRevAl) July 29, 2019 Ræðst áfram á svarta leiðtoga eftir rasísk tíst um þingkonur Bandaríkjaforseti hélt jafnframt áfram árásum sínum á Cummings á Twitter í morgun þrátt fyrir að hafa sætt gagnrýni fyrir orðbragð sitt um hann og kjördæmi hans um helgina. Trump brást við gagnrýninni með því að kalla Cummings sjálfan „rasista“. Rasísk tíst Trump um fjórar þingkonur demókrata fyrir tveimur vikum vöktu harða gagnrýni. Þar sagði hann þeim að „fara aftur“ til landa „morandi í glæpum“ sem hann vildi meina að þær væru frá. Þrjár þingkvennanna eru fæddar í Bandaríkjunum og sú fjórða, Ilhan Omar, flúði Sómalíu sem barn og er bandarískur ríkisborgari. Stuðningsmenn Trump tóku hann á orðinu á kosningafundi í Norður-Karólínu hálfri viku eftir tístin. Þá kyrjuðu þeir um að Trump ætti að vísa Omar úr landi.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump sagði umdæmi þingmanns "ógeðslegt og morandi í rottum og nagdýrum“ Cummings er þingmaður Demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings og formaður eftirlitsnefndar fulltrúadeildarinnar. Hann hefur gagnrýnt Trump harðlega í gegnum tíðina, meðal annars innflytjendastefnu ríkisstjórnar hans. 28. júlí 2019 10:41 Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Fleiri fréttir Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Sjá meira
Trump sagði umdæmi þingmanns "ógeðslegt og morandi í rottum og nagdýrum“ Cummings er þingmaður Demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings og formaður eftirlitsnefndar fulltrúadeildarinnar. Hann hefur gagnrýnt Trump harðlega í gegnum tíðina, meðal annars innflytjendastefnu ríkisstjórnar hans. 28. júlí 2019 10:41