Hafa fundað um flugrekstarleyfi Nadine Guðrún Yaghi skrifar 12. júlí 2019 12:15 Hermt er að kaupandinn á eignum úr þrotabúi WOW air sé bandarískur hergagnasali sem sérhæfi sig meðal annars í flutningi vopna. Lögmaður kaupandans segist bjartsýnn á að nýtt lággjaldaflugfélag verði að veruleika á næstunni. Vísir/Vilhelm Kaupandi eigna þrotabús WOW air vinnur nú að því að undirbúa nauðsynleg gögn svo hægt sé að sækja formlega um flugrekstarleyfi hjá Samgöngustofu. Fulltrúar kaupandans hafa átt nokkra fundi með stofnuninni. Hermt er að um sé að ræða bandarískan hergagnasala sem sérhæfir sig meðal annars í flutningi vopna. Lögmaður kaupandans segist bjartsýnn á að nýtt lággjaldaflugfélag verði að veruleika á næstunni.Viðskiptablaðið greindi frá því nú skömmu fyrir hádegi að kaupandi eigna þrotabús WOW sé Michele Ballarin og félag henni tengt, Oasis Aviation Group. Þetta herma heimildir blaðsins. Þá hefur fréttastofa fengið staðfest að Indigo Partners, sem áttu í viðræðum um kaup á WOW air, eiga ekki aðild að kaupunum nú. Fréttablaðið greindi frá því í morgun að bandarískir aðilar hefðu keypt allar flugrekstartengdar eignir WOW úr þrotabúi félagsins. Þetta staðfesti annar skiptastjóra búsins. Í Viðskiptablaðinu kemur fram að áður en en WOW féll hafi Ballarin verið að þefa af félaginu. Hún hafi sett sig í samband við ýmsa einstaklinga sem störfuðu hjá WOW áður en félagið féll með það að markmaði að fá fólkið aftur til starfa. Páll Ágúst Ólafsson, lögmaður kaupandans.Michelle Ballarin er eigandi hergagnaframleiðandans Select Armor sem gerir út frá Virginíu-ríki Bandaríkjanna. Félagið býður upp á flug frá Washington-borg til Djíbúti og sérhæfir sig meðal annars í flutningi vopna. Páll Ágúst Ólafsson, lögmaður kaupandans, segist ekki geta tjáð sig um það hver skjólstæðingur hans er að öðru leiti en að um sé að ræða bandarískan fjárfesti sem hefur áratuga reynslu af fjölþættum flugrekstri. „Bæði af því að reka flugvélar og ýmsa viðhaldsstarfsemi, endurgerðir á flugvélum og fleira slíkt. Umbjóðandi minn mun kynna sig með rækilegum hætti þegar þar að kemur,“ segir Páll Ágúst. Markmiðið með kaupunum hafi verið að endurvekja lágfargjaldaflugrekstur. „Markmiðið er að halda áfram þeim lággjaldaflugreksti sem WOW stóð fyrir,“ segir Páll Ágúst. Í Fréttablaðinu kemur fram að umfang viðskiptanna hlaupi á hundruðum milljóna króna sem hafi verið greitt með eingreiðslu. Páll Ágúst segir að ýmsar rekstrartengdar einingar hafi verið keyptar. „Náttúrulega nafnið, logoið og lénin. Aðrar tengdar eignir eins og hugbúnað, bókunarkerfi og ýmsar vörur sem voru seldar um borð og fleira,“ segir Páll Ágúst. Hann segir að kaupandinn vinni nú að því að undirbúa nauðsynleg gögn svo hægt sé að sækja formlega um flugrekstarleyfi hjá Samgöngustofu. Fulltrúar kaupandans hafa átt nokkra fundi með stofnuninni, bæði formlega og óformlega. Umrædd viðskipti séu með öllu ótengd þeim íslensku aðilum sem undirbúið hafa stofnun nýs lággjaldafélags undir nafninu WAB. Páll segist vera bjartsýnn á að nýtt flugfélag hefji störf hér á landi á næstunni.Fréttin var uppfærð klukkan 15:12 með upplýsingum frá Indigo Partners. Fréttir af flugi Play WOW Air Tengdar fréttir Yfir 600 fyrrverandi starfsmenn WOW air enn án vinnu Aðeins tæpur fimmtungur fyrrverandi starfsmanna WOW air sem fór á atvinnuleysiskrá þegar flugfélagið féll í apríl hefur fengið atvinnu. 11. júlí 2019 20:15 Ameríkanar endurreisa WOW Bandarískir flugrekendur, ótengdir WAB, hafa keypt flugrekstrareignir þrotabús WOW air. Kaupverðið greitt með eingreiðslu. Markmiðið er að endurvekja lággjaldaflugrekstur á grunni hins fallna flugfélags. 12. júlí 2019 06:15 Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Kaupandi eigna þrotabús WOW air vinnur nú að því að undirbúa nauðsynleg gögn svo hægt sé að sækja formlega um flugrekstarleyfi hjá Samgöngustofu. Fulltrúar kaupandans hafa átt nokkra fundi með stofnuninni. Hermt er að um sé að ræða bandarískan hergagnasala sem sérhæfir sig meðal annars í flutningi vopna. Lögmaður kaupandans segist bjartsýnn á að nýtt lággjaldaflugfélag verði að veruleika á næstunni.Viðskiptablaðið greindi frá því nú skömmu fyrir hádegi að kaupandi eigna þrotabús WOW sé Michele Ballarin og félag henni tengt, Oasis Aviation Group. Þetta herma heimildir blaðsins. Þá hefur fréttastofa fengið staðfest að Indigo Partners, sem áttu í viðræðum um kaup á WOW air, eiga ekki aðild að kaupunum nú. Fréttablaðið greindi frá því í morgun að bandarískir aðilar hefðu keypt allar flugrekstartengdar eignir WOW úr þrotabúi félagsins. Þetta staðfesti annar skiptastjóra búsins. Í Viðskiptablaðinu kemur fram að áður en en WOW féll hafi Ballarin verið að þefa af félaginu. Hún hafi sett sig í samband við ýmsa einstaklinga sem störfuðu hjá WOW áður en félagið féll með það að markmaði að fá fólkið aftur til starfa. Páll Ágúst Ólafsson, lögmaður kaupandans.Michelle Ballarin er eigandi hergagnaframleiðandans Select Armor sem gerir út frá Virginíu-ríki Bandaríkjanna. Félagið býður upp á flug frá Washington-borg til Djíbúti og sérhæfir sig meðal annars í flutningi vopna. Páll Ágúst Ólafsson, lögmaður kaupandans, segist ekki geta tjáð sig um það hver skjólstæðingur hans er að öðru leiti en að um sé að ræða bandarískan fjárfesti sem hefur áratuga reynslu af fjölþættum flugrekstri. „Bæði af því að reka flugvélar og ýmsa viðhaldsstarfsemi, endurgerðir á flugvélum og fleira slíkt. Umbjóðandi minn mun kynna sig með rækilegum hætti þegar þar að kemur,“ segir Páll Ágúst. Markmiðið með kaupunum hafi verið að endurvekja lágfargjaldaflugrekstur. „Markmiðið er að halda áfram þeim lággjaldaflugreksti sem WOW stóð fyrir,“ segir Páll Ágúst. Í Fréttablaðinu kemur fram að umfang viðskiptanna hlaupi á hundruðum milljóna króna sem hafi verið greitt með eingreiðslu. Páll Ágúst segir að ýmsar rekstrartengdar einingar hafi verið keyptar. „Náttúrulega nafnið, logoið og lénin. Aðrar tengdar eignir eins og hugbúnað, bókunarkerfi og ýmsar vörur sem voru seldar um borð og fleira,“ segir Páll Ágúst. Hann segir að kaupandinn vinni nú að því að undirbúa nauðsynleg gögn svo hægt sé að sækja formlega um flugrekstarleyfi hjá Samgöngustofu. Fulltrúar kaupandans hafa átt nokkra fundi með stofnuninni, bæði formlega og óformlega. Umrædd viðskipti séu með öllu ótengd þeim íslensku aðilum sem undirbúið hafa stofnun nýs lággjaldafélags undir nafninu WAB. Páll segist vera bjartsýnn á að nýtt flugfélag hefji störf hér á landi á næstunni.Fréttin var uppfærð klukkan 15:12 með upplýsingum frá Indigo Partners.
Fréttir af flugi Play WOW Air Tengdar fréttir Yfir 600 fyrrverandi starfsmenn WOW air enn án vinnu Aðeins tæpur fimmtungur fyrrverandi starfsmanna WOW air sem fór á atvinnuleysiskrá þegar flugfélagið féll í apríl hefur fengið atvinnu. 11. júlí 2019 20:15 Ameríkanar endurreisa WOW Bandarískir flugrekendur, ótengdir WAB, hafa keypt flugrekstrareignir þrotabús WOW air. Kaupverðið greitt með eingreiðslu. Markmiðið er að endurvekja lággjaldaflugrekstur á grunni hins fallna flugfélags. 12. júlí 2019 06:15 Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Yfir 600 fyrrverandi starfsmenn WOW air enn án vinnu Aðeins tæpur fimmtungur fyrrverandi starfsmanna WOW air sem fór á atvinnuleysiskrá þegar flugfélagið féll í apríl hefur fengið atvinnu. 11. júlí 2019 20:15
Ameríkanar endurreisa WOW Bandarískir flugrekendur, ótengdir WAB, hafa keypt flugrekstrareignir þrotabús WOW air. Kaupverðið greitt með eingreiðslu. Markmiðið er að endurvekja lággjaldaflugrekstur á grunni hins fallna flugfélags. 12. júlí 2019 06:15