Ætla að sjá síldarbræðslu en ramba þá inn í listaverkasali Kristján Már Unnarsson skrifar 15. júlí 2019 21:29 Gamla síldarverksmiðjan á Hjalteyri við Eyjafjörð. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Gamla síldarbræðslan á Hjalteyri hefur þróast upp í listamiðstöð og þykir nú framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni. Verksmiðjusalirnir gegna þessar vikurnar hlutverki kvikmyndasala þar sem mynd- og hljóðverk fjölda listamanna birtast áhorfendum í ólíkustu skúmaskotum, eins og sjá mátti í fréttum Stöðvar 2. Hún var sögð stærsta síldarverksmiðja Evrópu þegar hún var byggð árið 1937 og starfaði síðan um nærri þrjátíu ára skeið fram til ársins 1966. Lengi var litið á hana sem ljótar verksmiðjurústir en æ fleiri sjá hana núna sem menningarminjar. Hún kallast einfaldlega Verksmiðjan, starfsemin sem myndlistarmaðurinn Gústav Geir Bollason fer fyrir; sem er að nýta húsin sem sýningarsali og vinnustofur fyrir óhefðbundna samtímalist, en verkefnið hófst fyrir liðlega áratug.Gústav Geir Bollason, myndlistarmaður á Hjalteyri.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Þetta er mjög mikið mynd og hljóð, það er að segja kvikmyndaverk, hljóðverk og slíkir hlutir,“ segir Gústav, sem alinn er upp á kirkjustaðnum Laufási, handan fjarðar. Þegar inn er komið mæta áhorfendum hljóð og myndir úr ýmsum áttum, af hráum veggjum eða mismunandi gömlum skjám. Um þessar mundir er verið að sýna fimmtán verk eftir tíu erlenda listamenn. Innan um gömul mjölsíló rúlla ólík myndverk, sum eru heimildamyndir en ekki endilega í tengslum við raunveruleikann. „Og hafa öll svolitla pólitíska nálgun á kvikmyndafrásögnina,“ segir Gústav.Þegar gengið er um verksmiðjusalina birtast kvikmyndaverk eða vídeólistaverk með tilheyrandi hljóðum.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Fyrir þremur árum hlaut Verksmiðjan á Hjalteyri Eyrarrósina, sem framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni. En sá Gústav eitthvað heillandi við það að nýta gamla síldarverksmiðju með þessum hætti? „Já, bara algjörlega. Mér fannst hún vera alveg tilvalin í það,“ svarar hann og segir húsið fallegt. Gústav segir aðsóknina upp og ofan en hún sé mest í júlí og ágúst. „Það er kannski svolítið gaman að það eru svo margir sem koma hingað fyrir tilviljun. Eru kannski bara á ferðinni, koma hingað niður eftir og uppgötva þetta. Það eru bæði Íslendingar og útlendingar sem voru kannski ekki alveg meðvitaðir um þetta.“ Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hörgársveit Myndlist Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Sjá meira
Gamla síldarbræðslan á Hjalteyri hefur þróast upp í listamiðstöð og þykir nú framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni. Verksmiðjusalirnir gegna þessar vikurnar hlutverki kvikmyndasala þar sem mynd- og hljóðverk fjölda listamanna birtast áhorfendum í ólíkustu skúmaskotum, eins og sjá mátti í fréttum Stöðvar 2. Hún var sögð stærsta síldarverksmiðja Evrópu þegar hún var byggð árið 1937 og starfaði síðan um nærri þrjátíu ára skeið fram til ársins 1966. Lengi var litið á hana sem ljótar verksmiðjurústir en æ fleiri sjá hana núna sem menningarminjar. Hún kallast einfaldlega Verksmiðjan, starfsemin sem myndlistarmaðurinn Gústav Geir Bollason fer fyrir; sem er að nýta húsin sem sýningarsali og vinnustofur fyrir óhefðbundna samtímalist, en verkefnið hófst fyrir liðlega áratug.Gústav Geir Bollason, myndlistarmaður á Hjalteyri.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Þetta er mjög mikið mynd og hljóð, það er að segja kvikmyndaverk, hljóðverk og slíkir hlutir,“ segir Gústav, sem alinn er upp á kirkjustaðnum Laufási, handan fjarðar. Þegar inn er komið mæta áhorfendum hljóð og myndir úr ýmsum áttum, af hráum veggjum eða mismunandi gömlum skjám. Um þessar mundir er verið að sýna fimmtán verk eftir tíu erlenda listamenn. Innan um gömul mjölsíló rúlla ólík myndverk, sum eru heimildamyndir en ekki endilega í tengslum við raunveruleikann. „Og hafa öll svolitla pólitíska nálgun á kvikmyndafrásögnina,“ segir Gústav.Þegar gengið er um verksmiðjusalina birtast kvikmyndaverk eða vídeólistaverk með tilheyrandi hljóðum.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Fyrir þremur árum hlaut Verksmiðjan á Hjalteyri Eyrarrósina, sem framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni. En sá Gústav eitthvað heillandi við það að nýta gamla síldarverksmiðju með þessum hætti? „Já, bara algjörlega. Mér fannst hún vera alveg tilvalin í það,“ svarar hann og segir húsið fallegt. Gústav segir aðsóknina upp og ofan en hún sé mest í júlí og ágúst. „Það er kannski svolítið gaman að það eru svo margir sem koma hingað fyrir tilviljun. Eru kannski bara á ferðinni, koma hingað niður eftir og uppgötva þetta. Það eru bæði Íslendingar og útlendingar sem voru kannski ekki alveg meðvitaðir um þetta.“ Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Hörgársveit Myndlist Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Sjá meira