Mælar í Mýrdalsjökli veita meiri tíma til að bregðast við hlaupi Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. júlí 2019 18:45 Mælar sem komið hefur verið fyrir í Mýrdalsjökli munu bæta viðbragðstíma vegna væntanlegs hlaups í Múlakvísl um nokkrar klukkustundir að mati sérfræðings á Veðurstofunni. Klukkustundirnar munu koma að góðum notum, enda er búist við að yfirvofandi hlaup verði það stærsta í átta ár. Mælingar Veðurstofunnar benda til að von sé á jökulhlaupi í Múlakvísl í sumar vegna mikils jarðhitavatns í sigkötlum Mýrdalsjökuls. Af þeim sökum settu vísindamenn upp GPS-mælitæki við einn sigkatlanna í síðustu viku sem Bergur Bergsson, hópstjóri jarðeðlisfræðilegra mælinga á Veðurstofunni, segir að geri þeim kleift að fylgjast með öllum breytingum í rauntíma. „Við gerum okkur vonir um að ef ketillinn snöggtæmist að þá vitum við það með góðum fyrirvara að það sé væntanlegt flóð. Það gefur okkur svona nokkra klukkutíma aukalega til þess að láta alla viðbragðsaðila vita,“ segir Bergur. Hann segir mæla sem þessa hafa gefið góða raun á undanförnum árum í Skaftárkötlum í Vatnajökli. „Bæði 2015 og 2018, þegar það hljóp úr þeim kötlum, þá vissum við það með næstum sólarhringsfyrirvara - miðað við það að sjá flóðið koma á fyrstu mælistöðvunum á landi. Auðvitað er Mýrdalsjökull nær og því styttra vatnsrennsli en það gefur okkur samt þennan fyrirvara,“ segir Bergur sem telur þetta því geta verið töluvert öryggisatriði. Fátt bendir þó til þess að hlaup muni eiga sér stað í Múlakvísl á allra næstu dögum, ferðamenn sem eiga leið um svæðið eru þó beðnir um að gæta öryggis enda muni hlaup líklega eiga sér stað innan nokkurra vikna. Hlaupvatni geti oft fylgt mikið gas auk þess sem hinn umferð um hinn fjölfarna suðurlandsveg getur raskast. Því geti myndast töluverð hætta, sé miðað við fyrri hlaup, en söfnun í katlinum bendi til þess að yfirvofandi hlaup geti orðið það stærsta í átta ár. „Þá kom ansi stórt hlaup og tók brúna yfir Múlakvísl,“ minnist Bergur. Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Mikilvægt að fylgjast vel með breytingum í Múlakvísl Litlar breytingar hafa átt sér stað í Múlakvísl, en almannavarnardeild ríkislögreglustjóra varaði við hlaupi í vikunni. Náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni segir að þó sé enn hætta á hlaupi og mikilvægt að fylgjast vel með ef til breytinga kemur. 7. júlí 2019 12:00 Telja að hlaup verði í Múlakvísl á næstu vikum Ferðaþjónustuaðilar sem sinna ferðaþjónustu á eða við jökulinn hafa verið upplýstir. 3. júlí 2019 15:07 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Fleiri fréttir Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Sjá meira
Mælar sem komið hefur verið fyrir í Mýrdalsjökli munu bæta viðbragðstíma vegna væntanlegs hlaups í Múlakvísl um nokkrar klukkustundir að mati sérfræðings á Veðurstofunni. Klukkustundirnar munu koma að góðum notum, enda er búist við að yfirvofandi hlaup verði það stærsta í átta ár. Mælingar Veðurstofunnar benda til að von sé á jökulhlaupi í Múlakvísl í sumar vegna mikils jarðhitavatns í sigkötlum Mýrdalsjökuls. Af þeim sökum settu vísindamenn upp GPS-mælitæki við einn sigkatlanna í síðustu viku sem Bergur Bergsson, hópstjóri jarðeðlisfræðilegra mælinga á Veðurstofunni, segir að geri þeim kleift að fylgjast með öllum breytingum í rauntíma. „Við gerum okkur vonir um að ef ketillinn snöggtæmist að þá vitum við það með góðum fyrirvara að það sé væntanlegt flóð. Það gefur okkur svona nokkra klukkutíma aukalega til þess að láta alla viðbragðsaðila vita,“ segir Bergur. Hann segir mæla sem þessa hafa gefið góða raun á undanförnum árum í Skaftárkötlum í Vatnajökli. „Bæði 2015 og 2018, þegar það hljóp úr þeim kötlum, þá vissum við það með næstum sólarhringsfyrirvara - miðað við það að sjá flóðið koma á fyrstu mælistöðvunum á landi. Auðvitað er Mýrdalsjökull nær og því styttra vatnsrennsli en það gefur okkur samt þennan fyrirvara,“ segir Bergur sem telur þetta því geta verið töluvert öryggisatriði. Fátt bendir þó til þess að hlaup muni eiga sér stað í Múlakvísl á allra næstu dögum, ferðamenn sem eiga leið um svæðið eru þó beðnir um að gæta öryggis enda muni hlaup líklega eiga sér stað innan nokkurra vikna. Hlaupvatni geti oft fylgt mikið gas auk þess sem hinn umferð um hinn fjölfarna suðurlandsveg getur raskast. Því geti myndast töluverð hætta, sé miðað við fyrri hlaup, en söfnun í katlinum bendi til þess að yfirvofandi hlaup geti orðið það stærsta í átta ár. „Þá kom ansi stórt hlaup og tók brúna yfir Múlakvísl,“ minnist Bergur.
Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Mikilvægt að fylgjast vel með breytingum í Múlakvísl Litlar breytingar hafa átt sér stað í Múlakvísl, en almannavarnardeild ríkislögreglustjóra varaði við hlaupi í vikunni. Náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni segir að þó sé enn hætta á hlaupi og mikilvægt að fylgjast vel með ef til breytinga kemur. 7. júlí 2019 12:00 Telja að hlaup verði í Múlakvísl á næstu vikum Ferðaþjónustuaðilar sem sinna ferðaþjónustu á eða við jökulinn hafa verið upplýstir. 3. júlí 2019 15:07 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Fleiri fréttir Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Sjá meira
Mikilvægt að fylgjast vel með breytingum í Múlakvísl Litlar breytingar hafa átt sér stað í Múlakvísl, en almannavarnardeild ríkislögreglustjóra varaði við hlaupi í vikunni. Náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni segir að þó sé enn hætta á hlaupi og mikilvægt að fylgjast vel með ef til breytinga kemur. 7. júlí 2019 12:00
Telja að hlaup verði í Múlakvísl á næstu vikum Ferðaþjónustuaðilar sem sinna ferðaþjónustu á eða við jökulinn hafa verið upplýstir. 3. júlí 2019 15:07