Strætó og Pósturinn taka niður áróður Orkunnar okkar Kjartan Kjartansson skrifar 29. júlí 2019 14:31 Áróðursspjald Orkunnar okkar utan á strætóskýli á höfuðborgarsvæðinu. Ekki er leyfilegt að hengja upp slík spjöld á skýlin. Skjáskot Áróðursspjöld samtakanna Orkunnar okkar gegn þriðja orkupakkanum svonefnda sem sett voru upp í strætóskýlum og á pósthúsi í höfuðborginni verða fjarlægð. Einn stofnenda samtakanna segir að rætt hafi verið við þann sem hengdi spjöldin upp á þessum stöðum. Þau hafi ekki verið hengd þar upp með vilja samtakanna. Strætó birti myndir af áróðursspjöldum gegn þriðja orkupakkanum sem límd höfðu verið á rúður í skýlum á Twitter-síðu sinni í dag. Á myndunum má sjá að spjöldin eru merkt Orkunni okkar, samtökum sem hafa beitt sér gegn innleiðingu evrópsku reglugerðarinnar. „Við vekjum athygli á að það er stranglega bannað að líma auglýsingar eða önnur skilaboð á strætóskýli,“ segir í tísti Strætó um spjöldin.Við vekjum athygli á að það er stranglega bannað að líma auglýsingar eða önnur skilaboð á strætóskýli. pic.twitter.com/g0JStEyW3o— Strætó (@straetobs) July 29, 2019 Í færslu sem deilt var í Facebook-hópnum „Orkan okkar baráttuhópur“ í gær kemur fram að baráttumaður samtakanna segist hafa sett upp níutíu plaköt. Með færslunni fylgja myndir af áróðursspjöldunum á strætóskýlum, hraðbanka og utan á pósthúsi. Facebook-síða Orkunnar okkar er skráð með stjórnendaréttindi í hópnum.Myndum af áróðursspjöldum á ýmsum opinberum stöðum var deilt í Facebook-hóp á vegum Orkunnar okkar.SkjáskotBrynjar Smári Rúnarsson, forstöðumaður markaðsdeildar Póstsins, segir að áróðursspjald frá Orkunni okkar hafi verið límt utan á pósthús í Mosfellsbæ. Starfsmaður hafi fjarlægt það. Hann staðfestir að ekki megi setja upp auglýsingaefni í pósthúsum annað en það sem tengist þjónustu Póstsins sjálfs.Ekki með vilja eða samkvæmt stefnu samtakanna Samtökin sögðust í færslu á vefsíðu sinni fyrir helgi hafa dreift um fimm hundruð plakötum af þúsund sem hafi verið prentuð út. Fólk hafi sett sig í samband og sótt spjöld til að hengja upp á höfuðborgarsvæðinu, Borgarfirði og á Suðurlandi. Spjöld hafi einnig verið send í Húnavatnssýslu, á Akureyri og Húsavík. Júlíus Valsson, einn stofnenda Orkunnar okkar, segir við Vísi að spjöldin hafi ekki verið hengd upp á þessum stöðum með vilja samtakanna og að það samræmist ekki stefnu þeirra. Þau hafi bent einstaklingnum sem hafi hengt þau upp á að það væri ekki leyfilegt. Samtökin geti ekki borið ábyrgð á því hvað sjálfboðaliðar sem hengja spjöldin upp geri. Algengast sé að þeir sem hengja upp spjöld fyrir samtökin fari í fyrirtæki og verslanir og biðji um leyfi til að hengja þau upp. „Við erum bara algerlega mótfallin þessu. Ekki það að við viljum að póstarnir fari sem víðast en ekki að það sé verið að klína þeim upp á stöðum þar sem er ekki leyfilega að pósta,“ segir Júlíus. Íslandspóstur Strætó Þriðji orkupakkinn Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa Erlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira
Áróðursspjöld samtakanna Orkunnar okkar gegn þriðja orkupakkanum svonefnda sem sett voru upp í strætóskýlum og á pósthúsi í höfuðborginni verða fjarlægð. Einn stofnenda samtakanna segir að rætt hafi verið við þann sem hengdi spjöldin upp á þessum stöðum. Þau hafi ekki verið hengd þar upp með vilja samtakanna. Strætó birti myndir af áróðursspjöldum gegn þriðja orkupakkanum sem límd höfðu verið á rúður í skýlum á Twitter-síðu sinni í dag. Á myndunum má sjá að spjöldin eru merkt Orkunni okkar, samtökum sem hafa beitt sér gegn innleiðingu evrópsku reglugerðarinnar. „Við vekjum athygli á að það er stranglega bannað að líma auglýsingar eða önnur skilaboð á strætóskýli,“ segir í tísti Strætó um spjöldin.Við vekjum athygli á að það er stranglega bannað að líma auglýsingar eða önnur skilaboð á strætóskýli. pic.twitter.com/g0JStEyW3o— Strætó (@straetobs) July 29, 2019 Í færslu sem deilt var í Facebook-hópnum „Orkan okkar baráttuhópur“ í gær kemur fram að baráttumaður samtakanna segist hafa sett upp níutíu plaköt. Með færslunni fylgja myndir af áróðursspjöldunum á strætóskýlum, hraðbanka og utan á pósthúsi. Facebook-síða Orkunnar okkar er skráð með stjórnendaréttindi í hópnum.Myndum af áróðursspjöldum á ýmsum opinberum stöðum var deilt í Facebook-hóp á vegum Orkunnar okkar.SkjáskotBrynjar Smári Rúnarsson, forstöðumaður markaðsdeildar Póstsins, segir að áróðursspjald frá Orkunni okkar hafi verið límt utan á pósthús í Mosfellsbæ. Starfsmaður hafi fjarlægt það. Hann staðfestir að ekki megi setja upp auglýsingaefni í pósthúsum annað en það sem tengist þjónustu Póstsins sjálfs.Ekki með vilja eða samkvæmt stefnu samtakanna Samtökin sögðust í færslu á vefsíðu sinni fyrir helgi hafa dreift um fimm hundruð plakötum af þúsund sem hafi verið prentuð út. Fólk hafi sett sig í samband og sótt spjöld til að hengja upp á höfuðborgarsvæðinu, Borgarfirði og á Suðurlandi. Spjöld hafi einnig verið send í Húnavatnssýslu, á Akureyri og Húsavík. Júlíus Valsson, einn stofnenda Orkunnar okkar, segir við Vísi að spjöldin hafi ekki verið hengd upp á þessum stöðum með vilja samtakanna og að það samræmist ekki stefnu þeirra. Þau hafi bent einstaklingnum sem hafi hengt þau upp á að það væri ekki leyfilegt. Samtökin geti ekki borið ábyrgð á því hvað sjálfboðaliðar sem hengja spjöldin upp geri. Algengast sé að þeir sem hengja upp spjöld fyrir samtökin fari í fyrirtæki og verslanir og biðji um leyfi til að hengja þau upp. „Við erum bara algerlega mótfallin þessu. Ekki það að við viljum að póstarnir fari sem víðast en ekki að það sé verið að klína þeim upp á stöðum þar sem er ekki leyfilega að pósta,“ segir Júlíus.
Íslandspóstur Strætó Þriðji orkupakkinn Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa Erlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira