Trump segir bandarískum þingkonum að fara aftur „til síns heima“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. júlí 2019 19:00 Eitthvað virðast þingkonurnar fjórar fara í taugarnar á Trump. Hann vill helst sjá þær yfirgefa Bandaríkin. Vísir/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti birti í dag röð tísta þar sem hann gerði nýlega kjörnar þingkonur Demókrataflokksins að umfjöllunarefni sínu. Benti hann þingkonunum á að snúa aftur til sinna upprunalanda í stað þess að vera að vasast í stjórnarháttum Bandaríkjanna. Þrjár af fjórum þeirra eru þó fæddar í Bandaríkjunum.So interesting to see “Progressive” Democrat Congresswomen, who originally came from countries whose governments are a complete and total catastrophe, the worst, most corrupt and inept anywhere in the world (if they even have a functioning government at all), now loudly...... — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 14, 2019 Leiða má sterkar líkur að því að þingkonurnar sem Trump á við séu þær Alexandria Ocasio-Cotez, Ayanna Pressley, Rashida Tlaib og Ilhan Omar. Trump virðist þó hafa hlaupið á sig, en allar eru þingkonurnar fæddar í Bandaríkjunum, nema sú síðastnefnda, sem fædd er í Sómalíu. Í tístunum sagði Trump áhugavert að sjá konurnar, sem komi upprunalega frá öðrum löndum en Bandaríkjunum, sem er ekki rétt, reyna nú að segja Bandaríkjamönnum hátt og snjallt hvernig þeir eigi að haga stjórnarháttum sínum.....and viciously telling the people of the United States, the greatest and most powerful Nation on earth, how our government is to be run. Why don’t they go back and help fix the totally broken and crime infested places from which they came. Then come back and show us how.... — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 14, 2019 Stjórnmálasérfræðingar vestanhafs telja Trump með tístum sínum hafa stigið inn í deilur á milli þingkvennanna fjögurra og Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar þingsins. Hún hefur á síðustu dögum reynt að draga úr áhrifum Ocasio-Cortez á þinginu og innan Demókrataflokksins. Ocasio-Cortez hefur sakað Pelosi um að reyna að jaðarsetja konur sem eru dökkar á hörund.....it is done. These places need your help badly, you can’t leave fast enough. I’m sure that Nancy Pelosi would be very happy to quickly work out free travel arrangements! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 14, 2019 Á föstudag kom Trump Pelosi óvænt til varnar þar sem hann sagði hana ekki vera fordómafulla í garð þeirra sem dökkir eru á hörund. En nú hefur Trump, eins og áður segir, snúið sér beint að þingkonunum, sem hann segist viss um að Nancy Pelosi væri meira en tilbúin að hjálpa til við að koma úr landi. Demókratar hafa margir hverjir fordæmt ummæli forsetans og sakað hann um kynþáttafordóma, og ekki í fyrsta skipti. Til að mynda er það mörgum í fersku minni þegar Trump hélt því ítrekað fram að Barack Obama væri raunverulega fæddur utan Bandaríkjanna. Þá er vert að minnast þess þegar hann hóf kosningabaráttu sína árið 2015, en snemma í baráttunni sagði hann marga mexíkóska innflytjendur ótínda glæpamenn og nauðgara. Eins hefur hann velt upp þeirri spurningu hvers vegna Bandaríkin tækju við svo mörgum innflytjendum frá „skítaholum“ á borð við Haítí, El Salvador og nokkur Afríkulönd. Demókratar eru þó ekki þeir einu sem fordæmt hafa ummæli forsetans, en þingmaðurinn Justin Amash, sem hingað til hefur setið á þingi fyrir Repúblikana, en virðist nú vera við það að yfirgefa flokkinn, hefur sagt ummæli Trump um þingkonurnar „rasísk og ógeðsleg.“ Eins og áður segir eru þrjár kvennanna fjögurra sem Trump hefur bent á að „snúa aftur til landanna hvaðan þær komu,“ fæddar í Bandaríkjunum. Sú fjórða hefur búið þar frá 12 ára aldri.Tvær þingkvennanna sem um ræðir, Alexandria Ocasio-Cortez og Ilhan Omar. Sú síðarnefnda er fædd í Sómalíu en hefur búið í Bandaríkjunum frá 12 ára aldri.Vísir/Getty Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti birti í dag röð tísta þar sem hann gerði nýlega kjörnar þingkonur Demókrataflokksins að umfjöllunarefni sínu. Benti hann þingkonunum á að snúa aftur til sinna upprunalanda í stað þess að vera að vasast í stjórnarháttum Bandaríkjanna. Þrjár af fjórum þeirra eru þó fæddar í Bandaríkjunum.So interesting to see “Progressive” Democrat Congresswomen, who originally came from countries whose governments are a complete and total catastrophe, the worst, most corrupt and inept anywhere in the world (if they even have a functioning government at all), now loudly...... — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 14, 2019 Leiða má sterkar líkur að því að þingkonurnar sem Trump á við séu þær Alexandria Ocasio-Cotez, Ayanna Pressley, Rashida Tlaib og Ilhan Omar. Trump virðist þó hafa hlaupið á sig, en allar eru þingkonurnar fæddar í Bandaríkjunum, nema sú síðastnefnda, sem fædd er í Sómalíu. Í tístunum sagði Trump áhugavert að sjá konurnar, sem komi upprunalega frá öðrum löndum en Bandaríkjunum, sem er ekki rétt, reyna nú að segja Bandaríkjamönnum hátt og snjallt hvernig þeir eigi að haga stjórnarháttum sínum.....and viciously telling the people of the United States, the greatest and most powerful Nation on earth, how our government is to be run. Why don’t they go back and help fix the totally broken and crime infested places from which they came. Then come back and show us how.... — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 14, 2019 Stjórnmálasérfræðingar vestanhafs telja Trump með tístum sínum hafa stigið inn í deilur á milli þingkvennanna fjögurra og Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar þingsins. Hún hefur á síðustu dögum reynt að draga úr áhrifum Ocasio-Cortez á þinginu og innan Demókrataflokksins. Ocasio-Cortez hefur sakað Pelosi um að reyna að jaðarsetja konur sem eru dökkar á hörund.....it is done. These places need your help badly, you can’t leave fast enough. I’m sure that Nancy Pelosi would be very happy to quickly work out free travel arrangements! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 14, 2019 Á föstudag kom Trump Pelosi óvænt til varnar þar sem hann sagði hana ekki vera fordómafulla í garð þeirra sem dökkir eru á hörund. En nú hefur Trump, eins og áður segir, snúið sér beint að þingkonunum, sem hann segist viss um að Nancy Pelosi væri meira en tilbúin að hjálpa til við að koma úr landi. Demókratar hafa margir hverjir fordæmt ummæli forsetans og sakað hann um kynþáttafordóma, og ekki í fyrsta skipti. Til að mynda er það mörgum í fersku minni þegar Trump hélt því ítrekað fram að Barack Obama væri raunverulega fæddur utan Bandaríkjanna. Þá er vert að minnast þess þegar hann hóf kosningabaráttu sína árið 2015, en snemma í baráttunni sagði hann marga mexíkóska innflytjendur ótínda glæpamenn og nauðgara. Eins hefur hann velt upp þeirri spurningu hvers vegna Bandaríkin tækju við svo mörgum innflytjendum frá „skítaholum“ á borð við Haítí, El Salvador og nokkur Afríkulönd. Demókratar eru þó ekki þeir einu sem fordæmt hafa ummæli forsetans, en þingmaðurinn Justin Amash, sem hingað til hefur setið á þingi fyrir Repúblikana, en virðist nú vera við það að yfirgefa flokkinn, hefur sagt ummæli Trump um þingkonurnar „rasísk og ógeðsleg.“ Eins og áður segir eru þrjár kvennanna fjögurra sem Trump hefur bent á að „snúa aftur til landanna hvaðan þær komu,“ fæddar í Bandaríkjunum. Sú fjórða hefur búið þar frá 12 ára aldri.Tvær þingkvennanna sem um ræðir, Alexandria Ocasio-Cortez og Ilhan Omar. Sú síðarnefnda er fædd í Sómalíu en hefur búið í Bandaríkjunum frá 12 ára aldri.Vísir/Getty
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira