Dúkkaði upp rammvillt eftir 20 kílómetra göngu Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. júlí 2019 09:02 Frá Landmannalaugum. Samferðafólk konunnar safnaðist þar saman í gær og tók eftir því að hana vantaði. Viktor Einar Björgunarsveitir á Suðurlandi höfðu í nógu að snúast í gær. Á tólfta tímanum voru björgunarsveitir kallaðar út vegna ferðamanns í sjálfheldu á gönguleiðinni inn með Hafrafelli við Svínafellsjökul. Maðurinn sem er á sjötugsaldri hafði farið út af gönguleiðinni og niður nokkurn bratta og hrasaði þar í skriðum og féll nokkra metra. Hann sat fastur á neðstu syllunni rétt fyrir ofan lónið við Svínafellsjökul. Björgunarsveitafólk úr Öræfum fór á staðinn og þurfti að síga niður til mannsins til að koma honum upp á öruggan hátt. Hann hafði fengið grjót í sig og slasast á höfði. Manninum var komið upp skriðurnar aftur á gönguleiðina og fylgt að sjúkrabíl, þar sem sjúkraflutningamenn hlúðu að sárum hans.Kona viðskila við gönguhóp á Fjallabaki Erlend göngukona varð viðskila við samferðafólk sitt á Fjallabaki eftir að hafa verið á göngu bróðurpart dagsins. Hún hafði ekki skilað sér þegar hópurinn safnaðist saman við rútu í Landmannalaugum seinni partinn í dag. Björgunarsveitarfólk á hálendisvakt fóru að grennslast fyrir um konuna og leitaði hennar og vísbendinga um ferðir hennar víða um svæðið. Um klukkan sjö, þegar byrjað var að skipuleggja næstu skref leitaraðgerða þá skilaði hún sér sjálf í skálann við Álftavatn. Þá kom í ljós að hún hafði verið rammvillt og hafði gengið rúma 20 kílómetra, hún var ómeidd en svöng og þreytt. Björgunarsveitarfólk aðstoðaði hana við að komast til móts við samferðafólk sitt. Kona féll af hestbaki á Króksleið Á svipuðum tíma og göngukonan skilaði sér við Álftavatn barst útkall til björgunarsveita á Suðurlandi vegna konu sem fallið hafði af hestbaki á Króksleið rétt neðan Þverárbotna. Hún var á leiðinni af Fljótshlíðarafrétti yfir á Rangárvallaafrétt. Björgunarsveitafólk kom á staðinn og hlúði að henni og stuttu seinna komu sjúkraflutningamenn í samfloti við björgunarsveit. Ákveðið var að flytja konuna með björgunarsveitarbíl til móts við sjúkrabíl. Á meðan þessi verkefni voru í gangi voru tvær konur fastar í bíl á eyri í ánni Syðri ófæru og komust ekki í land. Þær biðu eftir hálendisvaktarhópi. Björgunarsveitir Hornafjörður Rangárþing ytra Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira
Björgunarsveitir á Suðurlandi höfðu í nógu að snúast í gær. Á tólfta tímanum voru björgunarsveitir kallaðar út vegna ferðamanns í sjálfheldu á gönguleiðinni inn með Hafrafelli við Svínafellsjökul. Maðurinn sem er á sjötugsaldri hafði farið út af gönguleiðinni og niður nokkurn bratta og hrasaði þar í skriðum og féll nokkra metra. Hann sat fastur á neðstu syllunni rétt fyrir ofan lónið við Svínafellsjökul. Björgunarsveitafólk úr Öræfum fór á staðinn og þurfti að síga niður til mannsins til að koma honum upp á öruggan hátt. Hann hafði fengið grjót í sig og slasast á höfði. Manninum var komið upp skriðurnar aftur á gönguleiðina og fylgt að sjúkrabíl, þar sem sjúkraflutningamenn hlúðu að sárum hans.Kona viðskila við gönguhóp á Fjallabaki Erlend göngukona varð viðskila við samferðafólk sitt á Fjallabaki eftir að hafa verið á göngu bróðurpart dagsins. Hún hafði ekki skilað sér þegar hópurinn safnaðist saman við rútu í Landmannalaugum seinni partinn í dag. Björgunarsveitarfólk á hálendisvakt fóru að grennslast fyrir um konuna og leitaði hennar og vísbendinga um ferðir hennar víða um svæðið. Um klukkan sjö, þegar byrjað var að skipuleggja næstu skref leitaraðgerða þá skilaði hún sér sjálf í skálann við Álftavatn. Þá kom í ljós að hún hafði verið rammvillt og hafði gengið rúma 20 kílómetra, hún var ómeidd en svöng og þreytt. Björgunarsveitarfólk aðstoðaði hana við að komast til móts við samferðafólk sitt. Kona féll af hestbaki á Króksleið Á svipuðum tíma og göngukonan skilaði sér við Álftavatn barst útkall til björgunarsveita á Suðurlandi vegna konu sem fallið hafði af hestbaki á Króksleið rétt neðan Þverárbotna. Hún var á leiðinni af Fljótshlíðarafrétti yfir á Rangárvallaafrétt. Björgunarsveitafólk kom á staðinn og hlúði að henni og stuttu seinna komu sjúkraflutningamenn í samfloti við björgunarsveit. Ákveðið var að flytja konuna með björgunarsveitarbíl til móts við sjúkrabíl. Á meðan þessi verkefni voru í gangi voru tvær konur fastar í bíl á eyri í ánni Syðri ófæru og komust ekki í land. Þær biðu eftir hálendisvaktarhópi.
Björgunarsveitir Hornafjörður Rangárþing ytra Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira