Rimman bauð upp á allt sem hágæða tennis getur boðið upp á og skemmtu þeir þeim fjölmörgu áhorfendur sem lögðu leið sína á rimmuna enda tveir bestu tenniskappar heims.
Nadal var fljótur að skella sér á Twitter eftir leikinn magnaða og sagði hann að sigur Federer hafi verið verðskuldaður. Hann hafi einfaldlega spilað betur þó að Nadla hafi fengið sín tækifæri.
Amazing match well deserved win by @rogerfederer I had some chances but... Roger played better. Good luck for the final @Wimbledon 2019. Thanks all for the support. Always fantastic to be here. See you next year!
— Rafa Nadal (@RafaelNadal) July 12, 2019
Hann þakkaði einnig fyrir stuðninginn og sagði að hann myndi að sjálfsögðu mæta á næsta ári. Hann hrósaði einnig Wimbledon-mótinu sem er eitt það sögufrægasta í tennisheiminum.
Úrslitaleikur fer fram á sunnudaginn.