Hundarnir ekki aflífaðir heldur sóttir á morgun Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. júlí 2019 22:08 Hundarnir tveir sem um ræðir. Grímsnes- og Grafningshr./Facebook Hrefna Jónsteinsdóttir, dóttir eiganda hundanna tveggja sem Grímsnes- og Grafningshreppur auglýsti að yrðu aflífaðir, yrði þeirra ekki vitjað af eiganda fyrir næsta mánudag, segist ætla að sækja hundana á morgun. Hundarnir tveir, tíkin Píla og rakkinn Lucky, hafa verið í vörslu hundafangara á vegum Grímsnes- og Grafningshrepps síðastliðna átta daga, en á miðvikudag birtist færsla á Facebook-síðu sveitarfélagsins þar sem kom fram að hundarnir yrðu aflífaðir, yrði þeirra ekki vitjað fyrir mánudaginn. Svo virðist sem hundunum sé borgið, en Hrefna Jósteinsdóttir, dóttir eiganda hundanna tveggja, segir í samtali við fréttastofu að hún muni á morgun vitja hundanna. Hún segir jafnframt að upprunalegur eigandi þeirra virðist lítinn sem engan áhuga hafa á því að greiða þær 38 þúsund krónur sem þarf til þess að losa hundana úr haldi hundafangarans.Hrefna ætlar sjálf að taka minni hundinn, Pílu, að sér.Mynd/aðsendHrefna segist sjálf ætla að taka minni hundinn, Pílu, að sér á meðan stærri hundurinn fer á fósturheimili, að minnsta kosti til að byrja með. „Þar verður tekin ákvörðun um hvort þurfi að gera eitthvað fyrir greyið.“ Hrefna birti í kvöld færslu í Facebook-hópnum „Hundasamfélagið“ þar sem hún lýsti því að sveitarfélagið gæfi ekki leyfi fyrir því að annar hundanna yrði sóttur og sagðist jafnframt ekki hafa ráð á því að leysa báða hundana út í einu, enda gjaldið til þess hátt í 40 þúsund krónur. Hún leitaði því til annarra hundavina og viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa, fjölmargir segjast í þræðinum tilbúnir að leggja Hrefnu lið við að leysa hundana út. Hrefna segir greiðslur frá nokkrum þegar hafa borist og von sé á fleirum. Hún geti því sótt hundana á morgun, tekið Pílu að sér og komið Lucky á nýtt heimili.Færsla sveitarfélagsins sem birtist á miðvikudag. Síðan hefur færslunni verið eytt.Skjáskot Dýr Grímsnes- og Grafningshreppur Tengdar fréttir Sögðust ætla að aflífa ósótta hunda Sveitarstjóri Grímsnes- og Grafningshrepps skrifar undir færslu þar sem fram kemur að tveir hundar í óskilum yrðu aflífaðir, yrði þeirra ekki vitjað fyrir næsta mánudag. 10. júlí 2019 11:21 Hótanir vegna tilkynningar um lausagöngu hunda Orðsending frá hreppnum um hunda hjá hundafangara hafa vakið mikil og heit viðbrögð meðal hundavina. 10. júlí 2019 15:50 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Sjá meira
Hrefna Jónsteinsdóttir, dóttir eiganda hundanna tveggja sem Grímsnes- og Grafningshreppur auglýsti að yrðu aflífaðir, yrði þeirra ekki vitjað af eiganda fyrir næsta mánudag, segist ætla að sækja hundana á morgun. Hundarnir tveir, tíkin Píla og rakkinn Lucky, hafa verið í vörslu hundafangara á vegum Grímsnes- og Grafningshrepps síðastliðna átta daga, en á miðvikudag birtist færsla á Facebook-síðu sveitarfélagsins þar sem kom fram að hundarnir yrðu aflífaðir, yrði þeirra ekki vitjað fyrir mánudaginn. Svo virðist sem hundunum sé borgið, en Hrefna Jósteinsdóttir, dóttir eiganda hundanna tveggja, segir í samtali við fréttastofu að hún muni á morgun vitja hundanna. Hún segir jafnframt að upprunalegur eigandi þeirra virðist lítinn sem engan áhuga hafa á því að greiða þær 38 þúsund krónur sem þarf til þess að losa hundana úr haldi hundafangarans.Hrefna ætlar sjálf að taka minni hundinn, Pílu, að sér.Mynd/aðsendHrefna segist sjálf ætla að taka minni hundinn, Pílu, að sér á meðan stærri hundurinn fer á fósturheimili, að minnsta kosti til að byrja með. „Þar verður tekin ákvörðun um hvort þurfi að gera eitthvað fyrir greyið.“ Hrefna birti í kvöld færslu í Facebook-hópnum „Hundasamfélagið“ þar sem hún lýsti því að sveitarfélagið gæfi ekki leyfi fyrir því að annar hundanna yrði sóttur og sagðist jafnframt ekki hafa ráð á því að leysa báða hundana út í einu, enda gjaldið til þess hátt í 40 þúsund krónur. Hún leitaði því til annarra hundavina og viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa, fjölmargir segjast í þræðinum tilbúnir að leggja Hrefnu lið við að leysa hundana út. Hrefna segir greiðslur frá nokkrum þegar hafa borist og von sé á fleirum. Hún geti því sótt hundana á morgun, tekið Pílu að sér og komið Lucky á nýtt heimili.Færsla sveitarfélagsins sem birtist á miðvikudag. Síðan hefur færslunni verið eytt.Skjáskot
Dýr Grímsnes- og Grafningshreppur Tengdar fréttir Sögðust ætla að aflífa ósótta hunda Sveitarstjóri Grímsnes- og Grafningshrepps skrifar undir færslu þar sem fram kemur að tveir hundar í óskilum yrðu aflífaðir, yrði þeirra ekki vitjað fyrir næsta mánudag. 10. júlí 2019 11:21 Hótanir vegna tilkynningar um lausagöngu hunda Orðsending frá hreppnum um hunda hjá hundafangara hafa vakið mikil og heit viðbrögð meðal hundavina. 10. júlí 2019 15:50 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Sjá meira
Sögðust ætla að aflífa ósótta hunda Sveitarstjóri Grímsnes- og Grafningshrepps skrifar undir færslu þar sem fram kemur að tveir hundar í óskilum yrðu aflífaðir, yrði þeirra ekki vitjað fyrir næsta mánudag. 10. júlí 2019 11:21
Hótanir vegna tilkynningar um lausagöngu hunda Orðsending frá hreppnum um hunda hjá hundafangara hafa vakið mikil og heit viðbrögð meðal hundavina. 10. júlí 2019 15:50