Blindur fangi á níræðisaldri tvívegis óskað eftir náðun Nadine Guðrún Yaghi skrifar 14. júlí 2019 18:45 Sótt hefur verið um náðun í tvígang fyrir blindan fjölveikan fanga á níræðisaldri sem afplánar nú í fangelsinu á Akureyri. Af læknisvottorðum er ljóst að dvöl hans í fangelsi sé erfið en hann þarf aðstoð við flest dagleg verk. Formaður félags fanga segir óboðlegt að svo veikur maður sé vistaður í öryggisfangelsi. Hann eigi heima á viðeigandi stofnun þar sem hjúkrunarfólk starfar. Maðurinn, sem er 82 ára, var dæmdur í 7 ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn barni í fyrra sumar. Lögmaður hans sótti þá um náðun fyrir hann á grundvelli heilsufars en því var hafnað á þeim grundvelli að ekki væru komin fram nægilega sterk rök fyrir því að fella refsingu niður. Eftir það hóf maðurinn afplánun í fangelsinu á Akureyri og er þar nú. Í síðasta mánuði var aftur sótt um náðun og fylgdu með ný læknisvottorð, meðal annars frá þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda. Í náðunarbeiðninni segir að að heilsufar mannsins sé mjög ábótavant. Hann sé meðal annars með kransæðasjúkdóm, háþrýsting, hjartalokusjúkdóm, sykursýki og með slæm útbrot sem hann taki stera við. Þá sé hann með bakverki, kæfisvefn og kvíða. Auk þess sé hann blindur á báðum augum.Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu félags fangaAf læknisvottorðum sé ljóst að dvöl í fangelsi muni reynast honum mjög erfið og að hann þurfi daglega aðstoð við flest verk, hvort sem það er að klæða sig, þrífa sig eða taka lyfin sín. Þá eigi hann erfitt með gang og þurfi reglulega á lækni að halda. Farið sé fram á að maðurinn verði náðaður og honum leyft að búa heima hjá sér. Fjölveikur maður eigi ekki heima í fangelsi. Undir þetta tekur Guðmundur Ingi Þóroddson, formaður Afstöðu, félags fanga. „Það áttar sig engin á því hvers vegna hann er í fangelsi. Auðvitað hefur hann framið einhvern glæp en það breytir því ekki að maður í svona ástandi á ekki að vera vistaður í fangelsi heldur í viðeigandi stofnun,“ segir Guðmundur Ingi. Í fangelsinu á Akureyri sinni samfangar og fangaverði honum sem séu ekki með reynslu af umönnunarstörfum. „Mikið veikir einstaklingar, geðfatlaðir eða þroskaskertir eða eldri borgarar eiga að vera vistaðir á viðeigandi stofnun þar sem er hjúkrunarfólk, það er ekki boðlegt að þeir séu í lokuðu öryggisfangelsi,“ segir Guðmundur Ingi. Akureyri Fangelsismál Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Sótt hefur verið um náðun í tvígang fyrir blindan fjölveikan fanga á níræðisaldri sem afplánar nú í fangelsinu á Akureyri. Af læknisvottorðum er ljóst að dvöl hans í fangelsi sé erfið en hann þarf aðstoð við flest dagleg verk. Formaður félags fanga segir óboðlegt að svo veikur maður sé vistaður í öryggisfangelsi. Hann eigi heima á viðeigandi stofnun þar sem hjúkrunarfólk starfar. Maðurinn, sem er 82 ára, var dæmdur í 7 ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn barni í fyrra sumar. Lögmaður hans sótti þá um náðun fyrir hann á grundvelli heilsufars en því var hafnað á þeim grundvelli að ekki væru komin fram nægilega sterk rök fyrir því að fella refsingu niður. Eftir það hóf maðurinn afplánun í fangelsinu á Akureyri og er þar nú. Í síðasta mánuði var aftur sótt um náðun og fylgdu með ný læknisvottorð, meðal annars frá þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda. Í náðunarbeiðninni segir að að heilsufar mannsins sé mjög ábótavant. Hann sé meðal annars með kransæðasjúkdóm, háþrýsting, hjartalokusjúkdóm, sykursýki og með slæm útbrot sem hann taki stera við. Þá sé hann með bakverki, kæfisvefn og kvíða. Auk þess sé hann blindur á báðum augum.Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu félags fangaAf læknisvottorðum sé ljóst að dvöl í fangelsi muni reynast honum mjög erfið og að hann þurfi daglega aðstoð við flest verk, hvort sem það er að klæða sig, þrífa sig eða taka lyfin sín. Þá eigi hann erfitt með gang og þurfi reglulega á lækni að halda. Farið sé fram á að maðurinn verði náðaður og honum leyft að búa heima hjá sér. Fjölveikur maður eigi ekki heima í fangelsi. Undir þetta tekur Guðmundur Ingi Þóroddson, formaður Afstöðu, félags fanga. „Það áttar sig engin á því hvers vegna hann er í fangelsi. Auðvitað hefur hann framið einhvern glæp en það breytir því ekki að maður í svona ástandi á ekki að vera vistaður í fangelsi heldur í viðeigandi stofnun,“ segir Guðmundur Ingi. Í fangelsinu á Akureyri sinni samfangar og fangaverði honum sem séu ekki með reynslu af umönnunarstörfum. „Mikið veikir einstaklingar, geðfatlaðir eða þroskaskertir eða eldri borgarar eiga að vera vistaðir á viðeigandi stofnun þar sem er hjúkrunarfólk, það er ekki boðlegt að þeir séu í lokuðu öryggisfangelsi,“ segir Guðmundur Ingi.
Akureyri Fangelsismál Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira