
Jeffs og Andri stýra Eyjamönnum út tímabilið

Jeffs tekur við þjálfarastarfinu hjá ÍBV af Pedro Hipolito sem var rekinn frá félaginu í lok júní. Jeffs og Andri stýrðu ÍBV í tapinu fyrir KR, 1-2, á laugardaginn.
Jeffs heldur áfram starfi sínu sem aðstoðarþjálfari kvennalandsliðsins. Hann fær frí frá ÍBV til að fara í verkefni landsliðsins um mánaðarmótin ágúst/september. Það skarast á við leik ÍBV og Vals en Andri heldur um stjórnartaumana hjá Eyjamönnum í þeim leik.
ÍBV er í tólfta og neðsta sæti Pepsi Max-deildarinnar með fimm stig, sex stigum frá öruggu sæti. Næsti leikur liðsins er gegn FH á Hásteinsvelli á laugardaginn.
Jeffs og Andri eru í hópi leikjahæstu leikmanna ÍBV í efstu deild. Jeffs þjálfaði einnig kvennalið ÍBV í nokkur ár og gerði það að bikarmeisturum 2017. Andri var í þjálfarateymi karlaliðs ÍBV á síðasta tímabili.
Tengdar fréttir

KR-ingar líka búnir að ná toppsætinu yfir bestu aðsóknina í Pepsi Max deildinni
KR-ingar eru á toppnum í Pepsi Max deild karla í fótbolta og þá bæði í stigasöfnun og yfir bestu mætingu áhorfenda liðanna tólf.

Sjáðu frábært mark Óskars í Eyjum og mörkin úr sigri Skagamanna
KR er búið að vinna átta deildarleiki í röð og Skagamenn eru komnir aftur á beinu brautina.

Eyjamenn vilja ganga frá ráðningu nýs þjálfara fyrir næsta leik
Ian Jeffs verður áfram í þjálfarateymi ÍBV en ekki er ljóst hvert hlutverk hans verður.

Gary Martin: Ég tapaði allri gleði og því sem þarf til að spila fótbolta hjá Val
Athyglisvert viðtal við Englendinginn í kvöld.

Hipolito hættur hjá ÍBV
ÍBV og þjálfarinn komust að samkomulagi um starfslok. Ian Jeffs tekur tímabundið við þjálfun meistaraflokks karla.

Pepsi Max-mörkin: Afrekaskrá Pedros stutt
Pedro Hipólito var látinn fara frá ÍBV eftir tapið fyrir Stjörnunni á sunnudaginn.

Erfið ár eftir brotthvarf Heimis Hallgríms: Þjálfararnir koma og fara í Eyjum
Eyjamenn hafa enn á ný þurft að skipta um þjálfara karlaliðsins síns en knattspyrnuráð ÍBV og Pedro Hipolito komust í gær að samkomulagi um að ljúka samstarfi sínu.

Hipolito: Opinn fyrir því að þjálfa áfram á Íslandi
Pedro Hipolito var staddur á skrifstofu ÍBV í morgun að ná í dótið sitt er Vísir heyrði í honum hljóðið. Hann var rekinn sem þjálfari karlaliðs félagsins í gær. Hann tók tíðindunum ágætlega.

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍBV - KR 1-2 │ Áttundi deildarsigur KR í röð
KR hefur unnið átta leiki í röð í deildinni og er á toppi deildarinnar.