Serena Williams og Andy Murray eru úr leik í tvenndarleik á Wimbledon-mótinu í tennis.
„Mur-rena“, eins og þau hafa verið kölluð, töpuðu fyrir Bruno Soares og Nicole Melichar í 3. umferð í dag, 6-3, 4-6, 6-2.
Þetta er fyrsta mót Murrays síðan hann gekkst undir aðgerð á mjöðm fyrir hálfu ári. Skotinn vonast til að taka þátt í einliðaleik aftur á næstu mánuðum. Í gær sagði hann þó að hann yrði líklega ekki með á Opna bandaríska í september.
Williams er hins vegar enn með í einliðaleik á Wimbledon. Hún er komin í undanúrslit þar sem hún mætir Barboru Strýcová frá Tékklandi. Í hinni undanúrslitaviðureigninni mætast Elina Svitolina frá Úkraínu og Simona Halep frá Rúmeníu.
Hin bandaríska Williams vann gull í tvenndarleik á Wimbledon 1998, eða fyrir 21 ári síðan. Þá keppti hún með landa sínum, Justin Gimelstob.
Mur-rena úr leik á Wimbledon

Tengdar fréttir

Williams sektuð um rúmlega milljón fyrir vallarskemmdir á Wimbledon
Serena Williams þarf að borga tæp átta þúsund pund, sem nemur rúmlega 1,2 milljónum króna, í sekt fyrir að skemma völl á Wimbledon.

Serena þurfti að hitta sálfræðing eftir reiðiskastið á Opna bandaríska
Serena Williams þurfti að leita sér sálfræðihjálpar eftir reiðiskast hennar í úrslitaleik Opna bandaríska risamótsins í tennis á síðasta ári.

Sigurganga „Murena“ heldur áfram
Andy Murray og Serena Williams eru komin í 16-liða úrslit á Wimbledon-mótinu í tennis.