Strætó og Pósturinn taka niður áróður Orkunnar okkar Kjartan Kjartansson skrifar 29. júlí 2019 14:31 Áróðursspjald Orkunnar okkar utan á strætóskýli á höfuðborgarsvæðinu. Ekki er leyfilegt að hengja upp slík spjöld á skýlin. Skjáskot Áróðursspjöld samtakanna Orkunnar okkar gegn þriðja orkupakkanum svonefnda sem sett voru upp í strætóskýlum og á pósthúsi í höfuðborginni verða fjarlægð. Einn stofnenda samtakanna segir að rætt hafi verið við þann sem hengdi spjöldin upp á þessum stöðum. Þau hafi ekki verið hengd þar upp með vilja samtakanna. Strætó birti myndir af áróðursspjöldum gegn þriðja orkupakkanum sem límd höfðu verið á rúður í skýlum á Twitter-síðu sinni í dag. Á myndunum má sjá að spjöldin eru merkt Orkunni okkar, samtökum sem hafa beitt sér gegn innleiðingu evrópsku reglugerðarinnar. „Við vekjum athygli á að það er stranglega bannað að líma auglýsingar eða önnur skilaboð á strætóskýli,“ segir í tísti Strætó um spjöldin.Við vekjum athygli á að það er stranglega bannað að líma auglýsingar eða önnur skilaboð á strætóskýli. pic.twitter.com/g0JStEyW3o— Strætó (@straetobs) July 29, 2019 Í færslu sem deilt var í Facebook-hópnum „Orkan okkar baráttuhópur“ í gær kemur fram að baráttumaður samtakanna segist hafa sett upp níutíu plaköt. Með færslunni fylgja myndir af áróðursspjöldunum á strætóskýlum, hraðbanka og utan á pósthúsi. Facebook-síða Orkunnar okkar er skráð með stjórnendaréttindi í hópnum.Myndum af áróðursspjöldum á ýmsum opinberum stöðum var deilt í Facebook-hóp á vegum Orkunnar okkar.SkjáskotBrynjar Smári Rúnarsson, forstöðumaður markaðsdeildar Póstsins, segir að áróðursspjald frá Orkunni okkar hafi verið límt utan á pósthús í Mosfellsbæ. Starfsmaður hafi fjarlægt það. Hann staðfestir að ekki megi setja upp auglýsingaefni í pósthúsum annað en það sem tengist þjónustu Póstsins sjálfs.Ekki með vilja eða samkvæmt stefnu samtakanna Samtökin sögðust í færslu á vefsíðu sinni fyrir helgi hafa dreift um fimm hundruð plakötum af þúsund sem hafi verið prentuð út. Fólk hafi sett sig í samband og sótt spjöld til að hengja upp á höfuðborgarsvæðinu, Borgarfirði og á Suðurlandi. Spjöld hafi einnig verið send í Húnavatnssýslu, á Akureyri og Húsavík. Júlíus Valsson, einn stofnenda Orkunnar okkar, segir við Vísi að spjöldin hafi ekki verið hengd upp á þessum stöðum með vilja samtakanna og að það samræmist ekki stefnu þeirra. Þau hafi bent einstaklingnum sem hafi hengt þau upp á að það væri ekki leyfilegt. Samtökin geti ekki borið ábyrgð á því hvað sjálfboðaliðar sem hengja spjöldin upp geri. Algengast sé að þeir sem hengja upp spjöld fyrir samtökin fari í fyrirtæki og verslanir og biðji um leyfi til að hengja þau upp. „Við erum bara algerlega mótfallin þessu. Ekki það að við viljum að póstarnir fari sem víðast en ekki að það sé verið að klína þeim upp á stöðum þar sem er ekki leyfilega að pósta,“ segir Júlíus. Íslandspóstur Strætó Þriðji orkupakkinn Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Fleiri fréttir Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Sjá meira
Áróðursspjöld samtakanna Orkunnar okkar gegn þriðja orkupakkanum svonefnda sem sett voru upp í strætóskýlum og á pósthúsi í höfuðborginni verða fjarlægð. Einn stofnenda samtakanna segir að rætt hafi verið við þann sem hengdi spjöldin upp á þessum stöðum. Þau hafi ekki verið hengd þar upp með vilja samtakanna. Strætó birti myndir af áróðursspjöldum gegn þriðja orkupakkanum sem límd höfðu verið á rúður í skýlum á Twitter-síðu sinni í dag. Á myndunum má sjá að spjöldin eru merkt Orkunni okkar, samtökum sem hafa beitt sér gegn innleiðingu evrópsku reglugerðarinnar. „Við vekjum athygli á að það er stranglega bannað að líma auglýsingar eða önnur skilaboð á strætóskýli,“ segir í tísti Strætó um spjöldin.Við vekjum athygli á að það er stranglega bannað að líma auglýsingar eða önnur skilaboð á strætóskýli. pic.twitter.com/g0JStEyW3o— Strætó (@straetobs) July 29, 2019 Í færslu sem deilt var í Facebook-hópnum „Orkan okkar baráttuhópur“ í gær kemur fram að baráttumaður samtakanna segist hafa sett upp níutíu plaköt. Með færslunni fylgja myndir af áróðursspjöldunum á strætóskýlum, hraðbanka og utan á pósthúsi. Facebook-síða Orkunnar okkar er skráð með stjórnendaréttindi í hópnum.Myndum af áróðursspjöldum á ýmsum opinberum stöðum var deilt í Facebook-hóp á vegum Orkunnar okkar.SkjáskotBrynjar Smári Rúnarsson, forstöðumaður markaðsdeildar Póstsins, segir að áróðursspjald frá Orkunni okkar hafi verið límt utan á pósthús í Mosfellsbæ. Starfsmaður hafi fjarlægt það. Hann staðfestir að ekki megi setja upp auglýsingaefni í pósthúsum annað en það sem tengist þjónustu Póstsins sjálfs.Ekki með vilja eða samkvæmt stefnu samtakanna Samtökin sögðust í færslu á vefsíðu sinni fyrir helgi hafa dreift um fimm hundruð plakötum af þúsund sem hafi verið prentuð út. Fólk hafi sett sig í samband og sótt spjöld til að hengja upp á höfuðborgarsvæðinu, Borgarfirði og á Suðurlandi. Spjöld hafi einnig verið send í Húnavatnssýslu, á Akureyri og Húsavík. Júlíus Valsson, einn stofnenda Orkunnar okkar, segir við Vísi að spjöldin hafi ekki verið hengd upp á þessum stöðum með vilja samtakanna og að það samræmist ekki stefnu þeirra. Þau hafi bent einstaklingnum sem hafi hengt þau upp á að það væri ekki leyfilegt. Samtökin geti ekki borið ábyrgð á því hvað sjálfboðaliðar sem hengja spjöldin upp geri. Algengast sé að þeir sem hengja upp spjöld fyrir samtökin fari í fyrirtæki og verslanir og biðji um leyfi til að hengja þau upp. „Við erum bara algerlega mótfallin þessu. Ekki það að við viljum að póstarnir fari sem víðast en ekki að það sé verið að klína þeim upp á stöðum þar sem er ekki leyfilega að pósta,“ segir Júlíus.
Íslandspóstur Strætó Þriðji orkupakkinn Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Fleiri fréttir Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Sjá meira