Dúkkaði upp rammvillt eftir 20 kílómetra göngu Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. júlí 2019 09:02 Frá Landmannalaugum. Samferðafólk konunnar safnaðist þar saman í gær og tók eftir því að hana vantaði. Viktor Einar Björgunarsveitir á Suðurlandi höfðu í nógu að snúast í gær. Á tólfta tímanum voru björgunarsveitir kallaðar út vegna ferðamanns í sjálfheldu á gönguleiðinni inn með Hafrafelli við Svínafellsjökul. Maðurinn sem er á sjötugsaldri hafði farið út af gönguleiðinni og niður nokkurn bratta og hrasaði þar í skriðum og féll nokkra metra. Hann sat fastur á neðstu syllunni rétt fyrir ofan lónið við Svínafellsjökul. Björgunarsveitafólk úr Öræfum fór á staðinn og þurfti að síga niður til mannsins til að koma honum upp á öruggan hátt. Hann hafði fengið grjót í sig og slasast á höfði. Manninum var komið upp skriðurnar aftur á gönguleiðina og fylgt að sjúkrabíl, þar sem sjúkraflutningamenn hlúðu að sárum hans.Kona viðskila við gönguhóp á Fjallabaki Erlend göngukona varð viðskila við samferðafólk sitt á Fjallabaki eftir að hafa verið á göngu bróðurpart dagsins. Hún hafði ekki skilað sér þegar hópurinn safnaðist saman við rútu í Landmannalaugum seinni partinn í dag. Björgunarsveitarfólk á hálendisvakt fóru að grennslast fyrir um konuna og leitaði hennar og vísbendinga um ferðir hennar víða um svæðið. Um klukkan sjö, þegar byrjað var að skipuleggja næstu skref leitaraðgerða þá skilaði hún sér sjálf í skálann við Álftavatn. Þá kom í ljós að hún hafði verið rammvillt og hafði gengið rúma 20 kílómetra, hún var ómeidd en svöng og þreytt. Björgunarsveitarfólk aðstoðaði hana við að komast til móts við samferðafólk sitt. Kona féll af hestbaki á Króksleið Á svipuðum tíma og göngukonan skilaði sér við Álftavatn barst útkall til björgunarsveita á Suðurlandi vegna konu sem fallið hafði af hestbaki á Króksleið rétt neðan Þverárbotna. Hún var á leiðinni af Fljótshlíðarafrétti yfir á Rangárvallaafrétt. Björgunarsveitafólk kom á staðinn og hlúði að henni og stuttu seinna komu sjúkraflutningamenn í samfloti við björgunarsveit. Ákveðið var að flytja konuna með björgunarsveitarbíl til móts við sjúkrabíl. Á meðan þessi verkefni voru í gangi voru tvær konur fastar í bíl á eyri í ánni Syðri ófæru og komust ekki í land. Þær biðu eftir hálendisvaktarhópi. Björgunarsveitir Hornafjörður Rangárþing ytra Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Fleiri fréttir Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Sjá meira
Björgunarsveitir á Suðurlandi höfðu í nógu að snúast í gær. Á tólfta tímanum voru björgunarsveitir kallaðar út vegna ferðamanns í sjálfheldu á gönguleiðinni inn með Hafrafelli við Svínafellsjökul. Maðurinn sem er á sjötugsaldri hafði farið út af gönguleiðinni og niður nokkurn bratta og hrasaði þar í skriðum og féll nokkra metra. Hann sat fastur á neðstu syllunni rétt fyrir ofan lónið við Svínafellsjökul. Björgunarsveitafólk úr Öræfum fór á staðinn og þurfti að síga niður til mannsins til að koma honum upp á öruggan hátt. Hann hafði fengið grjót í sig og slasast á höfði. Manninum var komið upp skriðurnar aftur á gönguleiðina og fylgt að sjúkrabíl, þar sem sjúkraflutningamenn hlúðu að sárum hans.Kona viðskila við gönguhóp á Fjallabaki Erlend göngukona varð viðskila við samferðafólk sitt á Fjallabaki eftir að hafa verið á göngu bróðurpart dagsins. Hún hafði ekki skilað sér þegar hópurinn safnaðist saman við rútu í Landmannalaugum seinni partinn í dag. Björgunarsveitarfólk á hálendisvakt fóru að grennslast fyrir um konuna og leitaði hennar og vísbendinga um ferðir hennar víða um svæðið. Um klukkan sjö, þegar byrjað var að skipuleggja næstu skref leitaraðgerða þá skilaði hún sér sjálf í skálann við Álftavatn. Þá kom í ljós að hún hafði verið rammvillt og hafði gengið rúma 20 kílómetra, hún var ómeidd en svöng og þreytt. Björgunarsveitarfólk aðstoðaði hana við að komast til móts við samferðafólk sitt. Kona féll af hestbaki á Króksleið Á svipuðum tíma og göngukonan skilaði sér við Álftavatn barst útkall til björgunarsveita á Suðurlandi vegna konu sem fallið hafði af hestbaki á Króksleið rétt neðan Þverárbotna. Hún var á leiðinni af Fljótshlíðarafrétti yfir á Rangárvallaafrétt. Björgunarsveitafólk kom á staðinn og hlúði að henni og stuttu seinna komu sjúkraflutningamenn í samfloti við björgunarsveit. Ákveðið var að flytja konuna með björgunarsveitarbíl til móts við sjúkrabíl. Á meðan þessi verkefni voru í gangi voru tvær konur fastar í bíl á eyri í ánni Syðri ófæru og komust ekki í land. Þær biðu eftir hálendisvaktarhópi.
Björgunarsveitir Hornafjörður Rangárþing ytra Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Fleiri fréttir Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Sjá meira